Sjö hinna slösuðu enn á spítala Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 29. desember 2017 14:32 Tólf voru fluttir alvarlega slasaðir með tveimur þyrlum til Reykjavíkur eftir slysið á miðvikudag. Vísir/Anton Brink Sjö farþegar sem voru í hópferðabifreið er hafnaði utan vegar eftir árekstur við fólksbíl í grennd við Kirkjubæjarklaustur í fyrradag eru enn á sjúkrahúsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Tólf voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar í kjölfar slyssins en einn farþegi var úrskurðaður látinn á slysstað. Í hópferðabifreiðinni voru 44 kínverskir ferðamenn auk bifreiðastjóra og leiðsögumanns. Í tilkynningu frá Landspítalanum segir að af þeim sjö sem enn dveljast á spítala séu fimm á almennum legudeildum en tveir á gjörgæsludeild. Stefán Hrafn Hagalín deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans staðfesti í samtali við Vísi að líðan sjúklinganna fimm sem ekki eru á gjörgæslu sé nokkuð góð og vonast er til þess að tveir þeirra verði útskrifaðir í dag. Rútubílstjórinn sem ók rútunni er meðal þeirra sem hafa verið útskrifaður af spítalanum. Rútan var á vegum Hópferðabíla Akureyrar. Stefán vildi ekki veita nánari upplýsingar um líðan þeirra tveggja sem enn eru á gjörgæslu en ákvörðun um að veita ekki slíkar upplýsingar var tekin á fundi í gær. Mikið álag var á sjúkrahúsinu á miðvikudaginn vegna slyssins en að sögn Ólafs Baldurssonar framkvæmdastjóra lækninga á Landspítalanum gekk samvinna þeirra sem komu að aðgerðunum vel. „Ljóst er að starfsfólk bráðamóttöku, gjörgæslu, skurðdeilda og skurðstofa Landspítala hefur enn einu sinni unnið þrekvirki sem við erum öll stolt af,“ segir Ólafur. Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Tengdar fréttir Slysið hefði getað orðið hvar sem er á landinu Fyrrverandi samgönguráðherra segir að rútuslysið á Suðurlandsvegi í gær hefði getað orðið hvar sem er á landinu. Ekki sé hægt að taka þennan tiltekna vegarkafla út fyrir sviga þegar talað er um umbætur í vegakerfinu. 28. desember 2017 12:15 Berjast fyrir lífi sínu eftir rútuslysið Einn lést og fjöldi er sár eftir að rúta endaði utan vegar skammt frá Kirkjubæjarklaustri. 28. desember 2017 11:15 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Búið að opna Suðurlandsveg á ný Lokað var fyrir umferð um þjóðveginn í dag vegna rútuslyss. 27. desember 2017 21:20 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sjö farþegar sem voru í hópferðabifreið er hafnaði utan vegar eftir árekstur við fólksbíl í grennd við Kirkjubæjarklaustur í fyrradag eru enn á sjúkrahúsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Tólf voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar í kjölfar slyssins en einn farþegi var úrskurðaður látinn á slysstað. Í hópferðabifreiðinni voru 44 kínverskir ferðamenn auk bifreiðastjóra og leiðsögumanns. Í tilkynningu frá Landspítalanum segir að af þeim sjö sem enn dveljast á spítala séu fimm á almennum legudeildum en tveir á gjörgæsludeild. Stefán Hrafn Hagalín deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans staðfesti í samtali við Vísi að líðan sjúklinganna fimm sem ekki eru á gjörgæslu sé nokkuð góð og vonast er til þess að tveir þeirra verði útskrifaðir í dag. Rútubílstjórinn sem ók rútunni er meðal þeirra sem hafa verið útskrifaður af spítalanum. Rútan var á vegum Hópferðabíla Akureyrar. Stefán vildi ekki veita nánari upplýsingar um líðan þeirra tveggja sem enn eru á gjörgæslu en ákvörðun um að veita ekki slíkar upplýsingar var tekin á fundi í gær. Mikið álag var á sjúkrahúsinu á miðvikudaginn vegna slyssins en að sögn Ólafs Baldurssonar framkvæmdastjóra lækninga á Landspítalanum gekk samvinna þeirra sem komu að aðgerðunum vel. „Ljóst er að starfsfólk bráðamóttöku, gjörgæslu, skurðdeilda og skurðstofa Landspítala hefur enn einu sinni unnið þrekvirki sem við erum öll stolt af,“ segir Ólafur.
Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Tengdar fréttir Slysið hefði getað orðið hvar sem er á landinu Fyrrverandi samgönguráðherra segir að rútuslysið á Suðurlandsvegi í gær hefði getað orðið hvar sem er á landinu. Ekki sé hægt að taka þennan tiltekna vegarkafla út fyrir sviga þegar talað er um umbætur í vegakerfinu. 28. desember 2017 12:15 Berjast fyrir lífi sínu eftir rútuslysið Einn lést og fjöldi er sár eftir að rúta endaði utan vegar skammt frá Kirkjubæjarklaustri. 28. desember 2017 11:15 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Búið að opna Suðurlandsveg á ný Lokað var fyrir umferð um þjóðveginn í dag vegna rútuslyss. 27. desember 2017 21:20 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Slysið hefði getað orðið hvar sem er á landinu Fyrrverandi samgönguráðherra segir að rútuslysið á Suðurlandsvegi í gær hefði getað orðið hvar sem er á landinu. Ekki sé hægt að taka þennan tiltekna vegarkafla út fyrir sviga þegar talað er um umbætur í vegakerfinu. 28. desember 2017 12:15
Berjast fyrir lífi sínu eftir rútuslysið Einn lést og fjöldi er sár eftir að rúta endaði utan vegar skammt frá Kirkjubæjarklaustri. 28. desember 2017 11:15
Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11
Búið að opna Suðurlandsveg á ný Lokað var fyrir umferð um þjóðveginn í dag vegna rútuslyss. 27. desember 2017 21:20