Chelsea mætir Barcelona og PSG fékk Evrópumeistarana Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. desember 2017 11:30 Hvaða lið vinnur bikarinn með stóru eyrun? vísir/getty Dregið var til 16-liða úrslita í Meistaradeild Evrópu í Sviss í dag. Tveir stórleikir komu upp úr pottinum, viðureign Chelsea og Barcelona og svo Evrópumeistara Real Madrid og PSG. Tottenham á erfitt verkefni fyrir höndum, en liðið mætir Juventus. Ítölsku meistararnir fóru alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. Liðin hafa aldrei mæst áður í Evrópukeppni, en mættust í vináttuleik fyrir tímabilið á Wembley þar sem Tottenham vann 2-0. Pep Guardiola og hans menn voru nokkuð heppnir með drátt, en þeir lentu gegn svissneska liðinu Basel. Liðin hafa aldrei mæst áður, en Basel þekkir það þó vel að koma til Manchester. Svisslendingarnir hafa mætt grönnunum í United nokkuð oft á síðustu árum og náð að stríða enska liðinu. United fékk ferð til Spánar upp úr pottinum, en Jose Mourinho fer með sína menn til Sevilla. Spænska liðið er í fimmta sæti La Liga deildarinnar, en þessi lið hafa ekki mæst áður. Portúgalska liðið Porto dróst gegn Liverpool. Liðin hafa mæst fjórum sinnum áður, og aldrei hefur Porto náð að sigra. Liverpool vann tvo leikjanna á meðan tveir enduðu í jafntefli.16-liða úrslitin: Juventus - Tottenham Basel - Manchester City Porto - Liverpool Sevilla - Manchester United Real Madrid - PSG Shakhtar Donetsk - Roma Chelsea - Barcelona Bayern Munich - Besiktas Beina textalýsingu frá drættinum má sjá hér að neðan.
Dregið var til 16-liða úrslita í Meistaradeild Evrópu í Sviss í dag. Tveir stórleikir komu upp úr pottinum, viðureign Chelsea og Barcelona og svo Evrópumeistara Real Madrid og PSG. Tottenham á erfitt verkefni fyrir höndum, en liðið mætir Juventus. Ítölsku meistararnir fóru alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. Liðin hafa aldrei mæst áður í Evrópukeppni, en mættust í vináttuleik fyrir tímabilið á Wembley þar sem Tottenham vann 2-0. Pep Guardiola og hans menn voru nokkuð heppnir með drátt, en þeir lentu gegn svissneska liðinu Basel. Liðin hafa aldrei mæst áður, en Basel þekkir það þó vel að koma til Manchester. Svisslendingarnir hafa mætt grönnunum í United nokkuð oft á síðustu árum og náð að stríða enska liðinu. United fékk ferð til Spánar upp úr pottinum, en Jose Mourinho fer með sína menn til Sevilla. Spænska liðið er í fimmta sæti La Liga deildarinnar, en þessi lið hafa ekki mæst áður. Portúgalska liðið Porto dróst gegn Liverpool. Liðin hafa mæst fjórum sinnum áður, og aldrei hefur Porto náð að sigra. Liverpool vann tvo leikjanna á meðan tveir enduðu í jafntefli.16-liða úrslitin: Juventus - Tottenham Basel - Manchester City Porto - Liverpool Sevilla - Manchester United Real Madrid - PSG Shakhtar Donetsk - Roma Chelsea - Barcelona Bayern Munich - Besiktas Beina textalýsingu frá drættinum má sjá hér að neðan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Sjá meira