Vaxtabyrði ríkissjóðs enn mikil á næsta ári þrátt fyrir 50 milljarða lækkun skulda Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2017 20:15 Fjármálaráðherra segir allt benda til að Íslendingar standi nú á toppi hagsveiflunnar og hagvöxtur verði minni á komandi árum en hann hafi verið. Engu að síður verði útgjöld aukin um sextíu og sex milljarða króna á næsta ári til að efla heilbrigðisþjónustuna, skóla landsins og samgöngukerfi og haldið áfram að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var lagt fram á Alþingi í dag þar sem gert er ráð fyrir 35 milljarða króna afgangi á fjárlögum næsta árs. Það er níu milljörðum minni afgangur en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarp fyrrverandi ríkisstjórnar. Tekjur ríkissjóðs aukast um 26 milljarða á næsta ári en frumútgjöld um 66 milljarða. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að heildarútgjöld til heilbrigðismála á næsta ári umfram fjárlög þessa árs aukast um 21 milljarð króna. „Við ætlum að setja meira inn í heilbrigðiskerfið en áður var áformað. Við setjum sömuleiðis stóraukna fjármuni inn í menntamál. Bæði til háskóla og framhaldsskólastigsins. Við ætlum að auka framlög til vegagerðar í landinu. En afkoman er engu að síður mjög sterk,“ segir Bjarni. Aukin útgjöld til heilbrigðismála upp á 21 milljarð dreifist á heilsugæsluna, sjúkrastofnanir á landsbyggðinni og Landsspítalann.Framlögin aukin um allt heilbrigðiskerfið „Við erum bæði að styðja sérstaklega við mönnun spítalans, við erum líka að setja fjármuni í húsnæði á spítalanum. Það á bæði við um barna- og unglingageðdeildina en líka annars staðar. Það koma fjármunir til tækjakaupa og þetta fer inn í ýmis áherslumál heilbrigðisráðuneytisins. En ég vil líka halda því til haga að við erum að setja fjármuni til tækjakaupa á landsbyggðinni og styðja við rekstur sjúkrastofnana utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Bjarni. Framlög til barnabóta hækki um tæpan milljarð, til fæðingarorlofs um rúman milljarð og hækkun frítekjumarks ellilífeyrisþega í 100 þúsund krónur á mánuði kosti ríkissjóð 1,1 milljarð króna. Þá hækka framlög til framhaldsskóla um 400 milljónir og háskóla um einn milljarð króna en heildarframlög til menntamála aukast um 5,5 milljarða.Bjarni vill enn skoða einkaframkvæmd í samgöngum Heildarframlög til samgöngumála verða aukin um 3,6 milljarða. En gríðarlega stór verkefni upp á tugi milljarða bíða í samgöngumálum í og við höfuðborgarsvæðið og segir Bjarni að meta þurfi hvernig fjármunum verði skipt í þau verkefni. En fyrrverandi samgönguráðherra vildi kanna möguleika einkaframkvæmdar í stærstu verkefnunum. „En ég held að við þurfum sömuleiðis að velta fyrir okkur þeim valkostum sem koma fram í skýrslunni frá því fyrr á þessu ári. Og spyrja okkur hvort við getum með einhverjum hætti nýtt þá möguleika sem þar eru dregnir fram í dagsljósið. Ég held að þessi umræða muni sem sagt halda áfram og við eigum að taka hana af yfirvegun,“ segir fjármálaráðherra. Vaxtabyrði ríkissjóðs er enn mjög mikil og verður 59 milljarðar á næsta ári að frádregnum vaxtatekjum, þótt skuldir verði lækkaðar um 50 milljarða. „Þá er nafnvirði skuldanna á niðurleið og síðan er það að hjálpa okkur að hagkerfið er að stækka. Þannig að þessi byrði er að komast undir þau viðmiðunarmörk sem við settum í lögum um opinber fjármál, 30 prósentin,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Fjármálaráðherra segir allt benda til að Íslendingar standi nú á toppi hagsveiflunnar og hagvöxtur verði minni á komandi árum en hann hafi verið. Engu að síður verði útgjöld aukin um sextíu og sex milljarða króna á næsta ári til að efla heilbrigðisþjónustuna, skóla landsins og samgöngukerfi og haldið áfram að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var lagt fram á Alþingi í dag þar sem gert er ráð fyrir 35 milljarða króna afgangi á fjárlögum næsta árs. Það er níu milljörðum minni afgangur en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarp fyrrverandi ríkisstjórnar. Tekjur ríkissjóðs aukast um 26 milljarða á næsta ári en frumútgjöld um 66 milljarða. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að heildarútgjöld til heilbrigðismála á næsta ári umfram fjárlög þessa árs aukast um 21 milljarð króna. „Við ætlum að setja meira inn í heilbrigðiskerfið en áður var áformað. Við setjum sömuleiðis stóraukna fjármuni inn í menntamál. Bæði til háskóla og framhaldsskólastigsins. Við ætlum að auka framlög til vegagerðar í landinu. En afkoman er engu að síður mjög sterk,“ segir Bjarni. Aukin útgjöld til heilbrigðismála upp á 21 milljarð dreifist á heilsugæsluna, sjúkrastofnanir á landsbyggðinni og Landsspítalann.Framlögin aukin um allt heilbrigðiskerfið „Við erum bæði að styðja sérstaklega við mönnun spítalans, við erum líka að setja fjármuni í húsnæði á spítalanum. Það á bæði við um barna- og unglingageðdeildina en líka annars staðar. Það koma fjármunir til tækjakaupa og þetta fer inn í ýmis áherslumál heilbrigðisráðuneytisins. En ég vil líka halda því til haga að við erum að setja fjármuni til tækjakaupa á landsbyggðinni og styðja við rekstur sjúkrastofnana utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Bjarni. Framlög til barnabóta hækki um tæpan milljarð, til fæðingarorlofs um rúman milljarð og hækkun frítekjumarks ellilífeyrisþega í 100 þúsund krónur á mánuði kosti ríkissjóð 1,1 milljarð króna. Þá hækka framlög til framhaldsskóla um 400 milljónir og háskóla um einn milljarð króna en heildarframlög til menntamála aukast um 5,5 milljarða.Bjarni vill enn skoða einkaframkvæmd í samgöngum Heildarframlög til samgöngumála verða aukin um 3,6 milljarða. En gríðarlega stór verkefni upp á tugi milljarða bíða í samgöngumálum í og við höfuðborgarsvæðið og segir Bjarni að meta þurfi hvernig fjármunum verði skipt í þau verkefni. En fyrrverandi samgönguráðherra vildi kanna möguleika einkaframkvæmdar í stærstu verkefnunum. „En ég held að við þurfum sömuleiðis að velta fyrir okkur þeim valkostum sem koma fram í skýrslunni frá því fyrr á þessu ári. Og spyrja okkur hvort við getum með einhverjum hætti nýtt þá möguleika sem þar eru dregnir fram í dagsljósið. Ég held að þessi umræða muni sem sagt halda áfram og við eigum að taka hana af yfirvegun,“ segir fjármálaráðherra. Vaxtabyrði ríkissjóðs er enn mjög mikil og verður 59 milljarðar á næsta ári að frádregnum vaxtatekjum, þótt skuldir verði lækkaðar um 50 milljarða. „Þá er nafnvirði skuldanna á niðurleið og síðan er það að hjálpa okkur að hagkerfið er að stækka. Þannig að þessi byrði er að komast undir þau viðmiðunarmörk sem við settum í lögum um opinber fjármál, 30 prósentin,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira