Innlent

Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp næsta árs

Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mun kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2018 klukkan 9.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mun kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2018 klukkan 9.
Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, mun í dag kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2018. Blaðamannafundur hefst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 9 og verður Vísir með beina útsendingu þaðan.

Fyrsta umræða um frumvarpið fer fram á Alþingi á morgun, föstudag, en þing verður sett í dag klukkan 13:30 og í kvöld flytur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, stefnuræðu sína og verða svo umræður um hana í kjölfarið.

Frumvarpið er það fyrsta sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna leggur fram en fjárlagafrumvarpið er ekki fyrsta fjárlagafrumvarpið sem lagt er fram fyrir næsta ár.

Ríkisstjórn Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks lagði nefnilega fram sitt frumvarp í haust en aðeins tveimur dögum eftir að það var kynnt sleit Björt framtíð ríkisstjórnarsamstarfinu.

Fylgjast má með útsendingunni úr fjármálaráðuneytinu í spilaranum hér fyrir neðan og svo einnig í Vaktinni þar sem greint verður frá því helsta sem fram kemur á blaðamannafundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×