Alfreð: Má ekki gleyma hversu gott maður hefur það Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. desember 2017 15:00 Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason segist vita af áhuga nokkurra stærri liða, en hann sé ekkert að hugsa sér til hreyfings frá Augsburg. Hann var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í gær. „Að sjálfsögðu finn ég fyrir áhuga. Sérstaklega í byrjun [tímabilsins], það byrjaði mjög vel hjá mér, og hjá liðinu. Það var athygli á liðinu líka, við vorum hjá 9 af hverjum 10 sérfræðingum liðið sem mundi lenda í neðsta sæti og pottþétt falla,“ sagði Alfreð. „Auðvitað er það þannig að ef maður er að skora mörk fær maður athygli frá fjölmiðlum og ég er bara mjög sáttur með hvernig þetta tímabil er búið að þróast.“ Augsburg er í sjöunda sæti þýsku Bundesligunnar, hefði komist upp í fjórða sæti um helgina hefði Hertha Berlin ekki náð að jafna í uppbótartíma og stela tveimur stigum af liðinu. Alfreð segir liðið spila skemmtilegan bolta þar sem skapast mikið af færum og hann njóti þess að spila með liðinu. „Ég kom til Augsburg til að fá stöðugleika í minn feril. Var búinn að vera stutt hjá Sociedad, eitt ár, og hálft ár á láni hjá Olympiacos, svo mig langaði að koma hingað og eiga allavega eitt-tvö mjög stöðug tímabil og sanna mig í topp 4 deild í Evrópu.“ „Ég er búinn að upplifa það svo oft að vera að skipta um félag að ég er ekki einu sinni að pæla í því. Ég nýt mín mjög vel hérna, er með mjög góða stöðu hjá klúbbnum, spila alla leiki og er vara fyrirliði í ár. Maður má ekki gleyma því hversu gott maður hefur það, það er alltaf áhætta í því að skipta um félag og ég get ekki sagt ég sé að hugsa um það akkúrat núna,“ sagði landsliðsmaðurinn. Hjörtur gat ekki sleppt honum úr símanum án þess að spurja út í Heimsmeistaramótið næsta sumar. „Riðillinn hefði vissulega getað verið betri. Fengum eitt af sterkari liðunum úr potti eitt og helvítis Króatana, við erum nú búnir að tala nóg um þá. Þeir voru svona einn af þessum mótherjum sem maður vildi ekki lenda á móti. Þeir eru góðir og erfiðir viðureignar og við vitum hvernig Balkaninn fer allar leiðir til að tryggja sér sigur.“ „Nígeríu veit ég eiginlega ekkert um. Ég gef mér það að þeir séu mjög íþróttamannlega vaxnir og sterkir og stórir.“ „Þetta verður svipað og að mæta Portúgal og Ronaldo. Öll pressan er á þeim, ég þekki einn leikmann sem spilar með argentínska landsliðinu og hann var að lýsa því fyrir mér hvernig það er þegar þeir eru að spila, það er ótrúleg pressa á þessu liði. Leikmenn njóta þess ekki að spila fyrir landsliðið,“ sagði Alfreð Finnbogason. HM 2018 í Rússlandi Þýski boltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason segist vita af áhuga nokkurra stærri liða, en hann sé ekkert að hugsa sér til hreyfings frá Augsburg. Hann var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í gær. „Að sjálfsögðu finn ég fyrir áhuga. Sérstaklega í byrjun [tímabilsins], það byrjaði mjög vel hjá mér, og hjá liðinu. Það var athygli á liðinu líka, við vorum hjá 9 af hverjum 10 sérfræðingum liðið sem mundi lenda í neðsta sæti og pottþétt falla,“ sagði Alfreð. „Auðvitað er það þannig að ef maður er að skora mörk fær maður athygli frá fjölmiðlum og ég er bara mjög sáttur með hvernig þetta tímabil er búið að þróast.“ Augsburg er í sjöunda sæti þýsku Bundesligunnar, hefði komist upp í fjórða sæti um helgina hefði Hertha Berlin ekki náð að jafna í uppbótartíma og stela tveimur stigum af liðinu. Alfreð segir liðið spila skemmtilegan bolta þar sem skapast mikið af færum og hann njóti þess að spila með liðinu. „Ég kom til Augsburg til að fá stöðugleika í minn feril. Var búinn að vera stutt hjá Sociedad, eitt ár, og hálft ár á láni hjá Olympiacos, svo mig langaði að koma hingað og eiga allavega eitt-tvö mjög stöðug tímabil og sanna mig í topp 4 deild í Evrópu.“ „Ég er búinn að upplifa það svo oft að vera að skipta um félag að ég er ekki einu sinni að pæla í því. Ég nýt mín mjög vel hérna, er með mjög góða stöðu hjá klúbbnum, spila alla leiki og er vara fyrirliði í ár. Maður má ekki gleyma því hversu gott maður hefur það, það er alltaf áhætta í því að skipta um félag og ég get ekki sagt ég sé að hugsa um það akkúrat núna,“ sagði landsliðsmaðurinn. Hjörtur gat ekki sleppt honum úr símanum án þess að spurja út í Heimsmeistaramótið næsta sumar. „Riðillinn hefði vissulega getað verið betri. Fengum eitt af sterkari liðunum úr potti eitt og helvítis Króatana, við erum nú búnir að tala nóg um þá. Þeir voru svona einn af þessum mótherjum sem maður vildi ekki lenda á móti. Þeir eru góðir og erfiðir viðureignar og við vitum hvernig Balkaninn fer allar leiðir til að tryggja sér sigur.“ „Nígeríu veit ég eiginlega ekkert um. Ég gef mér það að þeir séu mjög íþróttamannlega vaxnir og sterkir og stórir.“ „Þetta verður svipað og að mæta Portúgal og Ronaldo. Öll pressan er á þeim, ég þekki einn leikmann sem spilar með argentínska landsliðinu og hann var að lýsa því fyrir mér hvernig það er þegar þeir eru að spila, það er ótrúleg pressa á þessu liði. Leikmenn njóta þess ekki að spila fyrir landsliðið,“ sagði Alfreð Finnbogason.
HM 2018 í Rússlandi Þýski boltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti