Risinn vaknaði í Eyjum: „Vonandi er þetta byrjunin á einhverju stórkostlegu“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. desember 2017 11:00 Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður ÍBV í Olís-deild karla í handbolta og íslenska landsliðsins, fór hamförum í 26-21 sigri Eyjamanna gegn Haukum á sunnudaginn var. Aron hefur átt mjög erfitt uppdráttar á leiktíðinni og verið langt frá sínu besta en í síðasta leik sýndi hann sparihliðarnar og minnti rækilega á sig nú þegar styttist í EM í Króatíu. Risinn rólegi varði 21 skot og var með 50 prósent hlutfallsmarkvörslu en hann var að verja 6,8 skot að meðaltali í leik með 28 prósent hlutfallsmarkvörslu að meðaltali fyrir leikinn á sunnudaginn. Hann jafnaði meðaltal sitt í vörðum skotum á fyrsta korterinu í leiknum. „Ég er ofboðslega ánægður með þetta. Þetta er bara frábært og þarna er Aron miklu líkari þeim leikmanni sem hann á að vera. Ég vona svo sannarlega að þetta sé byrjunin á einhverju stórkostlegu því þessi strákur á það skilið að vera frábær. Ég vona bara að þetta verði ísbrjótur fyrir hann. Nú getur hann vonandi andað aðeins léttar,“ sagði Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður og sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, í þættinum á mánudagskvöldið. „Það er ekki bara fjöldinn af skotum heldur hvernig hann er að verja skotin. Tímasetningar eru betri í dauðafærunum og hann spilaði bara eins og maður með topp sjálfstraust sem er geggjað,“ sagði Sebastian og Gunnar Berg Viktorsson, fyrrverandi landsliðsmaður sem bæði spilaði með og þjálfaði Aron, tók undir. „Það býr rosalega mikið í þessum strák. Þegar ég var að spila með honum og þjálfa hann var mikill karakter í Aroni og hann vann fullt af leikjum fyrir okkur. Svo gerist eitthvað á þessu ári, en það er 100 prósent að það býr mikið í honum. Hann er að sýan að hann eigi að vera í landsliðinu. Ég hef ekki trú á öðru en að hann haldi þessu áfram og þá erum við bara í góðum málum,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Í síðustu viku var greint frá því að FH fengi ekki krónu frá Kiel fyrir handboltamanninn efnilega, Gísla Þorgeir Kristjánsson. 12. desember 2017 17:15 Seinni bylgjan: Þessi voru valin best í nóvember Nóvembermánuður Olís deildanna var gerður upp hjá Tómasi Þór Þórðarsyni og félögum í Seinni bylgjunni í gærkvöld. 12. desember 2017 12:00 Formaður dómaranefndar HSÍ: Félögin þurfa að taka hlutverk sitt alvarlega Það er skortur á handboltadómurum á Íslandi en formaður dómaranefndar HSÍ, Guðjón L. Sigurðsson, segir að helst þyrfti HSÍ að vera með 78 dómara á sínum snærum. Þeir eru aftur á móti aðeins 33 og þar af hafa aðeins 14 réttindi til þess að dæma í efstu deildunum. 12. desember 2017 20:15 Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira
Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður ÍBV í Olís-deild karla í handbolta og íslenska landsliðsins, fór hamförum í 26-21 sigri Eyjamanna gegn Haukum á sunnudaginn var. Aron hefur átt mjög erfitt uppdráttar á leiktíðinni og verið langt frá sínu besta en í síðasta leik sýndi hann sparihliðarnar og minnti rækilega á sig nú þegar styttist í EM í Króatíu. Risinn rólegi varði 21 skot og var með 50 prósent hlutfallsmarkvörslu en hann var að verja 6,8 skot að meðaltali í leik með 28 prósent hlutfallsmarkvörslu að meðaltali fyrir leikinn á sunnudaginn. Hann jafnaði meðaltal sitt í vörðum skotum á fyrsta korterinu í leiknum. „Ég er ofboðslega ánægður með þetta. Þetta er bara frábært og þarna er Aron miklu líkari þeim leikmanni sem hann á að vera. Ég vona svo sannarlega að þetta sé byrjunin á einhverju stórkostlegu því þessi strákur á það skilið að vera frábær. Ég vona bara að þetta verði ísbrjótur fyrir hann. Nú getur hann vonandi andað aðeins léttar,“ sagði Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður og sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, í þættinum á mánudagskvöldið. „Það er ekki bara fjöldinn af skotum heldur hvernig hann er að verja skotin. Tímasetningar eru betri í dauðafærunum og hann spilaði bara eins og maður með topp sjálfstraust sem er geggjað,“ sagði Sebastian og Gunnar Berg Viktorsson, fyrrverandi landsliðsmaður sem bæði spilaði með og þjálfaði Aron, tók undir. „Það býr rosalega mikið í þessum strák. Þegar ég var að spila með honum og þjálfa hann var mikill karakter í Aroni og hann vann fullt af leikjum fyrir okkur. Svo gerist eitthvað á þessu ári, en það er 100 prósent að það býr mikið í honum. Hann er að sýan að hann eigi að vera í landsliðinu. Ég hef ekki trú á öðru en að hann haldi þessu áfram og þá erum við bara í góðum málum,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Í síðustu viku var greint frá því að FH fengi ekki krónu frá Kiel fyrir handboltamanninn efnilega, Gísla Þorgeir Kristjánsson. 12. desember 2017 17:15 Seinni bylgjan: Þessi voru valin best í nóvember Nóvembermánuður Olís deildanna var gerður upp hjá Tómasi Þór Þórðarsyni og félögum í Seinni bylgjunni í gærkvöld. 12. desember 2017 12:00 Formaður dómaranefndar HSÍ: Félögin þurfa að taka hlutverk sitt alvarlega Það er skortur á handboltadómurum á Íslandi en formaður dómaranefndar HSÍ, Guðjón L. Sigurðsson, segir að helst þyrfti HSÍ að vera með 78 dómara á sínum snærum. Þeir eru aftur á móti aðeins 33 og þar af hafa aðeins 14 réttindi til þess að dæma í efstu deildunum. 12. desember 2017 20:15 Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira
Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Í síðustu viku var greint frá því að FH fengi ekki krónu frá Kiel fyrir handboltamanninn efnilega, Gísla Þorgeir Kristjánsson. 12. desember 2017 17:15
Seinni bylgjan: Þessi voru valin best í nóvember Nóvembermánuður Olís deildanna var gerður upp hjá Tómasi Þór Þórðarsyni og félögum í Seinni bylgjunni í gærkvöld. 12. desember 2017 12:00
Formaður dómaranefndar HSÍ: Félögin þurfa að taka hlutverk sitt alvarlega Það er skortur á handboltadómurum á Íslandi en formaður dómaranefndar HSÍ, Guðjón L. Sigurðsson, segir að helst þyrfti HSÍ að vera með 78 dómara á sínum snærum. Þeir eru aftur á móti aðeins 33 og þar af hafa aðeins 14 réttindi til þess að dæma í efstu deildunum. 12. desember 2017 20:15