Framlög lækka þvert á stjórnarsáttmálann Sveinn Arnarsson skrifar 18. desember 2017 07:45 Áfangastaðaáætlun landshlutasamtaka er í uppnámi verði ekki brugðist við lækkandi fjárframlagi ríkis. VÍSIR/ERNIR Framlög ríkis til markaðsstofa landsbyggðanna lækka í fjárlögum Bjarna Benediktssonar um 11 milljónir króna. Í frumvarpi Benedikts Jóhannessonar var framlag til markaðsstofa landsbyggðanna 91 milljón en er 80 milljónir í nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Samt sem áður stendur í stjórnarsáttmála flokkanna þriggja að efla eigi markaðsstofurnar Markaðsstofur landshlutanna eru sex talsins og eru þær staðsettar á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi, Reykjanesi og Suðurlandi. Hlutverk þeirra er að samræma markaðs- og kynningarmál í ferðaþjónustu og vinna þær með 780 fyrirtækjum og 65 sveitarfélögum. „Þetta horfir ekki vel við mér og ég vona að þetta verði lagað í meðförum þingsins. Það skiptir miklu máli að við fáum hækkun frá fyrra ári,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. „Við áttum von á að geta haldið áfram í verkefnum um áfangastaðaáætlun og að það yrði fjármagnað áfram. Við eygðum von um að tvö stöðugildi yrðu að fullu fjármögnuð af ríki en það næst ekki ef af þessu verður.“Ekki í samræmi við sáttmálann Markaðsstofurnar reiða sig að miklu leyti á sjálfsaflafé og styrki en einnig eru þær með þjónustusamninga við sveitarfélög. Að mati Arnheiðar er einnig eðlilegt að ríkið komi kröftuglega inn í þetta starf til að búa til stoðkerfi fyrir ferðaþjónustu á landsbyggð- inni. „Miðað við það sem stendur í stjórnarsáttmálanum þá er fjárlagafrumvarpið ekki í samræmi við þau orð,“ bætir Arnheiður við. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, nýr þingmaður Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi segir þetta slæmt fyrir það starf sem unnið er í ferðaþjónustu um allt land. „Það er skrýtið að fjármagnið minnki á milli fjárlagafrumvarpa Benedikts Jóhannessonar og Bjarna Benediktssonar þegar ákvæði um eflingu landshlutasamtakanna er komið inn í stjórnarsáttmála. Það er lítil efling í því að skerða fjármagnið til þeirra,“ segir AlbertínaÁrétting:Framlög til Markaðstofa landshlutanna verða 91 milljón krónur þegar upp er staðið samkvæmt ráðuneyti ferðamála. Þessu verður úr bætt og lagað fyrir aðra umræðu fjárlaga í þinginu. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Fjárlög Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Framlög ríkis til markaðsstofa landsbyggðanna lækka í fjárlögum Bjarna Benediktssonar um 11 milljónir króna. Í frumvarpi Benedikts Jóhannessonar var framlag til markaðsstofa landsbyggðanna 91 milljón en er 80 milljónir í nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Samt sem áður stendur í stjórnarsáttmála flokkanna þriggja að efla eigi markaðsstofurnar Markaðsstofur landshlutanna eru sex talsins og eru þær staðsettar á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi, Reykjanesi og Suðurlandi. Hlutverk þeirra er að samræma markaðs- og kynningarmál í ferðaþjónustu og vinna þær með 780 fyrirtækjum og 65 sveitarfélögum. „Þetta horfir ekki vel við mér og ég vona að þetta verði lagað í meðförum þingsins. Það skiptir miklu máli að við fáum hækkun frá fyrra ári,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. „Við áttum von á að geta haldið áfram í verkefnum um áfangastaðaáætlun og að það yrði fjármagnað áfram. Við eygðum von um að tvö stöðugildi yrðu að fullu fjármögnuð af ríki en það næst ekki ef af þessu verður.“Ekki í samræmi við sáttmálann Markaðsstofurnar reiða sig að miklu leyti á sjálfsaflafé og styrki en einnig eru þær með þjónustusamninga við sveitarfélög. Að mati Arnheiðar er einnig eðlilegt að ríkið komi kröftuglega inn í þetta starf til að búa til stoðkerfi fyrir ferðaþjónustu á landsbyggð- inni. „Miðað við það sem stendur í stjórnarsáttmálanum þá er fjárlagafrumvarpið ekki í samræmi við þau orð,“ bætir Arnheiður við. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, nýr þingmaður Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi segir þetta slæmt fyrir það starf sem unnið er í ferðaþjónustu um allt land. „Það er skrýtið að fjármagnið minnki á milli fjárlagafrumvarpa Benedikts Jóhannessonar og Bjarna Benediktssonar þegar ákvæði um eflingu landshlutasamtakanna er komið inn í stjórnarsáttmála. Það er lítil efling í því að skerða fjármagnið til þeirra,“ segir AlbertínaÁrétting:Framlög til Markaðstofa landshlutanna verða 91 milljón krónur þegar upp er staðið samkvæmt ráðuneyti ferðamála. Þessu verður úr bætt og lagað fyrir aðra umræðu fjárlaga í þinginu.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Fjárlög Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira