Gamla konan fór að hágráta þegar símanúmer skólasystur hennar í Danmörku fannst Jakob Bjarnar skrifar 18. desember 2017 11:52 Ágústa segir það af og frá að reikningar fyrir þjónustu 1819 hlaupi á tugum þúsunda. „Verðskráin er skýr og aðgengileg og ekkert gjald er tekið meðan beðið er,“ segir Ágústa Finnbogadóttir hjá 1819. Vísir greindi fá því fyrr í mánuðinum, og byggði þar meðal annars á úttekt Morgunblaðsins, að kostnaðurinn við að hringja í þjónustunúmerin 1818 og 1819 til að fá uppgefnar upplýsingar um símanúmer geta slagað vel uppí þúsund krónur. Þá fylgdi sögunni að fyrir komi að reikningar, einkum meðal þeirra sem eldri eru, geti slegið upp í 20 þúsund krónur fyrir þjónustuna. Ágústa kannast ekki við slíka reikninga, hún segir fréttaflutninginn misvísandi og ekki gefa rétta mynd af því mikilvæga starfi sem unnið er á 1819. Ágústa segir það vissulega rétt að oft hringi eldra fólk og einmana en þá sé því vísað á Vinalínuna. „Oft lendum við í því að það er hringt, manneskjan er þá mjög leið, jafnvel í sjálfsmorðshugleiðingum, þá þarf að bregðast mjög vel við og koma manneskjunni til þess að spjalla við hjálparlínuna eða 1717. Mjög mikilvægt er að bregðast rétt við og koma manneskjunni á réttan stað.“Einn vill spyrja út leikara og gamlar kvikmyndir Erindin sem 1819 fær eru reyndar af ýmsum toga og alls ekki dapurleg: „Það er til dæmis aðili sem hringir oft í 1819 sem er með ýmsar spurningar um kvikmyndir.Hann spyr um leikara í myndum, jafnvel ástir þeirra og örlög í raunverulegu lífi þeirra. Hann spyr um leikstjóra og ártöl. Oft leiða spurningarnar frá einni kvikmynd yfir í aðra en mest eru þetta eldri kvikmyndir.“ Ágústa segir að þó starfsfólk 1819 reyni að sinna þeim sem hringja vel þá sé það ekki svo að reikningar fyrir slíka þjónustu hlaupi á tugum þúsunda. „Eitt af því sem 1819 hefur lagt sig fram við er hröð þjónusta í svörun símtala og er staðan sú að meðaltals lengd símtals eru 30 sek og 95% símtala eru innan við mínútu.“Þjónusta sem hefur vaxið mikið1819 hóf starfsemi fyrir rétt rúmum þremur árum með það að markmiði, að sögn Ágústu, að bjóða á mun lægra verði þjónustu, sem þúsundir Íslendinga nota daglega. „Þessu hefur verið vel tekið enda er munurinn um 20 prósent ódýrari þjónusta.“ Hún bendir á að 1819 sé eina upplýsingaveitan sem er opin allan sólahringinn, allan ársins hring og veitir þannig aukið öryggi sem margoft hefur reynt á. „Á nóttunni vantar fólk oft upplýsingar um símanúmer til að hringja uppá flugstöð, töskur tapast og fleira. Það hefur kannski sofið yfir sig fyrir flug.“Vísir ræddi við Þórunni Sveinbjörnsdóttir, formann Félags eldri borgara, fyrr í mánuðinum og hún segir eldri borgara marga eiga erfitt með að fóta sig í hinum netvædda nútíma.Ágústa segir að nokkuð hafi dregið úr því að fólk notfæri sér þessa þjónustu eftir að frétt Vísis birtist og það sé miður. „Auk þess að starfrækja þjónustuver sem svarar fyrir númerið 1819 þá er einnig haldin úti vefsíðan 1819.is þar sem hægt er að nálgast sömu upplýsingar og þjónustuverið gefur upp án kostnaðar, auk apps í farsíma sem einnig er gjaldfrjálst. Þessi þjónusta hefur vaxið gríðarlega og skipta notendur tugum þúsunda.“Hjartnæm stund þegar gamla skólasystirin fannstVísi lék forvitni á að vita hvaða erindi þetta væru sem þau hjá 1819 fengju til viðfangs? Ágústa segir það allt milli himins og jarðar. Þannig hafi kona nokkur fengið leiðbeiningar um það hvernig hún ætti að elda sætar kartöflur. „Mjög fullorðin kona sem leitaði að gamallar skólasystur sem hún hafði misst samband við fyrir 30 árum. Hún vissi að skólasystirin byggi í Danmörku.Konan var orðin mjög veik og langaði svo að kveðja þessa gömlu vinkonu og þakka fyrir liðna tíð áður en hún færi. Þegar okkar starfsmaður hafði fundið skólasysturina í Danmörku, bæði símanúmer og heimilisfang þá barst gamla konan í grát af gleði því hún hafði mjög litla trú á að hún myndi getað kvatt þessa skólasystur sína og trúði vart að nú myndi hún geta það og þakkaði aftur og aftur fyrir aðstoðina.“ Ágústa segir stundina hafa verið svo hjartnæma og fallega að starfsmaðurinn mátti hafa sig alla við að fara ekki að hágráta með konunni. „En, það láku nú samt tár í þjónustuverinu.“Er dagur eða nótt? Ágústa segir að oft sé verið að leita upplýsinga um annað en það sem kemur fram á 1819.is. „Við þurfum þá að bregðast hratt við og færa okkur yfir á aðra miðla til að veita þessar upplýsingar. Dæmi um þetta er til dæmis þegar verið er að leita að ákveðnum vörum, uppskriftum, rafmagnsbilunum, færð á vegum, verkstæðum sem sinna viðgerðum á ákveðnum tegundum af bílum og margt fleira. Það skemmtilegasta við starfið er hversu þakklátt fólk er þegar við finnum þær upplýsingar sem leitað er eftir.“ Svo er að heyra á Ágústu að fá takmörk séu fyrir því hvaða erindi þetta eru sem þau hjá 1819 þurfa að sinna. „Við fáum símtöl þar sem spurt hvort að það sé dagur eða nótt og líka hvaða dagur er í dag. Og við höfum lent í að taka þátt í partýum þar sem er spurningakeppni í gangi, mjög skemmtilegt,“ segir Ágústa. En hún telur það af og frá að fólk sitji uppi með tugþúsundakróna reikninga fyrir þjónustu 1819. „1819 er þakklátt fyrir þann mikla meðbyr sem fyrirtækið hefur fengið þennan stutta starfstíma og greinilega hefur komið í ljós að þörf var á samkeppni á þessum markaði. Við munum áfram leggja okkur fram um góða þjónustu og sanngjarna verðlagningu.“ Neytendur Tengdar fréttir Getur slagað hátt í þúsund krónur að hringja í 1818 og 1819 Þórunn Sveinbjörnsdóttir segir eldri borgara einangraða vegna netvæðingarinnar. 6. desember 2017 13:14 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
„Verðskráin er skýr og aðgengileg og ekkert gjald er tekið meðan beðið er,“ segir Ágústa Finnbogadóttir hjá 1819. Vísir greindi fá því fyrr í mánuðinum, og byggði þar meðal annars á úttekt Morgunblaðsins, að kostnaðurinn við að hringja í þjónustunúmerin 1818 og 1819 til að fá uppgefnar upplýsingar um símanúmer geta slagað vel uppí þúsund krónur. Þá fylgdi sögunni að fyrir komi að reikningar, einkum meðal þeirra sem eldri eru, geti slegið upp í 20 þúsund krónur fyrir þjónustuna. Ágústa kannast ekki við slíka reikninga, hún segir fréttaflutninginn misvísandi og ekki gefa rétta mynd af því mikilvæga starfi sem unnið er á 1819. Ágústa segir það vissulega rétt að oft hringi eldra fólk og einmana en þá sé því vísað á Vinalínuna. „Oft lendum við í því að það er hringt, manneskjan er þá mjög leið, jafnvel í sjálfsmorðshugleiðingum, þá þarf að bregðast mjög vel við og koma manneskjunni til þess að spjalla við hjálparlínuna eða 1717. Mjög mikilvægt er að bregðast rétt við og koma manneskjunni á réttan stað.“Einn vill spyrja út leikara og gamlar kvikmyndir Erindin sem 1819 fær eru reyndar af ýmsum toga og alls ekki dapurleg: „Það er til dæmis aðili sem hringir oft í 1819 sem er með ýmsar spurningar um kvikmyndir.Hann spyr um leikara í myndum, jafnvel ástir þeirra og örlög í raunverulegu lífi þeirra. Hann spyr um leikstjóra og ártöl. Oft leiða spurningarnar frá einni kvikmynd yfir í aðra en mest eru þetta eldri kvikmyndir.“ Ágústa segir að þó starfsfólk 1819 reyni að sinna þeim sem hringja vel þá sé það ekki svo að reikningar fyrir slíka þjónustu hlaupi á tugum þúsunda. „Eitt af því sem 1819 hefur lagt sig fram við er hröð þjónusta í svörun símtala og er staðan sú að meðaltals lengd símtals eru 30 sek og 95% símtala eru innan við mínútu.“Þjónusta sem hefur vaxið mikið1819 hóf starfsemi fyrir rétt rúmum þremur árum með það að markmiði, að sögn Ágústu, að bjóða á mun lægra verði þjónustu, sem þúsundir Íslendinga nota daglega. „Þessu hefur verið vel tekið enda er munurinn um 20 prósent ódýrari þjónusta.“ Hún bendir á að 1819 sé eina upplýsingaveitan sem er opin allan sólahringinn, allan ársins hring og veitir þannig aukið öryggi sem margoft hefur reynt á. „Á nóttunni vantar fólk oft upplýsingar um símanúmer til að hringja uppá flugstöð, töskur tapast og fleira. Það hefur kannski sofið yfir sig fyrir flug.“Vísir ræddi við Þórunni Sveinbjörnsdóttir, formann Félags eldri borgara, fyrr í mánuðinum og hún segir eldri borgara marga eiga erfitt með að fóta sig í hinum netvædda nútíma.Ágústa segir að nokkuð hafi dregið úr því að fólk notfæri sér þessa þjónustu eftir að frétt Vísis birtist og það sé miður. „Auk þess að starfrækja þjónustuver sem svarar fyrir númerið 1819 þá er einnig haldin úti vefsíðan 1819.is þar sem hægt er að nálgast sömu upplýsingar og þjónustuverið gefur upp án kostnaðar, auk apps í farsíma sem einnig er gjaldfrjálst. Þessi þjónusta hefur vaxið gríðarlega og skipta notendur tugum þúsunda.“Hjartnæm stund þegar gamla skólasystirin fannstVísi lék forvitni á að vita hvaða erindi þetta væru sem þau hjá 1819 fengju til viðfangs? Ágústa segir það allt milli himins og jarðar. Þannig hafi kona nokkur fengið leiðbeiningar um það hvernig hún ætti að elda sætar kartöflur. „Mjög fullorðin kona sem leitaði að gamallar skólasystur sem hún hafði misst samband við fyrir 30 árum. Hún vissi að skólasystirin byggi í Danmörku.Konan var orðin mjög veik og langaði svo að kveðja þessa gömlu vinkonu og þakka fyrir liðna tíð áður en hún færi. Þegar okkar starfsmaður hafði fundið skólasysturina í Danmörku, bæði símanúmer og heimilisfang þá barst gamla konan í grát af gleði því hún hafði mjög litla trú á að hún myndi getað kvatt þessa skólasystur sína og trúði vart að nú myndi hún geta það og þakkaði aftur og aftur fyrir aðstoðina.“ Ágústa segir stundina hafa verið svo hjartnæma og fallega að starfsmaðurinn mátti hafa sig alla við að fara ekki að hágráta með konunni. „En, það láku nú samt tár í þjónustuverinu.“Er dagur eða nótt? Ágústa segir að oft sé verið að leita upplýsinga um annað en það sem kemur fram á 1819.is. „Við þurfum þá að bregðast hratt við og færa okkur yfir á aðra miðla til að veita þessar upplýsingar. Dæmi um þetta er til dæmis þegar verið er að leita að ákveðnum vörum, uppskriftum, rafmagnsbilunum, færð á vegum, verkstæðum sem sinna viðgerðum á ákveðnum tegundum af bílum og margt fleira. Það skemmtilegasta við starfið er hversu þakklátt fólk er þegar við finnum þær upplýsingar sem leitað er eftir.“ Svo er að heyra á Ágústu að fá takmörk séu fyrir því hvaða erindi þetta eru sem þau hjá 1819 þurfa að sinna. „Við fáum símtöl þar sem spurt hvort að það sé dagur eða nótt og líka hvaða dagur er í dag. Og við höfum lent í að taka þátt í partýum þar sem er spurningakeppni í gangi, mjög skemmtilegt,“ segir Ágústa. En hún telur það af og frá að fólk sitji uppi með tugþúsundakróna reikninga fyrir þjónustu 1819. „1819 er þakklátt fyrir þann mikla meðbyr sem fyrirtækið hefur fengið þennan stutta starfstíma og greinilega hefur komið í ljós að þörf var á samkeppni á þessum markaði. Við munum áfram leggja okkur fram um góða þjónustu og sanngjarna verðlagningu.“
Neytendur Tengdar fréttir Getur slagað hátt í þúsund krónur að hringja í 1818 og 1819 Þórunn Sveinbjörnsdóttir segir eldri borgara einangraða vegna netvæðingarinnar. 6. desember 2017 13:14 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Getur slagað hátt í þúsund krónur að hringja í 1818 og 1819 Þórunn Sveinbjörnsdóttir segir eldri borgara einangraða vegna netvæðingarinnar. 6. desember 2017 13:14