Opna risastóran trampólíngarð í húsnæði Kosts Daníel Freyr Birkisson skrifar 18. desember 2017 14:33 Húsnæðið er um tvö þúsund fermetrar að sögn Torfa. vísir/valgarður Rush Iceland greindi frá því á Facebook-síðu sinni um helgina að stefnt væri að opnun trampólíngarðs í húsnæði verslunarinnar Kosts á Dalvegi 10-14 sem lokaði fyrir stuttu.„Við stefnum á opnun snemma næsta árs. Það fer allt eftir því hvernig hönnunin gengur,“ segir Torfi Jóhannsson, maðurinn á bak við verkefnið, í samtali við fréttastofu Vísis. „Við erum búin að vera að leita að hentugu húsnæði í þrjú ár. Þessi hugmynd kom upp þegar Kostur hætti. Þarna verður nóg hægt að gera enda er húsnæðið um tvö þúsund fermetrar.“Þessi mynd er tekin í einum af fjölmörgum trampólíngörðum Rush.Rush IcelandVísir greindi frá því í apríl að Rush Iceland hygðist opna trampólíngarð í Suðurhrauni í Garðabæ. Ekkert varð af þeim áætlunum og verður garðurinn nú þar sem verslunin Kostur var. Hann segir að Suðurhraun hafi dottið upp fyrir þar sem að bygging hússins hafi dregist lengur en gert var ráð fyrir. Rush rekur tíu trampólíngarða víðsvegar um heiminn og setur það kröfur að öryggisstöðlum sé fylgt. „Við innleiðum þeirra kerfi og stjórnun. Svo munum við gæta að öryggiskröfum- og stöðlum sem sett eru í Bandaríkjunum og Evrópu,“ segir Torfi. Hann segir viðtökurnar hafa verið góðar. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og fólki finnst þetta spennandi. Við höfum fengið margar fyrirspurnir um það hvenær við opnum en við vorum bara ekki tilbúin að opna við hvaða aðstæður sem er. Við vildum hafa ákveðna lofthæð og stærð og þegar það húsnæði komst í okkar hendur loksins, þá var stokkið á það.“Hér má sjá tilkynninguna sem birtist á Facebook-síðu Rush Iceland um liðna helgi. Neytendur Tengdar fréttir Risastór trampólíngarður í Garðabæinn Staðurinn verður í Suðurhrauni 10. 12. apríl 2017 11:21 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Rush Iceland greindi frá því á Facebook-síðu sinni um helgina að stefnt væri að opnun trampólíngarðs í húsnæði verslunarinnar Kosts á Dalvegi 10-14 sem lokaði fyrir stuttu.„Við stefnum á opnun snemma næsta árs. Það fer allt eftir því hvernig hönnunin gengur,“ segir Torfi Jóhannsson, maðurinn á bak við verkefnið, í samtali við fréttastofu Vísis. „Við erum búin að vera að leita að hentugu húsnæði í þrjú ár. Þessi hugmynd kom upp þegar Kostur hætti. Þarna verður nóg hægt að gera enda er húsnæðið um tvö þúsund fermetrar.“Þessi mynd er tekin í einum af fjölmörgum trampólíngörðum Rush.Rush IcelandVísir greindi frá því í apríl að Rush Iceland hygðist opna trampólíngarð í Suðurhrauni í Garðabæ. Ekkert varð af þeim áætlunum og verður garðurinn nú þar sem verslunin Kostur var. Hann segir að Suðurhraun hafi dottið upp fyrir þar sem að bygging hússins hafi dregist lengur en gert var ráð fyrir. Rush rekur tíu trampólíngarða víðsvegar um heiminn og setur það kröfur að öryggisstöðlum sé fylgt. „Við innleiðum þeirra kerfi og stjórnun. Svo munum við gæta að öryggiskröfum- og stöðlum sem sett eru í Bandaríkjunum og Evrópu,“ segir Torfi. Hann segir viðtökurnar hafa verið góðar. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og fólki finnst þetta spennandi. Við höfum fengið margar fyrirspurnir um það hvenær við opnum en við vorum bara ekki tilbúin að opna við hvaða aðstæður sem er. Við vildum hafa ákveðna lofthæð og stærð og þegar það húsnæði komst í okkar hendur loksins, þá var stokkið á það.“Hér má sjá tilkynninguna sem birtist á Facebook-síðu Rush Iceland um liðna helgi.
Neytendur Tengdar fréttir Risastór trampólíngarður í Garðabæinn Staðurinn verður í Suðurhrauni 10. 12. apríl 2017 11:21 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira