„Hver og einn þarf að hugleiða, hvernig hef ég tekið þátt?“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. desember 2017 19:30 Tugir þekktra kvenna víða úr samfélaginu komu saman í Borgarleikhúsinu í dag og lásu upp sögur sem sprottið hafa fram undir myllumerkinu MeToo. Sams konar viðburðir fóru fram bæði á Akureyri og á Seyðisfirði. Þátttakendur vona að átakið muni breyta orðræðu og viðhorfum til frambúðar. Þátttakendur í viðburði dagsins komu m.a. úr heimi sviðslista, stjórnmála, íþrótta, tónlistar, vísinda og úr réttarvörslukerfinu. Á sviði Borgarleikhússins skiptust þær á að lesa sögur sem sagðar hafa verið í lokuðum Fésbókarhópum undir myllumerkinu #MeToo og lýsa m.a. kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun. Þátttakendur voru sammála um að síðustu vikur hefðu verið erfiðar, en umræðan myndi vonandi breyta hlutum til hins betra.Eins og við höfum opnað sár„Það er eins og við höfum opnað sár sem við höfum allar og öll vitað af lengi. Við erum búin að opna sárið og okkur langar öllum rosalega að geta lokað því strax aftur. En eðli sársins er þannig að það má ekki loka því strax, vegna þess að erfiðustu sögurnar þurfa lengstan tíma til þess að þolendur þori að segja þær,“ segir leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir. Forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir var meðal þeirra sem stigu á stokk. Hún tekur í sama streng og Halldóra. „Kannski hefur þetta verið þannig að mörk kvenna hafa líka verið að breytast. Konur eru farnar að skilgreina sín eigin mörk miklu skýrar en áður og það er sérstakt fagnaðarefni. Ég held að við eigum að nýta þetta tækifæri til að breyta viðhorfunum varanlega,“ segir Katrín. Hún kveðst strax hafa skynjað viðhorfsbreytingar hjá mörgum, en þannig hafi einstaklingar m.a. haft samband við hana á síðustu dögum vegna orðræðu sem þeir hafa áður haft uppi, en sjá nú að var ekki við hæfi. „Það skiptir máli að hver og einn finni það að hann þarf ekki að sitja undir því sem hann eða hún þolir ekki. Það er mjög mikilvægt,“ segir Katrín. Halldóra segir umræðuna sérstaklega snerta konur sem hafi verið lengi í atvinnulífinu, enda í fyrsta sinn sem upp kemur vettvangur fyrir þessa umræðu. Hún segir mikilvægt að nú líti allir í eigin barm „Við ykkur strákana vil ég segja, hlustið. Ekki reyna að redda þessu eða loka sárinu. Hlustið bara og hver og einn þarf að hugleiða fyrir sig – hvernig hef ég tekið þátt?“Hægt er að horfa á viðburðinn í heild sinni hér að neðan: MeToo Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Líkur á salmónellu í buffalókjúklingalærum Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Sjá meira
Tugir þekktra kvenna víða úr samfélaginu komu saman í Borgarleikhúsinu í dag og lásu upp sögur sem sprottið hafa fram undir myllumerkinu MeToo. Sams konar viðburðir fóru fram bæði á Akureyri og á Seyðisfirði. Þátttakendur vona að átakið muni breyta orðræðu og viðhorfum til frambúðar. Þátttakendur í viðburði dagsins komu m.a. úr heimi sviðslista, stjórnmála, íþrótta, tónlistar, vísinda og úr réttarvörslukerfinu. Á sviði Borgarleikhússins skiptust þær á að lesa sögur sem sagðar hafa verið í lokuðum Fésbókarhópum undir myllumerkinu #MeToo og lýsa m.a. kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun. Þátttakendur voru sammála um að síðustu vikur hefðu verið erfiðar, en umræðan myndi vonandi breyta hlutum til hins betra.Eins og við höfum opnað sár„Það er eins og við höfum opnað sár sem við höfum allar og öll vitað af lengi. Við erum búin að opna sárið og okkur langar öllum rosalega að geta lokað því strax aftur. En eðli sársins er þannig að það má ekki loka því strax, vegna þess að erfiðustu sögurnar þurfa lengstan tíma til þess að þolendur þori að segja þær,“ segir leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir. Forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir var meðal þeirra sem stigu á stokk. Hún tekur í sama streng og Halldóra. „Kannski hefur þetta verið þannig að mörk kvenna hafa líka verið að breytast. Konur eru farnar að skilgreina sín eigin mörk miklu skýrar en áður og það er sérstakt fagnaðarefni. Ég held að við eigum að nýta þetta tækifæri til að breyta viðhorfunum varanlega,“ segir Katrín. Hún kveðst strax hafa skynjað viðhorfsbreytingar hjá mörgum, en þannig hafi einstaklingar m.a. haft samband við hana á síðustu dögum vegna orðræðu sem þeir hafa áður haft uppi, en sjá nú að var ekki við hæfi. „Það skiptir máli að hver og einn finni það að hann þarf ekki að sitja undir því sem hann eða hún þolir ekki. Það er mjög mikilvægt,“ segir Katrín. Halldóra segir umræðuna sérstaklega snerta konur sem hafi verið lengi í atvinnulífinu, enda í fyrsta sinn sem upp kemur vettvangur fyrir þessa umræðu. Hún segir mikilvægt að nú líti allir í eigin barm „Við ykkur strákana vil ég segja, hlustið. Ekki reyna að redda þessu eða loka sárinu. Hlustið bara og hver og einn þarf að hugleiða fyrir sig – hvernig hef ég tekið þátt?“Hægt er að horfa á viðburðinn í heild sinni hér að neðan:
MeToo Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Líkur á salmónellu í buffalókjúklingalærum Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Sjá meira