Handbolti

Loksins sigur hjá íslenska þjálfaranum í Erlangen

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Aðalsteinn getur verið sáttur með sína menn í dag.
Aðalsteinn getur verið sáttur með sína menn í dag. Vísir
Sex leikir fóru fram í þýsku bundesligunni í handbolta í dag. Þar af komu íslendingar við sögu í þremur leikjum.

Erlangen, sem er undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, vann góðan útisigur á Göppingen, 28-25. Var þetta fyrsti sigur Erlingen í deildinni síðan 9. september.

Eftir sigurinn er Erlangen, í fyrsta skipti á þessu tímabili, ekki í fallsæti. Sitja þeir í 15 sæti deildarinnar með 7 stig.

Topplið Rhein-Neckar Löwen, með þá Guðjón Val og Alexander Petterson innanborðs, vann þægilegan sigur á útivelli gegn Die Eulen Ludwigshafen, 26-18.

Íslendingarnir í liði Löwen áttu báðir ágætis leik og skoruðu 3 mörk hvor.

Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson skoraði einnig 3 mörk þegar að lið hans Fusche Berlin vann 32-29 sigur á Melsungen.

Eftir leiki dagsins er Rhein-Neckar Löwen sem fyrr segir á toppnum með 13 stig en Fusche Berlin fylgja fast á hæla þeirra með 12 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×