Misbauð meðferð á geitum á Hlemmi Þórarinn Þórarinsson skrifar 11. desember 2017 06:00 Heitar tilfinningar blossuðu upp hjá grænmetisætum vegna sýningar á tveimur geitum við Hlemm. vísir/ernir „Ég var á Hlemmi að taka strætó þegar ég sá geiturnar tvær fyrir utan Mathöllina. Mér var mjög misboðið að sjá dýrin svona í umhverfi sem er þeim alls ekki náttúrulegt,“ segir Helga Marín Jónatansdóttir grænmetisæta. „Ég tók mynd af geitunum og hringdi í lögregluna sem vísaði mér áfram á Matvælastofnun og ég ætla að tilkynna þessa meðferð á dýrunum þangað.“ Geiturnar tvær voru til sýnis við Mathöllina á miðvikudaginn á svokölluðum „Geitardegi“ sem var liður í sýningu útskriftarnema í meistaranámi í hönnun við Listaháskóla Íslands. Þá voru geitaréttir á boðstólum á þremur veitingastöðum í höllinni.“Það var fólk að klappa geitum fyrir utan og borða þær inni.” Helga Marín Jónatansdóttir grænmetisæta.„Það var fólk að klappa geitum fyrir utan og borða þær inni,“ segir Helga Marín og sættir sig illa við þessa þversögn. „Þarna var alls konar lið að atast í þeim og hlæja. Þetta er vanvirðing við dýrin sem komið er fram við eins og hluti. Ég held að þeim hafi ekki liðið vel. Þetta er ekki þeirra umhverfi og hávaðinn og áreitið á Hlemmi er mikið.“ Helga Marín birti myndina á Facebook-síðu vegan fólks á Íslandi. Óhætt er að segja að í athugasemdum þar hafi heitar tilfinningar blossað upp og meðal annars talað um „algera aftengingu“, „dýravaldníðslu“ og „ömurlegan viðbjóð“. Á heimasíðu Matvælastofnunar segir að hverjum þeim sem verði var við illa meðferð á dýrum beri að tilkynna slíkt til MAST eða lögreglu. Á Facebook-síðunni ber þó ekki öllum saman um að illa hafi farið um skepnurnar á Hlemmi: „Þær voru þarna í tvo tíma, ég sá þær nokkrum sinnum og þær voru bara í góðu lagi elsku fólk,“ segir í einni athugasemdinni. Samkvæmt reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár ber að tilkynna fyrirhugaða notkun á dýrunum á viðburðum sem þessum til MAST með tíu daga fyrirvara. Óheimilt er að nota dýrin í umhverfi sem er þeim ekki eðlilegt fyrr en að lokinni úttekt MAST. Konráð Konráðsson, héraðsdýralæknir suðvesturumdæmis, kannast ekki við að slíkt erindi hafi borist vegna „Geitardagsins“ og algengt að fólk sé ekki meðvitað um lög og reglugerðir um meðferð dýra og geri því ýmislegt í trássi við allt slíkt. Helga Marín telur einnig að vanþekking ráði oft för. „Fyrir okkur er þetta mikið tilfinningamál og hrikalegt að dýr séu notuð sem sýningargripir. Og það er svo sem skiljanlegt þar sem það er ekki mikið talað um þetta.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
„Ég var á Hlemmi að taka strætó þegar ég sá geiturnar tvær fyrir utan Mathöllina. Mér var mjög misboðið að sjá dýrin svona í umhverfi sem er þeim alls ekki náttúrulegt,“ segir Helga Marín Jónatansdóttir grænmetisæta. „Ég tók mynd af geitunum og hringdi í lögregluna sem vísaði mér áfram á Matvælastofnun og ég ætla að tilkynna þessa meðferð á dýrunum þangað.“ Geiturnar tvær voru til sýnis við Mathöllina á miðvikudaginn á svokölluðum „Geitardegi“ sem var liður í sýningu útskriftarnema í meistaranámi í hönnun við Listaháskóla Íslands. Þá voru geitaréttir á boðstólum á þremur veitingastöðum í höllinni.“Það var fólk að klappa geitum fyrir utan og borða þær inni.” Helga Marín Jónatansdóttir grænmetisæta.„Það var fólk að klappa geitum fyrir utan og borða þær inni,“ segir Helga Marín og sættir sig illa við þessa þversögn. „Þarna var alls konar lið að atast í þeim og hlæja. Þetta er vanvirðing við dýrin sem komið er fram við eins og hluti. Ég held að þeim hafi ekki liðið vel. Þetta er ekki þeirra umhverfi og hávaðinn og áreitið á Hlemmi er mikið.“ Helga Marín birti myndina á Facebook-síðu vegan fólks á Íslandi. Óhætt er að segja að í athugasemdum þar hafi heitar tilfinningar blossað upp og meðal annars talað um „algera aftengingu“, „dýravaldníðslu“ og „ömurlegan viðbjóð“. Á heimasíðu Matvælastofnunar segir að hverjum þeim sem verði var við illa meðferð á dýrum beri að tilkynna slíkt til MAST eða lögreglu. Á Facebook-síðunni ber þó ekki öllum saman um að illa hafi farið um skepnurnar á Hlemmi: „Þær voru þarna í tvo tíma, ég sá þær nokkrum sinnum og þær voru bara í góðu lagi elsku fólk,“ segir í einni athugasemdinni. Samkvæmt reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár ber að tilkynna fyrirhugaða notkun á dýrunum á viðburðum sem þessum til MAST með tíu daga fyrirvara. Óheimilt er að nota dýrin í umhverfi sem er þeim ekki eðlilegt fyrr en að lokinni úttekt MAST. Konráð Konráðsson, héraðsdýralæknir suðvesturumdæmis, kannast ekki við að slíkt erindi hafi borist vegna „Geitardagsins“ og algengt að fólk sé ekki meðvitað um lög og reglugerðir um meðferð dýra og geri því ýmislegt í trássi við allt slíkt. Helga Marín telur einnig að vanþekking ráði oft för. „Fyrir okkur er þetta mikið tilfinningamál og hrikalegt að dýr séu notuð sem sýningargripir. Og það er svo sem skiljanlegt þar sem það er ekki mikið talað um þetta.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira