Nethlutleysi afnumið gegn vilja fólksins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. desember 2017 07:00 Afnáminu var mótmælt við höfuðstöðvar FCC. Nordicphotos/AFP Stjórn Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC) ákvað í gær að afnema reglur um nethlutleysi. Reglurnar voru settar árið 2015 í forsetatíð Baracks Obama og fela í sér að netþjónustuaðilar verði að meðhöndla umferð um netið með sama hætti óháð uppruna og áfangastað. Hafa andstæðingar afnámsins haldið því fram að jafn og hlutlaus aðgangur að netinu teljist til mannréttinda. Með afnámi opnist sá möguleiki að netþjónustufyrirtæki geti hægt á tengingum við ákveðið efni og selt hraðari aðgang á okurverði. Jafnframt geri afnámið téðum fyrirtækjum kleift að rukka vefsíður fyrir að hægja ekki á tengingu neytenda við þær.Ajit Pai, stjórnarformaður FCC.Nordicphotos/afpStóru netþjónustufyrirtækin í Bandaríkjunum hafa þrýst á afnámið undanfarið. Sama er hins vegar ekki að segja um almenning en samkvæmt nýrri könnun Maryland-háskóla eru 83 prósent andvíg afnáminu. Sé litið til Repúblikana, en fulltrúar þeirra mynduðu þann meirihluta sem þurfti til að afnema reglurnar, eru 75 prósent andvíg afnáminu. Stjórnarmennirnir og Demókratarnir Jessica Rosenworcel og Mignon Clyborn greiddu atkvæði gegn afnáminu. Sagði Clyburn að með því væri verið að draga tennurnar úr fjarskiptastofnun. „Með þessu erum við að afhenda milljarðamæringum lyklana að internetinu, einni merkilegustu og mest valdeflandi uppfinningu okkar tíma.“ „Nethlutleysi er netfrelsi. Ég styð það frelsi. Ég er á móti þessari fljótfærnislegu ákvörðun,“ sagði Rosenworcel. Enn fremur sagði hún allt ferlið sem leiddi að fundi gærdagsins gjörspillt. Ajit Pai stjórnarformaður var á öðru máli og greiddi atkvæði með afnámstillögunni. „Helsta umkvörtunarefni neytenda þegar kemur að internetinu hefur aldrei verið að netþjónustufyrirtæki hindri eða hamli aðgangi að efni. Þeir hafa kvartað yfir því að þeir hafi alls engan aðgang að internetinu eða að samkeppni sé ekki nægilega mikil.“ Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Stjórn Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC) ákvað í gær að afnema reglur um nethlutleysi. Reglurnar voru settar árið 2015 í forsetatíð Baracks Obama og fela í sér að netþjónustuaðilar verði að meðhöndla umferð um netið með sama hætti óháð uppruna og áfangastað. Hafa andstæðingar afnámsins haldið því fram að jafn og hlutlaus aðgangur að netinu teljist til mannréttinda. Með afnámi opnist sá möguleiki að netþjónustufyrirtæki geti hægt á tengingum við ákveðið efni og selt hraðari aðgang á okurverði. Jafnframt geri afnámið téðum fyrirtækjum kleift að rukka vefsíður fyrir að hægja ekki á tengingu neytenda við þær.Ajit Pai, stjórnarformaður FCC.Nordicphotos/afpStóru netþjónustufyrirtækin í Bandaríkjunum hafa þrýst á afnámið undanfarið. Sama er hins vegar ekki að segja um almenning en samkvæmt nýrri könnun Maryland-háskóla eru 83 prósent andvíg afnáminu. Sé litið til Repúblikana, en fulltrúar þeirra mynduðu þann meirihluta sem þurfti til að afnema reglurnar, eru 75 prósent andvíg afnáminu. Stjórnarmennirnir og Demókratarnir Jessica Rosenworcel og Mignon Clyborn greiddu atkvæði gegn afnáminu. Sagði Clyburn að með því væri verið að draga tennurnar úr fjarskiptastofnun. „Með þessu erum við að afhenda milljarðamæringum lyklana að internetinu, einni merkilegustu og mest valdeflandi uppfinningu okkar tíma.“ „Nethlutleysi er netfrelsi. Ég styð það frelsi. Ég er á móti þessari fljótfærnislegu ákvörðun,“ sagði Rosenworcel. Enn fremur sagði hún allt ferlið sem leiddi að fundi gærdagsins gjörspillt. Ajit Pai stjórnarformaður var á öðru máli og greiddi atkvæði með afnámstillögunni. „Helsta umkvörtunarefni neytenda þegar kemur að internetinu hefur aldrei verið að netþjónustufyrirtæki hindri eða hamli aðgangi að efni. Þeir hafa kvartað yfir því að þeir hafi alls engan aðgang að internetinu eða að samkeppni sé ekki nægilega mikil.“
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira