Starfsfólk Actavis ósátt og íhugar uppsagnir Haraldur Guðmundsson skrifar 29. desember 2017 08:00 Starfsemi Actavis á Íslandi er til húsa við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. vísir/anton brink Mikil óánægja er meðal starfsmanna lyfjafyrirtækjanna Actavis og Medis hér á landi sem hefur leitt til þess að margir hafa sagt eða íhuga að segja starfi sínu lausu. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við segja óvissu um framtíð fyrirtækjanna hér á landi, aukið vinnuálag og ákvörðun stjórnenda móðurfélagsins um að hætta við gjafir og viðburði tengda jólahátíðinni, hafa skapað slæman starfsanda. Alls starfa rúmlega 300 manns hjá Actavis og Medis hér á landi. Rekstur ísraelsks móðurfélags þeirra, samheitalyfjafyrirtækisins Teva Pharmaceutical Industries, sem keypti fyrirtækin tvö í ágúst 2016, er þungur um þessar mundir. Nýr forstjóri Teva, Kåre Schultz, tilkynnti fyrir tveimur vikum að til stæði að segja upp fjórðungi starfsmanna eða um fjórtan þúsund manns. Þá hefur Medis verið í söluferli síðan í ágúst. Starfsmönnum Actavis á Íslandi var sagt frá hagræðingaraðgerðum Teva í tölvupósti frá forstjóranum. Kvarta þeir í samtali við blaðið undan upplýsingagjöf stjórnenda og auknu vinnuálagi sem hafi meðal annars fylgt ákvörðun um að ekki yrði ráðið í stöður sem losna. Talsmaður Actavis og Medis segir í skriflegu svari að almenn starfsmannavelta hafi verið innan hefðbundinna marka síðastliðna mánuði. Ekki hafi verið ráðist í neinar uppsagnir starfsfólks.Starfsfólk Actavis og Medis fékk ekki jólagjafir frá fyrirtækinu eins og Vísir greindi frá í gær. Jólahlaðborð hafi þar að auki verið blásið af með um tveggja vikna fyrirvara. Heimildir blaðsins herma að skráningu á jólahlaðborðið hafi verið lokið þegar tölvupóstur barst um ákvörðun Teva. Hætt hafi verið við alla viðburði eða uppákomur og gjafir tengdar hátíðahöldunum. Sú ákvörðun er í takt við tilkynningu Teva um miðjan desember þar sem kom fram að engir bónusar yrðu greiddir út í desember né arðgreiðslur til hluthafa. Actavis lagði fyrr á þessu ári niður lyfjaframleiðslu sína hér á landi. Misstu þá rúmlega 250 manns vinnuna. Erfiðleikar Teva, sem skuldar um 30 milljarða Bandaríkjadala, hafa valdið miklum titringi í Ísrael enda eiga lífeyrissjóðir þar og almenningur allur mikið undir. Hafa stjórnvöld og íbúar gagnrýnt uppsagnir og lokun verksmiðja harðlega og farið fram á að starfsemi fyrirtækisins á Indlandi og Írlandi verði þess í stað hætt. Birtist í Fréttablaðinu Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33 Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja. Skuldir Teva hafa þyngst töluvert undanfarið og þurfti fyrirtækið til að mynda að segja upp 14 þúsund starfsmönnum nýlega. 28. desember 2017 09:30 Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Mikil óánægja er meðal starfsmanna lyfjafyrirtækjanna Actavis og Medis hér á landi sem hefur leitt til þess að margir hafa sagt eða íhuga að segja starfi sínu lausu. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við segja óvissu um framtíð fyrirtækjanna hér á landi, aukið vinnuálag og ákvörðun stjórnenda móðurfélagsins um að hætta við gjafir og viðburði tengda jólahátíðinni, hafa skapað slæman starfsanda. Alls starfa rúmlega 300 manns hjá Actavis og Medis hér á landi. Rekstur ísraelsks móðurfélags þeirra, samheitalyfjafyrirtækisins Teva Pharmaceutical Industries, sem keypti fyrirtækin tvö í ágúst 2016, er þungur um þessar mundir. Nýr forstjóri Teva, Kåre Schultz, tilkynnti fyrir tveimur vikum að til stæði að segja upp fjórðungi starfsmanna eða um fjórtan þúsund manns. Þá hefur Medis verið í söluferli síðan í ágúst. Starfsmönnum Actavis á Íslandi var sagt frá hagræðingaraðgerðum Teva í tölvupósti frá forstjóranum. Kvarta þeir í samtali við blaðið undan upplýsingagjöf stjórnenda og auknu vinnuálagi sem hafi meðal annars fylgt ákvörðun um að ekki yrði ráðið í stöður sem losna. Talsmaður Actavis og Medis segir í skriflegu svari að almenn starfsmannavelta hafi verið innan hefðbundinna marka síðastliðna mánuði. Ekki hafi verið ráðist í neinar uppsagnir starfsfólks.Starfsfólk Actavis og Medis fékk ekki jólagjafir frá fyrirtækinu eins og Vísir greindi frá í gær. Jólahlaðborð hafi þar að auki verið blásið af með um tveggja vikna fyrirvara. Heimildir blaðsins herma að skráningu á jólahlaðborðið hafi verið lokið þegar tölvupóstur barst um ákvörðun Teva. Hætt hafi verið við alla viðburði eða uppákomur og gjafir tengdar hátíðahöldunum. Sú ákvörðun er í takt við tilkynningu Teva um miðjan desember þar sem kom fram að engir bónusar yrðu greiddir út í desember né arðgreiðslur til hluthafa. Actavis lagði fyrr á þessu ári niður lyfjaframleiðslu sína hér á landi. Misstu þá rúmlega 250 manns vinnuna. Erfiðleikar Teva, sem skuldar um 30 milljarða Bandaríkjadala, hafa valdið miklum titringi í Ísrael enda eiga lífeyrissjóðir þar og almenningur allur mikið undir. Hafa stjórnvöld og íbúar gagnrýnt uppsagnir og lokun verksmiðja harðlega og farið fram á að starfsemi fyrirtækisins á Indlandi og Írlandi verði þess í stað hætt.
Birtist í Fréttablaðinu Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33 Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja. Skuldir Teva hafa þyngst töluvert undanfarið og þurfti fyrirtækið til að mynda að segja upp 14 þúsund starfsmönnum nýlega. 28. desember 2017 09:30 Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33
Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja. Skuldir Teva hafa þyngst töluvert undanfarið og þurfti fyrirtækið til að mynda að segja upp 14 þúsund starfsmönnum nýlega. 28. desember 2017 09:30