Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins hafa ekki borið árangur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. desember 2017 22:15 Áætlað er að yfirvofandi verkfall flugvirkja muni hafa áhrif á ferðir 10 þúsund farþega á dag. Vísir/sigurjón Enn er fundað hjá ríkissáttasemjara vegna kjaraviðræða Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Óskar Einarsson formaður Flugvirkjafélags Íslands staðfesti þetta rétt í þessu í samtali við Vísi. Hann segist ekki vita hvort fundað verði langt fram á nótt. Fundað hefur verið síðan klukkan eitt í dag. Óskar segir of snemmt að segja til um það hvort hann sé bjartsýnn eða svartsýnn á að samningar náist áður en boðaðar verkfallsaðgerðir hefjast. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. Komi til verkfalls mun það raska flugferðum hjá tíu þúsund manns á hverjum degi. Flugvirkjar kröfðust upphaflega um tuttugu prósenta launahækkunar en samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 hafa þeir lækkað sig í átt að boði Samtaka atvinnulífsins sem hljóðar upp á launahækkun í anda Salek samkomulagsins. Sjá einnig: Grunnlaunin um 440 þúsund krónur„Auðvitað höfum við gríðarlegar áhyggjur af þessu,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra í dag, aðspurður um yfirvofandi verkfall flugvirkja. Takist ekki að semja í tæka tíð mun verkfallið hafa mikil áhrif á samgöngur tugþúsunda farþega. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair hafa farþegar sem eiga bókað flug á morgun og á mánudag mátt breyta flugmiðum sér að kostnaðarlausu. Margir hafa nýtt sér þetta og einnig hefur verið nokkuð um afbókanir. Ef til verkfalls kemur og flugum verður aflýst vegna þess þá eiga farþegar rétt á að velja um endurgreiðslu eða fá breytingu á flugleið samkvæmt Evrópureglugerð um réttindi flugfarþega. Þeir farþegar sem verða fyrir röskun á ferðum sínum eiga einnig rétt á annars konar þjónustu af hálfu flugfélagsins. Farþegar geta einnig átt rétt á skaðabótum í vissum tilvikum þegar tafir verða eða flugi er aflýst. Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45 Grunnlaunin um 440 þúsund krónur Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hafa ekki borið árangur en fundur hefur staðið yfir frá klukkan eitt í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. 16. desember 2017 19:00 Ríkisstjórnin með „gríðarlegar áhyggjur“ af yfirvofandi verkfalli "Auðvitað höfum við gríðarlegar áhyggjur af þessu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra aðspurður um yfirvofandi verkfall flugvirkja sem hefjast á snemma á morgun takist ekki að semja í tæka tíð. 16. desember 2017 13:48 Afbókanir berast vegna verkfallshótana "Verkfallshótun flugvirkja hefur þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist,“ segir í ályktun frá stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. Flugvirkjar hafa boðað til verkfalls frá og með morgundeginum, takist ekki að semja. 16. desember 2017 07:00 Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Fleiri fréttir Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Sjá meira
Enn er fundað hjá ríkissáttasemjara vegna kjaraviðræða Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Óskar Einarsson formaður Flugvirkjafélags Íslands staðfesti þetta rétt í þessu í samtali við Vísi. Hann segist ekki vita hvort fundað verði langt fram á nótt. Fundað hefur verið síðan klukkan eitt í dag. Óskar segir of snemmt að segja til um það hvort hann sé bjartsýnn eða svartsýnn á að samningar náist áður en boðaðar verkfallsaðgerðir hefjast. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. Komi til verkfalls mun það raska flugferðum hjá tíu þúsund manns á hverjum degi. Flugvirkjar kröfðust upphaflega um tuttugu prósenta launahækkunar en samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 hafa þeir lækkað sig í átt að boði Samtaka atvinnulífsins sem hljóðar upp á launahækkun í anda Salek samkomulagsins. Sjá einnig: Grunnlaunin um 440 þúsund krónur„Auðvitað höfum við gríðarlegar áhyggjur af þessu,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra í dag, aðspurður um yfirvofandi verkfall flugvirkja. Takist ekki að semja í tæka tíð mun verkfallið hafa mikil áhrif á samgöngur tugþúsunda farþega. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair hafa farþegar sem eiga bókað flug á morgun og á mánudag mátt breyta flugmiðum sér að kostnaðarlausu. Margir hafa nýtt sér þetta og einnig hefur verið nokkuð um afbókanir. Ef til verkfalls kemur og flugum verður aflýst vegna þess þá eiga farþegar rétt á að velja um endurgreiðslu eða fá breytingu á flugleið samkvæmt Evrópureglugerð um réttindi flugfarþega. Þeir farþegar sem verða fyrir röskun á ferðum sínum eiga einnig rétt á annars konar þjónustu af hálfu flugfélagsins. Farþegar geta einnig átt rétt á skaðabótum í vissum tilvikum þegar tafir verða eða flugi er aflýst.
Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45 Grunnlaunin um 440 þúsund krónur Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hafa ekki borið árangur en fundur hefur staðið yfir frá klukkan eitt í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. 16. desember 2017 19:00 Ríkisstjórnin með „gríðarlegar áhyggjur“ af yfirvofandi verkfalli "Auðvitað höfum við gríðarlegar áhyggjur af þessu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra aðspurður um yfirvofandi verkfall flugvirkja sem hefjast á snemma á morgun takist ekki að semja í tæka tíð. 16. desember 2017 13:48 Afbókanir berast vegna verkfallshótana "Verkfallshótun flugvirkja hefur þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist,“ segir í ályktun frá stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. Flugvirkjar hafa boðað til verkfalls frá og með morgundeginum, takist ekki að semja. 16. desember 2017 07:00 Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Fleiri fréttir Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Sjá meira
Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45
Grunnlaunin um 440 þúsund krónur Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hafa ekki borið árangur en fundur hefur staðið yfir frá klukkan eitt í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. 16. desember 2017 19:00
Ríkisstjórnin með „gríðarlegar áhyggjur“ af yfirvofandi verkfalli "Auðvitað höfum við gríðarlegar áhyggjur af þessu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra aðspurður um yfirvofandi verkfall flugvirkja sem hefjast á snemma á morgun takist ekki að semja í tæka tíð. 16. desember 2017 13:48
Afbókanir berast vegna verkfallshótana "Verkfallshótun flugvirkja hefur þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist,“ segir í ályktun frá stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. Flugvirkjar hafa boðað til verkfalls frá og með morgundeginum, takist ekki að semja. 16. desember 2017 07:00