Um borð er búnaður fyrir Alþjóðageimstöðina og geimfarana sem þar eru um borð. Þetta er þrettánda ferðin á vegum Space X. Geimfarið sem eldflaugin skýtur á loft mun dvelja í um mánuð við geimstöðina.
Geimskotið er sögulegt en þetta er í fyrsta sinn sem Space X endurnýtir bæði eldflaugina sem og geimfarið en báðir hlutir hafa farið á loft áður. Útsendingin mun standa stutt yfir en nokkrum mínútum eftir að eldflauginni verður skotið á loft mun verða reynt að lenda henni aftur.
Uppfært - Geimskotinu er lokið og tókst það stóráfallalaust.