Karlmaður var handtekinn í Grafarvogi klukkann níu í gærkvöldi grunaður um húsbrot og heimilisofbeldi.
Þá er hann einnig grunaður eignaspjöll, akstur undir áhrifum fíkniefna og að hafa ekið sviptur ökuréttindum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu vegna rannsókn málsins að því er fram kemur í dagbók lögreglu.
Þá voru afskipti höfð af manni á bar í Breiðholti laust eftir miðnætti en var hann grunaður um brot á lyfjalögum. Þegar lögreglumenn nálguðust manninn reyndi hann að henda frá sér poka sem innihélt lyfseðilsskyld lyf. Áður hefur verið höfð afskipti af manninum vegna gruns um fíkniefnasölu.
Karlmaður var einnig handtekinn í Austurstræti grunaður um líkamsáras klukkan fjögur í nótt og var hann vistaður í fangageymslu vegna rannsókn málsins.
Þá var töluvert um akstur undir áhrifum áfengies og/eða fíkniefna og hafði lögregla afskipti töluverðum fjölda ökumanna í nótt.
