Grunaður um tilraun til manndráps: Áverkavottorð þýsks réttarmeinafræðings lykilgagn í málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. desember 2017 11:08 Áverkavottorð þýska réttarmeinafræðingsins Sebastian Kunz er lykilgagn í málinu. Kunz er hér í dómsal í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Møller Olsen en hann bar vitni í málinu þar sem hann lagði mat á áverka Birnu Brjánsdóttur. vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 3. janúar næstkomandi. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í gær en úrskurður héraðsdóms lá fyrir í lok síðustu viku. Maðurinn er 22 ára gamall og grunaður um að tilraun til manndráps með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustuna sína aðfaranótt sunnudagsins 3. desember í húsi í Holtunum í Reykjavík. Er maðurinn sakaður um að hafa tekið konuna, sem er 27 ára gömul, hengingartaki þar til hún missti meðvitund. Áverkavottorð þýska réttarmeinafræðingsins Sebastian Kunz er lykilgagn í málinu en hann var fenginn til að meta áverka konunnar auk þess sem áverkavottorð frá Landspítalanum liggur fyrir. Þá segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi, að ýmislegt annað bendi til þess að maðurinn hafi beitt konuna því ofbeldi sem hann er grunaður um. Sætir maðurinn nú gæsluvarðhaldi í annað sinn en nokkrum dögum áður en héraðsdómur úrskurðaði hann í varðhald í lok síðustu viku hafði Hæstiréttur hafnað kröfu lögreglunnar um að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi. Héraðsdómur hafði áður úrskurðað manninn í tæplega tveggja vikna varðhald. Hann var því látinn laus en yfirheyrður á fimmtudaginn í liðinni viku og handtekinn að lokinni skýrslutöku. Tók dómari sér sólarhrings frest til að kveða upp úrskurð sinn og féllst svo á kröfu lögreglunnar sem Hæstiréttur hefur nú staðfest. Guðmundur Páll segir að rannsókn málsins sé vel á veg komin og að hún sé á lokastigi. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir en játning liggur ekki fyrir í málinu. Guðmundur Páll kveðst eiga von á því að málið verði sent til héraðssaksóknara í síðasta lagi eftir helgi. Lögreglumál Tengdar fréttir Grunaður um tilraun til manndráps: Kona tekin hengingartaki þar til hún missti meðvitund Komst til meðvitundar eftir þó nokkurn tíma og hljóp þá í mikilli geðshræringu út úr húsinu og náði að gera nærstöddum viðvart. 5. desember 2017 10:20 Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps laus úr haldi Hæstiréttur féllst ekki á sjónarmið lögreglunnar um að maðurinn ætti að sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 6. desember 2017 11:01 Aftur í varðhald þvert á dóm Hæstaréttar Erlendur karlmaður var í lok síðustu viku úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. janúar næstkomandi grunaður um tilraun til manndráps. 11. desember 2017 06:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 3. janúar næstkomandi. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í gær en úrskurður héraðsdóms lá fyrir í lok síðustu viku. Maðurinn er 22 ára gamall og grunaður um að tilraun til manndráps með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustuna sína aðfaranótt sunnudagsins 3. desember í húsi í Holtunum í Reykjavík. Er maðurinn sakaður um að hafa tekið konuna, sem er 27 ára gömul, hengingartaki þar til hún missti meðvitund. Áverkavottorð þýska réttarmeinafræðingsins Sebastian Kunz er lykilgagn í málinu en hann var fenginn til að meta áverka konunnar auk þess sem áverkavottorð frá Landspítalanum liggur fyrir. Þá segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi, að ýmislegt annað bendi til þess að maðurinn hafi beitt konuna því ofbeldi sem hann er grunaður um. Sætir maðurinn nú gæsluvarðhaldi í annað sinn en nokkrum dögum áður en héraðsdómur úrskurðaði hann í varðhald í lok síðustu viku hafði Hæstiréttur hafnað kröfu lögreglunnar um að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi. Héraðsdómur hafði áður úrskurðað manninn í tæplega tveggja vikna varðhald. Hann var því látinn laus en yfirheyrður á fimmtudaginn í liðinni viku og handtekinn að lokinni skýrslutöku. Tók dómari sér sólarhrings frest til að kveða upp úrskurð sinn og féllst svo á kröfu lögreglunnar sem Hæstiréttur hefur nú staðfest. Guðmundur Páll segir að rannsókn málsins sé vel á veg komin og að hún sé á lokastigi. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir en játning liggur ekki fyrir í málinu. Guðmundur Páll kveðst eiga von á því að málið verði sent til héraðssaksóknara í síðasta lagi eftir helgi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Grunaður um tilraun til manndráps: Kona tekin hengingartaki þar til hún missti meðvitund Komst til meðvitundar eftir þó nokkurn tíma og hljóp þá í mikilli geðshræringu út úr húsinu og náði að gera nærstöddum viðvart. 5. desember 2017 10:20 Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps laus úr haldi Hæstiréttur féllst ekki á sjónarmið lögreglunnar um að maðurinn ætti að sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 6. desember 2017 11:01 Aftur í varðhald þvert á dóm Hæstaréttar Erlendur karlmaður var í lok síðustu viku úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. janúar næstkomandi grunaður um tilraun til manndráps. 11. desember 2017 06:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Grunaður um tilraun til manndráps: Kona tekin hengingartaki þar til hún missti meðvitund Komst til meðvitundar eftir þó nokkurn tíma og hljóp þá í mikilli geðshræringu út úr húsinu og náði að gera nærstöddum viðvart. 5. desember 2017 10:20
Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps laus úr haldi Hæstiréttur féllst ekki á sjónarmið lögreglunnar um að maðurinn ætti að sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 6. desember 2017 11:01
Aftur í varðhald þvert á dóm Hæstaréttar Erlendur karlmaður var í lok síðustu viku úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. janúar næstkomandi grunaður um tilraun til manndráps. 11. desember 2017 06:00