Innlent

Forstjóri Landspítala vill taka harðar á kynferðislegri áreitni: „Þurfum að draga línu í sandinn“

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir verkferla vera til staðar en að meinið felist í menningunni
Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir verkferla vera til staðar en að meinið felist í menningunni Mynd/Landspítalinn
Konur í heilbrigðisþjónustu og konur í læknastétt hafa tekið þátt í byltingunni #metoo og deilt reynslusögum um kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunum á vinnustað. Konurnar krefjast úrlausna og skýrra verkferla.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, tekur undir þær kröfur.

„En það er alveg ljóst að það sem skortir upp á er menningin. Þetta er menningartengt fyrirbæri að hluta til og við verðum að skapa umhverfi þar sem fólk er óhrætt að láta vita af áreitni eða ef það verður vitni að slíku.“

Páll segist vilja virkja atvikaskráningu innan spítalans og vill hann starfa í anda „Zero-tolerance“ stefnu þegar tekið er á kynferðislegri áreitni. Verið er að vinna að samskiptasáttmála sem skilgreinir skýrt hvað teljist eðlilegt í samskiptum.

Sjáið þið fyrir ykkur að taka harðar á svona málum og ganga lengra?

„Já, ég tel að við þurfum að gera það. Við þurfum að draga línu í sandinn og hafa alveg skýrt hvaða hegðun líðst og hvaða hegðun líðst ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×