Vinsælustu jólasmákökurnar í Garðaskóla 15. desember 2017 14:00 Hulda fær góða aðstoð við baksturinn frá sonum sínum, Gabríel Ásberg og Hilmi Ásberg Björnssonum. MYNDir/ANTON BRINK Hulda Sigurjónsdóttir kennir heimilisfræði við Garðaskóla. Í desember fá nemendur að spreyta sig á smákökubakstri og ilmurinn af kökunum skapar mikla jólastemmingu í skólanum. Súkkulaðibitakökurnar slá alltaf í gegn. „Í desember er aðaláherslan hjá okkur á jólabaksturinn og krakkarnir fá sjálfir að velja hvaða smákökur þeir baka. Það geta verið uppáhaldssmákökurnar sem þeir hafa aldrei bakað áður eða smákökurnar frá ömmu. Svo fá allir að smakka á kökunum og taka svo afganginn með sér heim. Krakkarnir fá líka að laga sér heitt kakó með þeyttum rjóma en það finnst öllum mjög notalegt og gott. Fyrir jólin leggur ilminn af nýbökuðum kökum yfir skólann og kemur öllum í sannkallað jólaskap. Súkkulaðibitakökurnar eru vinsælastar á meðal krakkanna en þær eru mjúkar og bragðgóðar,“ segir Hulda Sigurjónsdóttir heimilisfræðikennari brosandi. Fagið er eitt það vinsælasta í Garðaskóla og ef kennslutími fellur niður vilja nemendur gjarnan fá hann bættan upp. Kennarar bjóða nemendum í jólamat Í Garðaskóla er löng hefð fyrir því að kennarar bjóði útskriftarárganginum í mat fyrir jólin og segir Hulda það ávallt stóran viðburð í skólalífinu. „Við kennararnir undirbúum jólamat og þjónum svo sparibúnum nemendum til borðs. Þetta er ómissandi hluti af undirbúningi jólanna í skólanum og ofsalega gaman að tíundubekkingar fái að njóta sín til fulls.“ Jólin eru tími barnanna Þegar Hulda er spurð hvernig jólahaldi sé háttað á hennar heimili segist hún byrja að huga að jólunum upp úr miðjum október. „Ég er mikið jólabarn og finnst jólin yndislegur tími en vikurnar fyrir jólin eru ekki síðri. Þá er notalegt að kveikja á kertum, baka, njóta samvista við vini og fjölskyldu og svo er nauðsynlegt að fara á jólatónleika,“ segir hún og bætir við að gaman sé að halda í gamlar hefðir. „Við systurnar hittumst alltaf fyrir jólin og bökum saman sörur. Svo hittumst við vinkonurnar með börnunum okkar og bökum piparkökur sem við skreytum. Fyrir jólin baka ég lakkrístoppa oftar en einu sinni og bý til döðlugott. Ég prófa líka að baka eitthvað nýtt inn á milli,“ segir Hulda. Spurð hvað hún hafi í jólamatinn segist Hulda hafa humar í forrétt og kalkún í aðalrétt. „Jólin eru tími barnanna og þetta er þeirra uppáhaldsmatur. Í eftirrétt er gamli, góði jólaísinn eftir uppskrift frá mömmu og á borðum eru smákökur og konfekt.“ Súkkulaðibitakökur. Súkkulaðibitakökur (um 30 kökur) 100 g smjör 1¼ dl sykur ½ dl púðursykur 2 egg 3 dl hveiti ½ tsk. salt ¼ tsk. matarsódi 1 ml vanilludropar 1 dl súkkulaðibitar (má vera súkkulaðispænir) 1½ dl kókosmjöl 1¼ dl salthnetur (má sleppa) Hrærið saman smjöri, sykri og púðursykri. Blandið eggjunum saman við, einu í senn og hrærið vel með þeytara. Hrærið hveiti, salt, matarsóda og vanilludropa lauslega út í með sleif. Bætið að lokum súkkulaði, kókosmjöli og salthnetum saman við og hrærið vel saman með sleif. Setjið deigið með teskeið á bökunarplötu með bökunarpappír á og bakið við 175°C í 12-15 mín. Gætið þess að baka kökurnar ekki of lengi, þær eiga að vera mjúkar. Kælið kökurnar á grind og skreytið með bræddu súkkulaði, ef vill. Jólamatur Smákökur Mest lesið Meistarakokkur á skjánum Jól Rambaði á góðan fisk Jól Jólakonan skreytir líka þvottahúsið Jól Fjölbreytt jólaþorp í Garðabæ Jól Hjá mömmu eða pabba á jólunum? Jólin Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Jóladagatal Vísis: Ógleymanleg töfrabrögð Jóns Arnórs Jólin
Hulda Sigurjónsdóttir kennir heimilisfræði við Garðaskóla. Í desember fá nemendur að spreyta sig á smákökubakstri og ilmurinn af kökunum skapar mikla jólastemmingu í skólanum. Súkkulaðibitakökurnar slá alltaf í gegn. „Í desember er aðaláherslan hjá okkur á jólabaksturinn og krakkarnir fá sjálfir að velja hvaða smákökur þeir baka. Það geta verið uppáhaldssmákökurnar sem þeir hafa aldrei bakað áður eða smákökurnar frá ömmu. Svo fá allir að smakka á kökunum og taka svo afganginn með sér heim. Krakkarnir fá líka að laga sér heitt kakó með þeyttum rjóma en það finnst öllum mjög notalegt og gott. Fyrir jólin leggur ilminn af nýbökuðum kökum yfir skólann og kemur öllum í sannkallað jólaskap. Súkkulaðibitakökurnar eru vinsælastar á meðal krakkanna en þær eru mjúkar og bragðgóðar,“ segir Hulda Sigurjónsdóttir heimilisfræðikennari brosandi. Fagið er eitt það vinsælasta í Garðaskóla og ef kennslutími fellur niður vilja nemendur gjarnan fá hann bættan upp. Kennarar bjóða nemendum í jólamat Í Garðaskóla er löng hefð fyrir því að kennarar bjóði útskriftarárganginum í mat fyrir jólin og segir Hulda það ávallt stóran viðburð í skólalífinu. „Við kennararnir undirbúum jólamat og þjónum svo sparibúnum nemendum til borðs. Þetta er ómissandi hluti af undirbúningi jólanna í skólanum og ofsalega gaman að tíundubekkingar fái að njóta sín til fulls.“ Jólin eru tími barnanna Þegar Hulda er spurð hvernig jólahaldi sé háttað á hennar heimili segist hún byrja að huga að jólunum upp úr miðjum október. „Ég er mikið jólabarn og finnst jólin yndislegur tími en vikurnar fyrir jólin eru ekki síðri. Þá er notalegt að kveikja á kertum, baka, njóta samvista við vini og fjölskyldu og svo er nauðsynlegt að fara á jólatónleika,“ segir hún og bætir við að gaman sé að halda í gamlar hefðir. „Við systurnar hittumst alltaf fyrir jólin og bökum saman sörur. Svo hittumst við vinkonurnar með börnunum okkar og bökum piparkökur sem við skreytum. Fyrir jólin baka ég lakkrístoppa oftar en einu sinni og bý til döðlugott. Ég prófa líka að baka eitthvað nýtt inn á milli,“ segir Hulda. Spurð hvað hún hafi í jólamatinn segist Hulda hafa humar í forrétt og kalkún í aðalrétt. „Jólin eru tími barnanna og þetta er þeirra uppáhaldsmatur. Í eftirrétt er gamli, góði jólaísinn eftir uppskrift frá mömmu og á borðum eru smákökur og konfekt.“ Súkkulaðibitakökur. Súkkulaðibitakökur (um 30 kökur) 100 g smjör 1¼ dl sykur ½ dl púðursykur 2 egg 3 dl hveiti ½ tsk. salt ¼ tsk. matarsódi 1 ml vanilludropar 1 dl súkkulaðibitar (má vera súkkulaðispænir) 1½ dl kókosmjöl 1¼ dl salthnetur (má sleppa) Hrærið saman smjöri, sykri og púðursykri. Blandið eggjunum saman við, einu í senn og hrærið vel með þeytara. Hrærið hveiti, salt, matarsóda og vanilludropa lauslega út í með sleif. Bætið að lokum súkkulaði, kókosmjöli og salthnetum saman við og hrærið vel saman með sleif. Setjið deigið með teskeið á bökunarplötu með bökunarpappír á og bakið við 175°C í 12-15 mín. Gætið þess að baka kökurnar ekki of lengi, þær eiga að vera mjúkar. Kælið kökurnar á grind og skreytið með bræddu súkkulaði, ef vill.
Jólamatur Smákökur Mest lesið Meistarakokkur á skjánum Jól Rambaði á góðan fisk Jól Jólakonan skreytir líka þvottahúsið Jól Fjölbreytt jólaþorp í Garðabæ Jól Hjá mömmu eða pabba á jólunum? Jólin Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Jóladagatal Vísis: Ógleymanleg töfrabrögð Jóns Arnórs Jólin