Óþefur frá moltugerði að angra Hafnfirðinga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. desember 2017 06:00 Moltugerði Gámaþjónustunnar er vestan við Stórhöfða, rúma tvo kílómetra suður af Vallahverfi þaðan sem kvartanir berast. Vísir/Eyþór „Hrikaleg pest liggur yfir hverfinu. Er allt að drepa. Starfsmaður á plani flúði inn og allir gluggar lokaðir,“ segir í tölvupósti til heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis þar sem kvartað er undan ólykt frá moltugerði Gámaþjónustunnar. Gunnar Bragason, framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar, segir fyrirtækið vinna að lausn málsins. „Við erum að vinna að því á fullu að bæta okkar ferli þannig að þetta verði ekki til vandræða,“ segir Gunnar. Margt sé hægt að gera og málið sé til skoðunar hjá sérfræðingum. Samkvæmt yfirliti frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur lengi verið kvartað undan megnum óþef sem stundum berst frá moltugerðinu sem er nærri Krísuvíkurvegi, rúma tvo kílómetra frá íbúðabyggðinni í Vallahverfi. Í mars á þessu ári barst til dæmis tölvupóstur frá verktaka á svæðinu. Sagðist sá einnig hafa kvartað á árinu 2016. „Einn starfsmaðurinn er með öndunarsjúkdóma og hann varð veikur,“ lýsti verktakinn og krafðist úrbóta. „Undanfarið hefur mikið borið á vondri lykt, ýldulykt eða sorplykt, veit ekki hvað skal kalla hana,“ sagði í öðru kvörtunarbréfi síðar í mars. „Fólk er að njóta blíðunnar og ákveður að fá sér göngutúr og ferskt loft en það er alls ekki hægt." Í byrjun apríl þótti sannað að vonda lyktin kæmi frá moltugerðinu og var úrbóta krafist. „Áhaldahúsið fékk kvartanir í morgun undan skelfilegri ólykt,“ segir í bréfi frá 1. nóvember síðastliðnum. Sterk pest hafi komið yfir lóð áhaldahússins sjálfs. „Algjör skítapest í hverfinu,“ segir í kvartanaskrá heilbrigðiseftirlitsins 11. nóvember. Er þá rætt við starfsmann Gámaþjónustunnar sem kveðst vita að lyktin komi frá moltugerðinu. Starfsmenn hafi byrjað að snúa úrganginum í gerðinu þar sem spáð var hagstæðri vindátt en spáin hafi ekki ræst. „Þetta er ekki það sem við viljum, það er að lykt berist í íbúabyggð,“ segir síðar í tölvupósti frá starfsmanninum. „Þetta eru að mestu leyti ávextir, grænmeti og eldaður úrgangur,“ segir Gunnar Bragason um moltugerðarefnin. Markmiðið sé að minnka lyktina og það sé hægt, meðal annars með því að tæta efnin betur niður í forvinnslu. Hann sé bjartsýnn á að allir geti verið sáttir enda þurfi svo að vera. „Við höfum engan áhuga á að vera með starfsemi sem veldur íbúum á Völlunum óþægindum.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira
„Hrikaleg pest liggur yfir hverfinu. Er allt að drepa. Starfsmaður á plani flúði inn og allir gluggar lokaðir,“ segir í tölvupósti til heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis þar sem kvartað er undan ólykt frá moltugerði Gámaþjónustunnar. Gunnar Bragason, framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar, segir fyrirtækið vinna að lausn málsins. „Við erum að vinna að því á fullu að bæta okkar ferli þannig að þetta verði ekki til vandræða,“ segir Gunnar. Margt sé hægt að gera og málið sé til skoðunar hjá sérfræðingum. Samkvæmt yfirliti frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur lengi verið kvartað undan megnum óþef sem stundum berst frá moltugerðinu sem er nærri Krísuvíkurvegi, rúma tvo kílómetra frá íbúðabyggðinni í Vallahverfi. Í mars á þessu ári barst til dæmis tölvupóstur frá verktaka á svæðinu. Sagðist sá einnig hafa kvartað á árinu 2016. „Einn starfsmaðurinn er með öndunarsjúkdóma og hann varð veikur,“ lýsti verktakinn og krafðist úrbóta. „Undanfarið hefur mikið borið á vondri lykt, ýldulykt eða sorplykt, veit ekki hvað skal kalla hana,“ sagði í öðru kvörtunarbréfi síðar í mars. „Fólk er að njóta blíðunnar og ákveður að fá sér göngutúr og ferskt loft en það er alls ekki hægt." Í byrjun apríl þótti sannað að vonda lyktin kæmi frá moltugerðinu og var úrbóta krafist. „Áhaldahúsið fékk kvartanir í morgun undan skelfilegri ólykt,“ segir í bréfi frá 1. nóvember síðastliðnum. Sterk pest hafi komið yfir lóð áhaldahússins sjálfs. „Algjör skítapest í hverfinu,“ segir í kvartanaskrá heilbrigðiseftirlitsins 11. nóvember. Er þá rætt við starfsmann Gámaþjónustunnar sem kveðst vita að lyktin komi frá moltugerðinu. Starfsmenn hafi byrjað að snúa úrganginum í gerðinu þar sem spáð var hagstæðri vindátt en spáin hafi ekki ræst. „Þetta er ekki það sem við viljum, það er að lykt berist í íbúabyggð,“ segir síðar í tölvupósti frá starfsmanninum. „Þetta eru að mestu leyti ávextir, grænmeti og eldaður úrgangur,“ segir Gunnar Bragason um moltugerðarefnin. Markmiðið sé að minnka lyktina og það sé hægt, meðal annars með því að tæta efnin betur niður í forvinnslu. Hann sé bjartsýnn á að allir geti verið sáttir enda þurfi svo að vera. „Við höfum engan áhuga á að vera með starfsemi sem veldur íbúum á Völlunum óþægindum.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira