Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 17. desember 2017 13:50 Mikil örtröð hefur myndast við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. vísir Gríðarlegt álag hefur verið á þjónustuveri flugfélagsins Icelandair vegna innhringinga frá farþegum í dag. Um tíma var álagið svo mikið að símkerfið lá niðri, að því er fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar. Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Maraþonfundi Flugvirkjafélags Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Icelandair sem hófst klukkan 13:00 í gær lauk í nótt klukkan 02:30 án árangurs. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) sagði í samtali við Vísi að líklegt sé að samninganefndir flugvirkja og SA muni hittast í dag til að ræða kjarasamning flugvirkja. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir að viðræður í nótt hafi að miklu leyti strandað á lengd samningsins.Alls hefur tuttugu flugferðum til og frá Íslandi verið aflýst auk þess sem að seinkun varð á öllum flugferðum Icelandair frá Íslandi í morgun. Einungis þær vélar sem þegar höfðu verið skoðaðar af flugvirkjum í Keflavík fóru af stað, að sögn Guðjóns Arngrímssonar upplýsingafulltrúa Icelandair. Búast má við seinkunum á flugferðum félagsins frameftir degi. Fjölmargir óánægðir farþegar hafa látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins. Farþegar í tengiflugi hafa til að mynda margir kvartað yfir lélegu upplýsingaflæði og eins og áður hefur komið fram lá símkerfi Icelandair niðri um tíma vegna álags.You're saying this the DAY BEFORE??? People have already started their journeys!!! What an absolutely shitty thing to do just before Christmas!!!— Kajal Shah (@kajalshah891) December 17, 2017 Verkfall flugvirkja getur haft áhrif á allt að tíu þúsund flugfarþega á dag en þeir sem eiga bókað sæti í aflýstu flugi eiga rétt á endurgreiðslu eða breytigu á flugleið. Ef meiri en þriggja klukkustunda töf er á flugi eiga farþegar rétt á máltíðum og eftir atvikum hótelgistingu. Að sögn upplýsingafulltrúa Isavia var enn þá nokkuð rólegt andrúmsloft í Keflavík um hádegisbil í dag. Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hefur áhrif á þessar flugferðir Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun og búist er við röskunum á flugáætlun Icelandair vegna þess. 17. desember 2017 07:38 Verkfall flugvirkja: Reiknar með að deiluaðilar hittist í dag Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að líklegt sé að samninganefndir flugvirkja og SA muni hittast í til að ræða kjarasamning flugvirkja. Verkfall flugvirkja Icelandair hófst í morgun en ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar. 17. desember 2017 12:26 Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Gríðarlegt álag hefur verið á þjónustuveri flugfélagsins Icelandair vegna innhringinga frá farþegum í dag. Um tíma var álagið svo mikið að símkerfið lá niðri, að því er fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar. Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Maraþonfundi Flugvirkjafélags Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Icelandair sem hófst klukkan 13:00 í gær lauk í nótt klukkan 02:30 án árangurs. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) sagði í samtali við Vísi að líklegt sé að samninganefndir flugvirkja og SA muni hittast í dag til að ræða kjarasamning flugvirkja. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir að viðræður í nótt hafi að miklu leyti strandað á lengd samningsins.Alls hefur tuttugu flugferðum til og frá Íslandi verið aflýst auk þess sem að seinkun varð á öllum flugferðum Icelandair frá Íslandi í morgun. Einungis þær vélar sem þegar höfðu verið skoðaðar af flugvirkjum í Keflavík fóru af stað, að sögn Guðjóns Arngrímssonar upplýsingafulltrúa Icelandair. Búast má við seinkunum á flugferðum félagsins frameftir degi. Fjölmargir óánægðir farþegar hafa látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins. Farþegar í tengiflugi hafa til að mynda margir kvartað yfir lélegu upplýsingaflæði og eins og áður hefur komið fram lá símkerfi Icelandair niðri um tíma vegna álags.You're saying this the DAY BEFORE??? People have already started their journeys!!! What an absolutely shitty thing to do just before Christmas!!!— Kajal Shah (@kajalshah891) December 17, 2017 Verkfall flugvirkja getur haft áhrif á allt að tíu þúsund flugfarþega á dag en þeir sem eiga bókað sæti í aflýstu flugi eiga rétt á endurgreiðslu eða breytigu á flugleið. Ef meiri en þriggja klukkustunda töf er á flugi eiga farþegar rétt á máltíðum og eftir atvikum hótelgistingu. Að sögn upplýsingafulltrúa Isavia var enn þá nokkuð rólegt andrúmsloft í Keflavík um hádegisbil í dag.
Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hefur áhrif á þessar flugferðir Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun og búist er við röskunum á flugáætlun Icelandair vegna þess. 17. desember 2017 07:38 Verkfall flugvirkja: Reiknar með að deiluaðilar hittist í dag Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að líklegt sé að samninganefndir flugvirkja og SA muni hittast í til að ræða kjarasamning flugvirkja. Verkfall flugvirkja Icelandair hófst í morgun en ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar. 17. desember 2017 12:26 Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Verkfallið hefur áhrif á þessar flugferðir Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun og búist er við röskunum á flugáætlun Icelandair vegna þess. 17. desember 2017 07:38
Verkfall flugvirkja: Reiknar með að deiluaðilar hittist í dag Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að líklegt sé að samninganefndir flugvirkja og SA muni hittast í til að ræða kjarasamning flugvirkja. Verkfall flugvirkja Icelandair hófst í morgun en ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar. 17. desember 2017 12:26
Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11