Eins og það sé gömul beinaber kona innan í mér Magnús Guðmundsson skrifar 16. desember 2017 11:00 Bergþóra segir að næst á dagsskrá sé að skrifa skáldsögu og að hún hafi ákveðið að gefa sjálfri sér leyfi til þess að skrifa eina slæma. Fréttablaðið/Antonm Brink Það er óhætt að segja að ljóðlistin lifi góðu lífi á Íslandi. Fjöldi útgefinna ljóðabóka er umtalsverður og á meðal þeirra bóka sem eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna eru tvær ljóðabækur. Flórída eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur er önnur þeirra en þar er á ferðinni einkar heildstæð og sterk ljóðabók sem að ákveðnu leyti hefur yfirbragð söguljóðs þar sem tvær aðalpersónur og líf þeirra er í brennidepli.Fyrir og eftir Bergþóra segir að vissulega sé hér á ferðinni einhvers konar viðreynsla við söguljóð og viðleitni til þess að segja sögu í gegnum styttri ljóðaprósa. „Ég gaf út ljóðabók 2011 sem var svona hefðbundnari en þegar ég byrjaði á þessari, sem er reyndar langt síðan, þá leitaði þetta á mig sem saga tveggja kvenna. Þetta var saga sem mig langaði til þess að segja en á sama tíma þá hugsaði ég þetta alltaf sem ljóðabók. En þegar kom að því að skrifa þá gerðist það svo eiginlega í einhvers konar ofsa. Ég skrifaði fyrsta uppkastið mjög hratt en svo var ég rosalega lengi að skerpa á henni og bæta við hana enda fannst mér óskaplega erfitt að sleppa henni frá mér.“ Eitt af því sem grípur við lestur Flórída er ákveðinn tvenndarleikur; tvær konur, tvö lönd, æska og öldrun og sitthvað fleira mæti taka til en Bergþóra segir að hún hafi í raun ekki velt þessu fyrir sér. „En þetta er það sem gerir það svo skemmtilegt að tala við fólk um það sem maður er að gera því þá fær maður oft ákveðna speglun. Stundum held ég að þetta sé svolítið að koma úr einhverri undirvitund. Ég er búin að vera dálítið upptekin af svona þessari fyrir og eftir hugsun, hef smá þráhyggju fyrir því satt best að segja, það sem var og það sem er og þessar tvenndir eru kannski ákveðin birtingarmynd á því.“Gömul og beinaber Bergþóra segir að Flórída, önnur af aðalpersónum verksins, sé að einhverju leyti byggð á fólki sem hún kynntist þegar hún bjó í Berlín. „En sjálf er ég líka samt í raun báðar þessar konur, þetta er svona narsissistinn í mér, því þetta eru mínar raddir.“ Flórída er ákaflega sjúskuð og útlifuð kona en þrátt fyrir það stendur Bergþóra fast á því að hún sé byggð á hennar hugsunum. „Mér hefur alltaf liðið eins og það sé einhver gömul, beinaber kona innan í mér,“ segir Bergþóra brosandi og bætir við: „Sem er mjög eðlilegt og ég veit að flestir tengja við. En mér hefur bara alltaf fundist ég vera einhvern veginn að villa á mér heimildir. Hefur alltaf liðið þannig og Flórída er sprottin þaðan.“ En hefur ekkert dregið út þessari tilfinningu núna þegar Flórída er komin á bók? „Nei, hún er eiginlega bara sterkari. Ég er reyndar að sjá það alltaf betur og betur að Flórída er ekki eins frumleg og hún hélt að hún væri. Ég áttaði mig bara á þessari tengingu hennar við mína innri líðan nýlega, í samtali við gáfaða vinkonu. Og það var ákveðið áfall að neyðast svona til þess að horfast í augu við eigin sjálfhverfu,“ bætir Bergþóra við og það leynir sér ekki að það er stutt í bæði húmorinn og sjálfsgagnrýnina.Bergþóra segir að hún hugsi bókina óneitanlega í senum sem geti verið styrkleiki og veikleiki. Fréttablaðið/Anton BrinkLélega skáldsagan Bergþóra hefur ekki einvörðungu fengist við skáldskaparlistina á sínum ferli. Hún og myndlistarkonan Rakel McMahon mynda saman gjörningatvíeykið Wunderkind Collective þar sem þær setja upp textamiðuð sviðsverk og innsetningar, auk þess sem Bergþóra hefur fengist við ýmis störf í kvikmyndagerð og sitthvað fleira. Það er reyndar svo að þessar sviðsetningarlistir virðast ekki vera langt undan í ljóðheimi Flórída og Bergþóra segir að hún hugsi þetta óneitanlega dálítið í senum. „Það er ekkert meðvitað. Að sjá þetta svona fyrir sér getur verið ákveðinn kostur en það getur líka verið veikleiki af því að stundum ætlast maður til þess að aðrir sjái það sem maður sjálfur sér og það án þess að gefa fólki allar upplýsingarnar. Það getur reynst varasamt.“ Bergþóra segir að núna eftir að Flórída sleppir sé hún með ýmis járn í eldinum og sum þeirra séu þau líka á þessu sviðsetta formi. „Ég er með einhver kvikmyndaverkefni sem ég er mjög spennt fyrir og ætla að halda áfram með. En svo langar mig rosalega til þess að skrifa skáldsögu og er reyndar búin að ganga með það í maganum lengi. Það kemur svo bara í ljós hvort það tekst. En ég er eiginlega búin að ákveða að gefa mér leyfi til þess að skrifa eina lélega skáldsögu. Mér finnst að fyrsta skáldsaga megi bara vera léleg. Það er svona þegar maður er að gera eitthvað í fyrsta sinn þá fylgir því gnístran tanna og horft á milli fingra sér nokkrum árum seinna af einskærum aulahrolli.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. desember. Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Menning Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það er óhætt að segja að ljóðlistin lifi góðu lífi á Íslandi. Fjöldi útgefinna ljóðabóka er umtalsverður og á meðal þeirra bóka sem eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna eru tvær ljóðabækur. Flórída eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur er önnur þeirra en þar er á ferðinni einkar heildstæð og sterk ljóðabók sem að ákveðnu leyti hefur yfirbragð söguljóðs þar sem tvær aðalpersónur og líf þeirra er í brennidepli.Fyrir og eftir Bergþóra segir að vissulega sé hér á ferðinni einhvers konar viðreynsla við söguljóð og viðleitni til þess að segja sögu í gegnum styttri ljóðaprósa. „Ég gaf út ljóðabók 2011 sem var svona hefðbundnari en þegar ég byrjaði á þessari, sem er reyndar langt síðan, þá leitaði þetta á mig sem saga tveggja kvenna. Þetta var saga sem mig langaði til þess að segja en á sama tíma þá hugsaði ég þetta alltaf sem ljóðabók. En þegar kom að því að skrifa þá gerðist það svo eiginlega í einhvers konar ofsa. Ég skrifaði fyrsta uppkastið mjög hratt en svo var ég rosalega lengi að skerpa á henni og bæta við hana enda fannst mér óskaplega erfitt að sleppa henni frá mér.“ Eitt af því sem grípur við lestur Flórída er ákveðinn tvenndarleikur; tvær konur, tvö lönd, æska og öldrun og sitthvað fleira mæti taka til en Bergþóra segir að hún hafi í raun ekki velt þessu fyrir sér. „En þetta er það sem gerir það svo skemmtilegt að tala við fólk um það sem maður er að gera því þá fær maður oft ákveðna speglun. Stundum held ég að þetta sé svolítið að koma úr einhverri undirvitund. Ég er búin að vera dálítið upptekin af svona þessari fyrir og eftir hugsun, hef smá þráhyggju fyrir því satt best að segja, það sem var og það sem er og þessar tvenndir eru kannski ákveðin birtingarmynd á því.“Gömul og beinaber Bergþóra segir að Flórída, önnur af aðalpersónum verksins, sé að einhverju leyti byggð á fólki sem hún kynntist þegar hún bjó í Berlín. „En sjálf er ég líka samt í raun báðar þessar konur, þetta er svona narsissistinn í mér, því þetta eru mínar raddir.“ Flórída er ákaflega sjúskuð og útlifuð kona en þrátt fyrir það stendur Bergþóra fast á því að hún sé byggð á hennar hugsunum. „Mér hefur alltaf liðið eins og það sé einhver gömul, beinaber kona innan í mér,“ segir Bergþóra brosandi og bætir við: „Sem er mjög eðlilegt og ég veit að flestir tengja við. En mér hefur bara alltaf fundist ég vera einhvern veginn að villa á mér heimildir. Hefur alltaf liðið þannig og Flórída er sprottin þaðan.“ En hefur ekkert dregið út þessari tilfinningu núna þegar Flórída er komin á bók? „Nei, hún er eiginlega bara sterkari. Ég er reyndar að sjá það alltaf betur og betur að Flórída er ekki eins frumleg og hún hélt að hún væri. Ég áttaði mig bara á þessari tengingu hennar við mína innri líðan nýlega, í samtali við gáfaða vinkonu. Og það var ákveðið áfall að neyðast svona til þess að horfast í augu við eigin sjálfhverfu,“ bætir Bergþóra við og það leynir sér ekki að það er stutt í bæði húmorinn og sjálfsgagnrýnina.Bergþóra segir að hún hugsi bókina óneitanlega í senum sem geti verið styrkleiki og veikleiki. Fréttablaðið/Anton BrinkLélega skáldsagan Bergþóra hefur ekki einvörðungu fengist við skáldskaparlistina á sínum ferli. Hún og myndlistarkonan Rakel McMahon mynda saman gjörningatvíeykið Wunderkind Collective þar sem þær setja upp textamiðuð sviðsverk og innsetningar, auk þess sem Bergþóra hefur fengist við ýmis störf í kvikmyndagerð og sitthvað fleira. Það er reyndar svo að þessar sviðsetningarlistir virðast ekki vera langt undan í ljóðheimi Flórída og Bergþóra segir að hún hugsi þetta óneitanlega dálítið í senum. „Það er ekkert meðvitað. Að sjá þetta svona fyrir sér getur verið ákveðinn kostur en það getur líka verið veikleiki af því að stundum ætlast maður til þess að aðrir sjái það sem maður sjálfur sér og það án þess að gefa fólki allar upplýsingarnar. Það getur reynst varasamt.“ Bergþóra segir að núna eftir að Flórída sleppir sé hún með ýmis járn í eldinum og sum þeirra séu þau líka á þessu sviðsetta formi. „Ég er með einhver kvikmyndaverkefni sem ég er mjög spennt fyrir og ætla að halda áfram með. En svo langar mig rosalega til þess að skrifa skáldsögu og er reyndar búin að ganga með það í maganum lengi. Það kemur svo bara í ljós hvort það tekst. En ég er eiginlega búin að ákveða að gefa mér leyfi til þess að skrifa eina lélega skáldsögu. Mér finnst að fyrsta skáldsaga megi bara vera léleg. Það er svona þegar maður er að gera eitthvað í fyrsta sinn þá fylgir því gnístran tanna og horft á milli fingra sér nokkrum árum seinna af einskærum aulahrolli.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. desember.
Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Menning Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira