Ný stikla úr teiknimyndinni Lói – þú flýgur aldrei einn Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2017 17:18 Plakat myndarinnar. Hún verður frumsýnd í byrjun febrúar. Vísir frumsýnir hér nýja stiklu úr íslensku teiknimyndinni Lói - þú flýgur aldrei einn. „Það er farið að styttast verulega í frumsýningu á þessu risavaxna verkefni sem hafin var vinna við fyrir að verða fimm árum síðan. Eftir langan og strangan þróunar- og fjármögnunarferil hófst framleiðsla myndarinnar á fullu fyrir um tveim árum hér á Íslandi og í Belgíu. Að baki eru um 140 mannár og nú sjáum við til lands í þessu risavaxna verkefni og hlökkum til frumsýningar í byrjun febrúar.“ segir Hilmar Sigurðsson, framleiðandi teiknimyndarinnar. Myndin fjallar um lóuungann Lóa, sem er ófleygur að hausti þegar farfuglarnir halda suður á bóginn. Lói þarf að lifa af harðan vetur, grimma óvinu og takast á við sjálfan sig til að sameinast ástinni sinni að vori.Hér fyrir neðan má sjá stikluna.Kvikmyndin hefur verið seld til sýninga í kvikmyndahúsum í yfir 60 landa á heimsvísu, en ARRI Media selur. Myndin er framleidd af GunHil en aðstandendur þess fyrirtækis voru framleiðandi og leikstjóri á Hetjur Valhallar - Þór, fyrstu íslensku teiknimyndarinnar í fullri lengd og er mest sótta íslenska kvikmyndin utan landsteinanna. Framleiðslukostnaður Lóa – þú flýgur aldrei einn er um einn milljarður króna og hún er unnin í samframleiðslu með belgíska teiknimyndafyrirtækinu Cyborn. Sena dreifir myndinni á Íslandi.Vandað til verka Leikstjóri myndarinnar er Árni Ólafur Ásgeirsson, söguna skrifaði Friðrik Erlingsson og Gunnar Karlsson er aðstoðarleikstjóri og hönnuður útlits. Matthías Matthíasson og Rakel Björgvinsdóttir hrepptu hlutverk Lóa og Lóu eftir umfangsmikla hlutverkaleit þar sem nær 200 ungmenni komu í prufutökur. Meðal annarra leikara í íslensku útgáfunni eru Ólafur Darri Ólafson, Arnar Jónsson, Þórunn Erna Clausen og Hilmar Snær Guðnason. Tónlistin er í höndum Atla Örvarssonar og er umfangsmesta tónlistarverkefni sem ráðist hefur verið í fyrir kvikmynd hér á landi. Margir ólíkir listamenn standa á bak við teiknimyndina og vandað er til verka því er óhætt að segja að tilhlökkunin fyrir því að myndin líti dagsins ljós sé mikil, en hún hefur verið í vinnslu í hart nær 5 ár. Menning Tengdar fréttir Lói bíður eftir að fá undanþágu frá höftum Hilmar Sigurðsson kvikmyndagerðarmaður hefur beðið í þrjá mánuði eftir undanþágu frá höftum. Stefnir á að frumsýna myndina í árslok 2017. 30. september 2015 11:15 Með ýmislegt á prjónunum Atli Örvarsson tónskáld hefur samið tónlist fyrir ótalmargar kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Nú síðast sá hann um tónlistina fyrir kvikmyndina The Hitman's Bodyguard, eina sá vinsælustu í dag. 25. ágúst 2017 11:15 Ein dýrasta mynd sem gerð hefur verið á Íslandi Hilmar Sigurðsson og Gunnar Karlsson, frumkvöðlar í tölvuteiknimyndagerð á Íslandi, framleiða teiknimyndina Lói – þú flýgur aldrei einn. Hugmyndin að handritinu kviknaði þegar Friðrik Erlingsson handritshöfundur bjó á Eyrarbakka og rölti um í fjörunni, en þetta mun vera ein dýrasta mynd sem gerð hefur verið á Íslandi til þessa. 24. júní 2016 10:30 Leita að krökkum í talsetningu á Lói - Þú flýgur aldrei einn Teiknimyndin Lói - Þú flýgur aldrei einn, kemur út snemma á næsta ári og er leit hafin af krökkum til þess að talsetja aðalpersónurnar í myndinni. 19. október 2017 11:30 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Vísir frumsýnir hér nýja stiklu úr íslensku teiknimyndinni Lói - þú flýgur aldrei einn. „Það er farið að styttast verulega í frumsýningu á þessu risavaxna verkefni sem hafin var vinna við fyrir að verða fimm árum síðan. Eftir langan og strangan þróunar- og fjármögnunarferil hófst framleiðsla myndarinnar á fullu fyrir um tveim árum hér á Íslandi og í Belgíu. Að baki eru um 140 mannár og nú sjáum við til lands í þessu risavaxna verkefni og hlökkum til frumsýningar í byrjun febrúar.“ segir Hilmar Sigurðsson, framleiðandi teiknimyndarinnar. Myndin fjallar um lóuungann Lóa, sem er ófleygur að hausti þegar farfuglarnir halda suður á bóginn. Lói þarf að lifa af harðan vetur, grimma óvinu og takast á við sjálfan sig til að sameinast ástinni sinni að vori.Hér fyrir neðan má sjá stikluna.Kvikmyndin hefur verið seld til sýninga í kvikmyndahúsum í yfir 60 landa á heimsvísu, en ARRI Media selur. Myndin er framleidd af GunHil en aðstandendur þess fyrirtækis voru framleiðandi og leikstjóri á Hetjur Valhallar - Þór, fyrstu íslensku teiknimyndarinnar í fullri lengd og er mest sótta íslenska kvikmyndin utan landsteinanna. Framleiðslukostnaður Lóa – þú flýgur aldrei einn er um einn milljarður króna og hún er unnin í samframleiðslu með belgíska teiknimyndafyrirtækinu Cyborn. Sena dreifir myndinni á Íslandi.Vandað til verka Leikstjóri myndarinnar er Árni Ólafur Ásgeirsson, söguna skrifaði Friðrik Erlingsson og Gunnar Karlsson er aðstoðarleikstjóri og hönnuður útlits. Matthías Matthíasson og Rakel Björgvinsdóttir hrepptu hlutverk Lóa og Lóu eftir umfangsmikla hlutverkaleit þar sem nær 200 ungmenni komu í prufutökur. Meðal annarra leikara í íslensku útgáfunni eru Ólafur Darri Ólafson, Arnar Jónsson, Þórunn Erna Clausen og Hilmar Snær Guðnason. Tónlistin er í höndum Atla Örvarssonar og er umfangsmesta tónlistarverkefni sem ráðist hefur verið í fyrir kvikmynd hér á landi. Margir ólíkir listamenn standa á bak við teiknimyndina og vandað er til verka því er óhætt að segja að tilhlökkunin fyrir því að myndin líti dagsins ljós sé mikil, en hún hefur verið í vinnslu í hart nær 5 ár.
Menning Tengdar fréttir Lói bíður eftir að fá undanþágu frá höftum Hilmar Sigurðsson kvikmyndagerðarmaður hefur beðið í þrjá mánuði eftir undanþágu frá höftum. Stefnir á að frumsýna myndina í árslok 2017. 30. september 2015 11:15 Með ýmislegt á prjónunum Atli Örvarsson tónskáld hefur samið tónlist fyrir ótalmargar kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Nú síðast sá hann um tónlistina fyrir kvikmyndina The Hitman's Bodyguard, eina sá vinsælustu í dag. 25. ágúst 2017 11:15 Ein dýrasta mynd sem gerð hefur verið á Íslandi Hilmar Sigurðsson og Gunnar Karlsson, frumkvöðlar í tölvuteiknimyndagerð á Íslandi, framleiða teiknimyndina Lói – þú flýgur aldrei einn. Hugmyndin að handritinu kviknaði þegar Friðrik Erlingsson handritshöfundur bjó á Eyrarbakka og rölti um í fjörunni, en þetta mun vera ein dýrasta mynd sem gerð hefur verið á Íslandi til þessa. 24. júní 2016 10:30 Leita að krökkum í talsetningu á Lói - Þú flýgur aldrei einn Teiknimyndin Lói - Þú flýgur aldrei einn, kemur út snemma á næsta ári og er leit hafin af krökkum til þess að talsetja aðalpersónurnar í myndinni. 19. október 2017 11:30 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Lói bíður eftir að fá undanþágu frá höftum Hilmar Sigurðsson kvikmyndagerðarmaður hefur beðið í þrjá mánuði eftir undanþágu frá höftum. Stefnir á að frumsýna myndina í árslok 2017. 30. september 2015 11:15
Með ýmislegt á prjónunum Atli Örvarsson tónskáld hefur samið tónlist fyrir ótalmargar kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Nú síðast sá hann um tónlistina fyrir kvikmyndina The Hitman's Bodyguard, eina sá vinsælustu í dag. 25. ágúst 2017 11:15
Ein dýrasta mynd sem gerð hefur verið á Íslandi Hilmar Sigurðsson og Gunnar Karlsson, frumkvöðlar í tölvuteiknimyndagerð á Íslandi, framleiða teiknimyndina Lói – þú flýgur aldrei einn. Hugmyndin að handritinu kviknaði þegar Friðrik Erlingsson handritshöfundur bjó á Eyrarbakka og rölti um í fjörunni, en þetta mun vera ein dýrasta mynd sem gerð hefur verið á Íslandi til þessa. 24. júní 2016 10:30
Leita að krökkum í talsetningu á Lói - Þú flýgur aldrei einn Teiknimyndin Lói - Þú flýgur aldrei einn, kemur út snemma á næsta ári og er leit hafin af krökkum til þess að talsetja aðalpersónurnar í myndinni. 19. október 2017 11:30