Íslendingar í öðru sæti í klámneyslu Stígamót 12. desember 2017 08:00 Á Stígamótum verðum við í auknum mæli vör við afleiðingar klámvæðingar. Til okkar leitar fleira fólk en áður vegna hópnauðgana auk þess sem við fáum æ fleira fólk til okkar vegna nauðgana í endaþarm. Þetta rekjum við beint til áhrifa kláms. Jafnframt leita einstaklingar til Stígamóta vegna klámnotkunar maka. Í áranna rás hefur klám breyst mikið. Það verður sífellt grófara og ofbeldisfyllra. Meðallíftími klámleikkonu í starfi er um 6 mánuðir þar sem klám gengur alltaf lengra og reynir á öll þolmörk líkama kvenna(1.) Á sama tíma hefur aldrei verið auðveldara að nálgast klám. Í ársyfirliti klámveitunnar PornHub kemur fram að Íslendingar eru í öðru sæti yfir klámneyslu sé miðað við höfðatölu. Í íslenskri rannsókn frá árinu 2016 kemur fram að tæplega helmingur stráka í 8.-10. bekk horfir á klám í hverri viku. Um 80% bekkjarsystra þeirra svara því til að þær horfi næstum aldrei á klám. Þegar strákar eru komnir í framhaldsskóla horfa 65% þeirra á klám einu sinni í viku eða oftar á meðan 70% stelpna á sama aldri horfa næstum aldrei á klám. Klámneysla er því augljóslega mjög kynjuð en á Stígamótum finnum við þó fyrir því að jafnvel þó stúlkurnar séu ekki að horfa á klám þá finni þær fyrir verulegri pressu í kynlífi að taka þátt í athöfnum sem koma beint úr kláminu. Margir strákar virðast halda að það sem birtist í klámi sé lýsandi fyrir hvernig kynlíf eigi að fara fram – og beita þeir því oft sama ofbeldi gagnvart rekkjunautum sínum og sýnt er í kláminu. Það er bráðnauðsynlegt að bregðast við þessum veruleika og bjóða ungu fólki aðra og betri sýn á hvað felist í kynlífi. Þetta þarf að gerast í gegnum skólakerfið, á heimilum og í almennri samfélagsumræðu. Kynlíf á að byggjast á gagnkvæmri virðingu þar sem þátttakendur virða bæði sín eigin mörk og annarra. [1] Heimild: Gail Dines 2011. Pornland. How Porn Has Hijiked our Sexuality. Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Sjá meira
Á Stígamótum verðum við í auknum mæli vör við afleiðingar klámvæðingar. Til okkar leitar fleira fólk en áður vegna hópnauðgana auk þess sem við fáum æ fleira fólk til okkar vegna nauðgana í endaþarm. Þetta rekjum við beint til áhrifa kláms. Jafnframt leita einstaklingar til Stígamóta vegna klámnotkunar maka. Í áranna rás hefur klám breyst mikið. Það verður sífellt grófara og ofbeldisfyllra. Meðallíftími klámleikkonu í starfi er um 6 mánuðir þar sem klám gengur alltaf lengra og reynir á öll þolmörk líkama kvenna(1.) Á sama tíma hefur aldrei verið auðveldara að nálgast klám. Í ársyfirliti klámveitunnar PornHub kemur fram að Íslendingar eru í öðru sæti yfir klámneyslu sé miðað við höfðatölu. Í íslenskri rannsókn frá árinu 2016 kemur fram að tæplega helmingur stráka í 8.-10. bekk horfir á klám í hverri viku. Um 80% bekkjarsystra þeirra svara því til að þær horfi næstum aldrei á klám. Þegar strákar eru komnir í framhaldsskóla horfa 65% þeirra á klám einu sinni í viku eða oftar á meðan 70% stelpna á sama aldri horfa næstum aldrei á klám. Klámneysla er því augljóslega mjög kynjuð en á Stígamótum finnum við þó fyrir því að jafnvel þó stúlkurnar séu ekki að horfa á klám þá finni þær fyrir verulegri pressu í kynlífi að taka þátt í athöfnum sem koma beint úr kláminu. Margir strákar virðast halda að það sem birtist í klámi sé lýsandi fyrir hvernig kynlíf eigi að fara fram – og beita þeir því oft sama ofbeldi gagnvart rekkjunautum sínum og sýnt er í kláminu. Það er bráðnauðsynlegt að bregðast við þessum veruleika og bjóða ungu fólki aðra og betri sýn á hvað felist í kynlífi. Þetta þarf að gerast í gegnum skólakerfið, á heimilum og í almennri samfélagsumræðu. Kynlíf á að byggjast á gagnkvæmri virðingu þar sem þátttakendur virða bæði sín eigin mörk og annarra. [1] Heimild: Gail Dines 2011. Pornland. How Porn Has Hijiked our Sexuality.
Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp