KA leiðir kapphlaupið um Hallgrím Jónasson Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. desember 2017 09:45 Hallgrímur Jónasson í landsleik gegn Mexíkó í byrjun þessa árs. vísir/getty Hallgrímur Jónasson, miðvörður danska úrvalsdeildarliðsins Lyngby, spilar að öllum líkindum með KA í Pepsi-deildinni á næsta ári, samkvæmt heimildum Vísis. KA hefur verið í baráttunni um Hallgrím í nokkra mánuði en hálf deildin hefur verið á eftir þessum öfluga varnarmanni síðan það spurðist út að fjölskylda hans væri flutt til Akureyrar. Valsmenn ætluðu sér að fá Hallgrím til að fylla í skarð Orra Sigurðar Ómarssonar ef hann hefði farið til Horsens, samkvæmt heimildum Vísis, en þar sem ekkert varð úr því þarf Hlíðarendafélagið ekki á öðrum miðverði að halda í bili. KA lagði fram öflugt tilboð til að lokka Húsvíkinginn norður en hann yfirgaf Akureyri árið 2005 eftir þrjú tímabil með Þór. Hann gekk þá í raðir Keflavíkur áður en hann fór utan í atvinnumennsku árið 2008. Hallgrímur spilaði með GAIS í Svíþjóð í þrjú ár en flutti sig svo um set til Danmerkur þar sem hann hefur verið síðan 2011 hjá SönderjyskE, OB og nú síðast Lyngby. Þar er hann lykilmaður og var að koma til baka eftir meiðsli sem héldu honum utan vallar í tvo mánuði. Danska úrvalsdeildin er komin í sitt langa vetrarfrí en hún hefst aftur í febrúar. Samkvæmt heimildum Vísis fer Hallgrímur aftur út og spilar með Lyngby eftir áramót en KA-menn vonast til að geta samið við hann frá 1. apríl þannig að hann verði klár í baráttuna í Pepsi-deildinni þegar að hún hefst 27. apríl. Hallgrímur á 16 landsleiki að baki en síðast spilaði hann „B“-liðs leik á móti Mexíkó í janúar á þessu ári. Hann hefur ekki átt fast sæti í íslenska hópnum í tvö ár en fari svo að hann næli sér óvænt í HM-sæti og semji við KA frá 1. apríl fá norðanmenn um tíu milljónir króna í sinn hlut. Meira um það má lesa hér. KA hafnaði í sjöunda sæti í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð sem nýliðar en liðið spilaði í fyrsta sinn á meðal þeirra bestu síðan að það féll árið 2004. Liðið hefur verið mjög rólegt á leikmannamarkaðnum en til KA er kominn Sæþór Olgeirsson frá Völsungi en Almarr Ormarsson er farinn í Fjölni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hálf Pepsi-deildin á eftir Hallgrími sem er ekki búinn að ákveða hvort að hann komi heim Hallgrímur Jónasson getur valið úr liðum komi hann heim fyrir næsta tímabil í Pepsi-deildinni. 1. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Hallgrímur Jónasson, miðvörður danska úrvalsdeildarliðsins Lyngby, spilar að öllum líkindum með KA í Pepsi-deildinni á næsta ári, samkvæmt heimildum Vísis. KA hefur verið í baráttunni um Hallgrím í nokkra mánuði en hálf deildin hefur verið á eftir þessum öfluga varnarmanni síðan það spurðist út að fjölskylda hans væri flutt til Akureyrar. Valsmenn ætluðu sér að fá Hallgrím til að fylla í skarð Orra Sigurðar Ómarssonar ef hann hefði farið til Horsens, samkvæmt heimildum Vísis, en þar sem ekkert varð úr því þarf Hlíðarendafélagið ekki á öðrum miðverði að halda í bili. KA lagði fram öflugt tilboð til að lokka Húsvíkinginn norður en hann yfirgaf Akureyri árið 2005 eftir þrjú tímabil með Þór. Hann gekk þá í raðir Keflavíkur áður en hann fór utan í atvinnumennsku árið 2008. Hallgrímur spilaði með GAIS í Svíþjóð í þrjú ár en flutti sig svo um set til Danmerkur þar sem hann hefur verið síðan 2011 hjá SönderjyskE, OB og nú síðast Lyngby. Þar er hann lykilmaður og var að koma til baka eftir meiðsli sem héldu honum utan vallar í tvo mánuði. Danska úrvalsdeildin er komin í sitt langa vetrarfrí en hún hefst aftur í febrúar. Samkvæmt heimildum Vísis fer Hallgrímur aftur út og spilar með Lyngby eftir áramót en KA-menn vonast til að geta samið við hann frá 1. apríl þannig að hann verði klár í baráttuna í Pepsi-deildinni þegar að hún hefst 27. apríl. Hallgrímur á 16 landsleiki að baki en síðast spilaði hann „B“-liðs leik á móti Mexíkó í janúar á þessu ári. Hann hefur ekki átt fast sæti í íslenska hópnum í tvö ár en fari svo að hann næli sér óvænt í HM-sæti og semji við KA frá 1. apríl fá norðanmenn um tíu milljónir króna í sinn hlut. Meira um það má lesa hér. KA hafnaði í sjöunda sæti í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð sem nýliðar en liðið spilaði í fyrsta sinn á meðal þeirra bestu síðan að það féll árið 2004. Liðið hefur verið mjög rólegt á leikmannamarkaðnum en til KA er kominn Sæþór Olgeirsson frá Völsungi en Almarr Ormarsson er farinn í Fjölni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hálf Pepsi-deildin á eftir Hallgrími sem er ekki búinn að ákveða hvort að hann komi heim Hallgrímur Jónasson getur valið úr liðum komi hann heim fyrir næsta tímabil í Pepsi-deildinni. 1. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Hálf Pepsi-deildin á eftir Hallgrími sem er ekki búinn að ákveða hvort að hann komi heim Hallgrímur Jónasson getur valið úr liðum komi hann heim fyrir næsta tímabil í Pepsi-deildinni. 1. nóvember 2017 13:00