Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2017 09:26 Létt var yfir Bjarna Benediktssyni, Katrínu Jakobsdóttur og Sigurði Inga Jóhannssyni þegar stjórnarsáttmálinn var undirritaður á dögunum. Vísir/Eyþór Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti áherslur ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í fjárlagafrumvarpinu á blaðamannafundi í ráðuneytinu í morgun. Bjarni hóf fundinn á því að renna yfir þá málaflokka þar sem helsta breytingin hefur verið gerð frá fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017. Ráðherrann sagði í upphafi fundarins að bera mætti saman fjárlög á ýmsan hátt. Fjárlagafrumvarp var síðast lagt fram í haust en ráðherrann taldi eðlilegra að kynna fjárlög þessa árs í samanburði við frumvarpið sem lagt var fram í fyrra. Á annan tug milljarða innspýting verður í heilsugæslu og málefni tengd málaflokknum. Aukin fjárlög til heilsugæslu nema 1,9 milljarði króna, 8,5 milljarðar króna fara í sjúkrahússþjónustu auk þess sem framlag til lyfjakaupa verður aukið um 4,2 milljarða króna. Gjaldskrá aldraðra og öryrkja verður uppfærð og tekur gildi um mitt ár. Fara 500 milljónir króna til viðbótar í niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði hjá þeim hópi fólks. 1,1 milljarður króna aukning fer í að hækka frítekjumark aldraðra vegna atvinnu og verður frítekjumarkið 100 þúsund krónur. Þá verða framlög til barnabót hækkuð um 900 milljónir króna miðað við áætluð útgjöld fyrir árið 2017. 500 milljónir króna til viðbótar fara í máltækniverkefni þar sem verið er að undirbúa tæknilega að alls kyns stjórntæki geti tekið við skipunum á íslensku. 3,8 milljarða króna hækkun verður á framlögum til háskóla- og framhaldsskólastigs, 3,6 milljarða aukning í samgöngu- og fjarskiptamál auk þess sem framlög til umhverfismála verða aukin um 1,7 milljarða króna. Að lokum, í samantekt ráðherra yfir helstu breytingar á milli ára, var minnst á 400 milljóna króna aukningu vegna aðgerðaráætlun dómsmálaráðherra vegna kynferðisbrota.Fylgst var með kynningu ráðherra í Vaktinni á Vísi, sjá hér að neðan.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti áherslur ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í fjárlagafrumvarpinu á blaðamannafundi í ráðuneytinu í morgun. Bjarni hóf fundinn á því að renna yfir þá málaflokka þar sem helsta breytingin hefur verið gerð frá fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017. Ráðherrann sagði í upphafi fundarins að bera mætti saman fjárlög á ýmsan hátt. Fjárlagafrumvarp var síðast lagt fram í haust en ráðherrann taldi eðlilegra að kynna fjárlög þessa árs í samanburði við frumvarpið sem lagt var fram í fyrra. Á annan tug milljarða innspýting verður í heilsugæslu og málefni tengd málaflokknum. Aukin fjárlög til heilsugæslu nema 1,9 milljarði króna, 8,5 milljarðar króna fara í sjúkrahússþjónustu auk þess sem framlag til lyfjakaupa verður aukið um 4,2 milljarða króna. Gjaldskrá aldraðra og öryrkja verður uppfærð og tekur gildi um mitt ár. Fara 500 milljónir króna til viðbótar í niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði hjá þeim hópi fólks. 1,1 milljarður króna aukning fer í að hækka frítekjumark aldraðra vegna atvinnu og verður frítekjumarkið 100 þúsund krónur. Þá verða framlög til barnabót hækkuð um 900 milljónir króna miðað við áætluð útgjöld fyrir árið 2017. 500 milljónir króna til viðbótar fara í máltækniverkefni þar sem verið er að undirbúa tæknilega að alls kyns stjórntæki geti tekið við skipunum á íslensku. 3,8 milljarða króna hækkun verður á framlögum til háskóla- og framhaldsskólastigs, 3,6 milljarða aukning í samgöngu- og fjarskiptamál auk þess sem framlög til umhverfismála verða aukin um 1,7 milljarða króna. Að lokum, í samantekt ráðherra yfir helstu breytingar á milli ára, var minnst á 400 milljóna króna aukningu vegna aðgerðaráætlun dómsmálaráðherra vegna kynferðisbrota.Fylgst var með kynningu ráðherra í Vaktinni á Vísi, sjá hér að neðan.
Alþingi Fjárlög Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Fleiri fréttir Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Sjá meira