„Allur almenningur er illa svikinn af fjárlagafrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2017 12:54 Logi Einarsson, er formaður Samfylkingarinnar en flokkurinn er afar gagnrýninn á fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Vísir/Eyþór Samfylkingin er afar gagnrýnin á fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Segir í tilkynningu frá flokknum að sé frumvarpið nú borið saman við fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram í haust af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þá sé „einungis [...] gerð 2% breyting á útgjöldum ríkisins og nemur breytingin aðeins 0,64% af landsframleiðslu. Engin merki er um stefnubreytingu eða sérstakar tillögur sem ætla mætti að kæmu vegna áhrifa velferðarflokks innan ríkisstjórnarinnar. Innkoma Vinstri grænna í ríkisstjórn og þeirra áhrif á ríkisfjármálin eru því afar takmörkuð,“ segir í tilkynningu. Flokkurinn gagnrýnir sérstaklega skort á á velferðaráherslum í fjárlagafrumvarpinu og segir meðal annars: „Það er ljóst að barnafólk, milli- og lágtekjufólk og í raun allur almenningur er illa svikinn af fjárlagafrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur. Fjárlagafrumvarpið er langt í frá að svara kalli landsmanna um frekari fjárfestingu í innviðum samfélagsins og órafjarri því sem Vinstri grænir lofuðu fyrir kosningar.“ Í tilkynningu Samfylkingarinnar er meðal annars nefnt að barnabætur verði jafnháar og í fjárlagafrumvarpi frávarandi ríkisstjórnar sem Vinstri græn gagnrýndu fyrir kosningarnar. „Sama má segja um fæðingarorlofið. Engin stefnubreyting er í málefnum fjölskyldufólks með nýrri ríkisstjórn. Í öðru lagi er engin innspýting í vaxtabótakerfið og dragast vaxtabætur meira að segja saman um 2 milljarða milli ára. Því til viðbótar er engin aukning í húsnæðismálin sem eru þó eitt brýnasta úrlausnarefni stjórnvalda. Í þriðja lagi eru fá merki að finna um frekari fjárfestingu í menntamálum þjóðarinnar. Framhaldsskólar fá einungis 1,8% aukningu frá því sem var búið að ákveða og háskólarnir fá 5,5% aukningu sem er langt frá þeirri stórsókn í menntamálum sem var búið að lofa. Í fjórða lagi vekur athygli að í einu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar sem eru heilbrigðismálin, er heildaraukningin í allra sjúkrahúsa landsins um 3 milljarðar króna sem er aðeins um 0,35% af tekjum ríkisins. Heilsugæslan fær 3% hækkun á fjárframlögum. Hjúkrun og endurhæfingarþjónusta fá enn minni hækkun eða 0,6%. Grunnlífeyrir eldri borgara hækkar ekkert. Í fimmta lagi fá samgöngur um aðeins 1,6 milljarð aukningu þrátt fyrir að það vanti um 15 milljarða króna svo hægt væri að fjármagna samgönguáætlun eins og formaður Sjálfstæðisflokksins og fleiri hafa bent á. Í sjötta lagi eru einungis 380 milljónum varið í úrbætur í meðferð kynferðisbrota. Ríkisstjórnin er að verja aðeins 0,04% af tekjum sínum í þetta mikilvæga verkefni sem allt samfélagið hefur kallað eftir að stjórnvöld setji í forgang. Í sjöunda lagi fær hið velkynnta átak ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum heilar 20 milljónir. Því til viðbótar er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur falla frá 2 milljörðum í tekjum af fyrirhugaðri hækkun á kolefnisgjaldi. Ekki er heldur gert ráð fyrir neinni aukningu til skógræktar frá fyrra frumvarpi. Í áttunda lagi eru tekjuleiðir stjórnvalda vanræktar verulega á hátindi hagsveiflunnar og má þar t.d. nefna að enn verða veiðigjöld einungis um 1,2% af tekjum ríkisins og engin aukin gjaldtaka af erlendum ferðamönnum,“ segir í tilkynningu Samfylkingarinnar. Fjárlög Tengdar fréttir Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26 Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. 14. desember 2017 10:06 Bjarni: „Höfum náð toppi hagsveiflunnar“ Fjármála og efnahagsráðherra segir að allt bendi til að hagvöxturinn verði eitthvað minni á næstu árum. 14. desember 2017 09:24 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Sjá meira
Samfylkingin er afar gagnrýnin á fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Segir í tilkynningu frá flokknum að sé frumvarpið nú borið saman við fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram í haust af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þá sé „einungis [...] gerð 2% breyting á útgjöldum ríkisins og nemur breytingin aðeins 0,64% af landsframleiðslu. Engin merki er um stefnubreytingu eða sérstakar tillögur sem ætla mætti að kæmu vegna áhrifa velferðarflokks innan ríkisstjórnarinnar. Innkoma Vinstri grænna í ríkisstjórn og þeirra áhrif á ríkisfjármálin eru því afar takmörkuð,“ segir í tilkynningu. Flokkurinn gagnrýnir sérstaklega skort á á velferðaráherslum í fjárlagafrumvarpinu og segir meðal annars: „Það er ljóst að barnafólk, milli- og lágtekjufólk og í raun allur almenningur er illa svikinn af fjárlagafrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur. Fjárlagafrumvarpið er langt í frá að svara kalli landsmanna um frekari fjárfestingu í innviðum samfélagsins og órafjarri því sem Vinstri grænir lofuðu fyrir kosningar.“ Í tilkynningu Samfylkingarinnar er meðal annars nefnt að barnabætur verði jafnháar og í fjárlagafrumvarpi frávarandi ríkisstjórnar sem Vinstri græn gagnrýndu fyrir kosningarnar. „Sama má segja um fæðingarorlofið. Engin stefnubreyting er í málefnum fjölskyldufólks með nýrri ríkisstjórn. Í öðru lagi er engin innspýting í vaxtabótakerfið og dragast vaxtabætur meira að segja saman um 2 milljarða milli ára. Því til viðbótar er engin aukning í húsnæðismálin sem eru þó eitt brýnasta úrlausnarefni stjórnvalda. Í þriðja lagi eru fá merki að finna um frekari fjárfestingu í menntamálum þjóðarinnar. Framhaldsskólar fá einungis 1,8% aukningu frá því sem var búið að ákveða og háskólarnir fá 5,5% aukningu sem er langt frá þeirri stórsókn í menntamálum sem var búið að lofa. Í fjórða lagi vekur athygli að í einu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar sem eru heilbrigðismálin, er heildaraukningin í allra sjúkrahúsa landsins um 3 milljarðar króna sem er aðeins um 0,35% af tekjum ríkisins. Heilsugæslan fær 3% hækkun á fjárframlögum. Hjúkrun og endurhæfingarþjónusta fá enn minni hækkun eða 0,6%. Grunnlífeyrir eldri borgara hækkar ekkert. Í fimmta lagi fá samgöngur um aðeins 1,6 milljarð aukningu þrátt fyrir að það vanti um 15 milljarða króna svo hægt væri að fjármagna samgönguáætlun eins og formaður Sjálfstæðisflokksins og fleiri hafa bent á. Í sjötta lagi eru einungis 380 milljónum varið í úrbætur í meðferð kynferðisbrota. Ríkisstjórnin er að verja aðeins 0,04% af tekjum sínum í þetta mikilvæga verkefni sem allt samfélagið hefur kallað eftir að stjórnvöld setji í forgang. Í sjöunda lagi fær hið velkynnta átak ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum heilar 20 milljónir. Því til viðbótar er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur falla frá 2 milljörðum í tekjum af fyrirhugaðri hækkun á kolefnisgjaldi. Ekki er heldur gert ráð fyrir neinni aukningu til skógræktar frá fyrra frumvarpi. Í áttunda lagi eru tekjuleiðir stjórnvalda vanræktar verulega á hátindi hagsveiflunnar og má þar t.d. nefna að enn verða veiðigjöld einungis um 1,2% af tekjum ríkisins og engin aukin gjaldtaka af erlendum ferðamönnum,“ segir í tilkynningu Samfylkingarinnar.
Fjárlög Tengdar fréttir Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26 Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. 14. desember 2017 10:06 Bjarni: „Höfum náð toppi hagsveiflunnar“ Fjármála og efnahagsráðherra segir að allt bendi til að hagvöxturinn verði eitthvað minni á næstu árum. 14. desember 2017 09:24 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Sjá meira
Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26
Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. 14. desember 2017 10:06
Bjarni: „Höfum náð toppi hagsveiflunnar“ Fjármála og efnahagsráðherra segir að allt bendi til að hagvöxturinn verði eitthvað minni á næstu árum. 14. desember 2017 09:24