Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2017 16:29 Karl Steinar Valsson frá Europol og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundinum í dag. vísir/ernir Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. Voru þrír þeirra úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir hafa búið á Íslandi um töluverða hríð en eru allir vel þekktir lögregluyfirvöldum í Póllandi og hafa einhverjir þeirra verið dæmdir í fangelsi þar. Þetta kom fram á sameiginlegum blaðamannafundi lögregluyfirvalda hér á landi, pólsku lögreglunnar, tollstjóra, Europol og Eurojust sem nú fer fram í Rúgbrauðsgerðinni. Málið hefur verið til rannsóknar í rúmt ár og á rannsóknartímanum hafa yfirvöld hér á landi lagt hald á amfetamínbasa, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni. Þá var einnig lagt hald á MDMA sem hægt væri að framleiða 26 þúsund e-töflur úr. Gengið er út frá því í rannsókninni að selja hafi átt fíkniefnin hér á landi.Hald lagt á peninga og eignir að virði allt að 200 milljónir króna Lagt var hald á fasteignir, bíla, fjármuni í bönkum og hluti í fyrirtækjum í tengslum við aðgerðirnar sem Karl Steinar Valsson, fulltrúi hjá Europol, segir að séu samtals að virði allt að 200 milljónir íslenskra króna. Málið er gríðarlega umfangsmikið og snýst ekki aðeins um innflutning og framleiðslu fíkniefna heldur einnig um fjársvik og peningaþvætti. Ekki var hægt að fara nánar út í það á fundinum um hvað svikastarfsemin snýst. Alls komu um 90 starfsmenn lögreglunnar og tollayfirvalda að aðgerðum hér á landi en farið var í samhæfðar aðgerðir á Íslandi, í Póllandi og Hollandi þann 12. desember síðastliðinn klukkan sex um morguninn.Uppræta stóran hóp glæpamanna sem smyglar fíkniefnumFram kemur í tilkynningu á vef Europol að átta manns hafi verið handteknir í tengslum við málið og farið var í húsleitir á 30 stöðum. Fíkniefni voru gerð upptæk sem og peningar og aðrar eignir fyrir samtals 1,8 milljónir evra sem samsvarar um 225 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Miðað við það sem fram kom í máli Karls Steinars og Gríms í dag hefur því mest af peningunum og eignunum verið haldlagt hér á landi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði að upphaf samstarfs íslenskra lögregluyfirvalda við pólsk og hollensk lögregluyfirvöld megi rekja til fundar lögreglustjóra og tollstjóra með Kamil Bracha, rannsóknarlögreglustjóra Póllands, haustið 2016. Fundurinn var að undirlagi Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra og fór fram á fundi lögreglustjóra Europol. Fram kom í máli Bracha á fundinum að aðalskipuleggjendur hinnar ætluðu skipulögðu brotastarfsemi væru Pólverjar. Með aðgerðunum nú væri verið að uppræta stóran hóp glæpamanna sem smyglar fíkniefnum hér á landi en líka í Hollandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Blaðamannafund lögreglunnar má sjá hér að neðan.
Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. Voru þrír þeirra úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir hafa búið á Íslandi um töluverða hríð en eru allir vel þekktir lögregluyfirvöldum í Póllandi og hafa einhverjir þeirra verið dæmdir í fangelsi þar. Þetta kom fram á sameiginlegum blaðamannafundi lögregluyfirvalda hér á landi, pólsku lögreglunnar, tollstjóra, Europol og Eurojust sem nú fer fram í Rúgbrauðsgerðinni. Málið hefur verið til rannsóknar í rúmt ár og á rannsóknartímanum hafa yfirvöld hér á landi lagt hald á amfetamínbasa, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni. Þá var einnig lagt hald á MDMA sem hægt væri að framleiða 26 þúsund e-töflur úr. Gengið er út frá því í rannsókninni að selja hafi átt fíkniefnin hér á landi.Hald lagt á peninga og eignir að virði allt að 200 milljónir króna Lagt var hald á fasteignir, bíla, fjármuni í bönkum og hluti í fyrirtækjum í tengslum við aðgerðirnar sem Karl Steinar Valsson, fulltrúi hjá Europol, segir að séu samtals að virði allt að 200 milljónir íslenskra króna. Málið er gríðarlega umfangsmikið og snýst ekki aðeins um innflutning og framleiðslu fíkniefna heldur einnig um fjársvik og peningaþvætti. Ekki var hægt að fara nánar út í það á fundinum um hvað svikastarfsemin snýst. Alls komu um 90 starfsmenn lögreglunnar og tollayfirvalda að aðgerðum hér á landi en farið var í samhæfðar aðgerðir á Íslandi, í Póllandi og Hollandi þann 12. desember síðastliðinn klukkan sex um morguninn.Uppræta stóran hóp glæpamanna sem smyglar fíkniefnumFram kemur í tilkynningu á vef Europol að átta manns hafi verið handteknir í tengslum við málið og farið var í húsleitir á 30 stöðum. Fíkniefni voru gerð upptæk sem og peningar og aðrar eignir fyrir samtals 1,8 milljónir evra sem samsvarar um 225 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Miðað við það sem fram kom í máli Karls Steinars og Gríms í dag hefur því mest af peningunum og eignunum verið haldlagt hér á landi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði að upphaf samstarfs íslenskra lögregluyfirvalda við pólsk og hollensk lögregluyfirvöld megi rekja til fundar lögreglustjóra og tollstjóra með Kamil Bracha, rannsóknarlögreglustjóra Póllands, haustið 2016. Fundurinn var að undirlagi Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra og fór fram á fundi lögreglustjóra Europol. Fram kom í máli Bracha á fundinum að aðalskipuleggjendur hinnar ætluðu skipulögðu brotastarfsemi væru Pólverjar. Með aðgerðunum nú væri verið að uppræta stóran hóp glæpamanna sem smyglar fíkniefnum hér á landi en líka í Hollandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Blaðamannafund lögreglunnar má sjá hér að neðan.
Lögreglumál Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur lögreglu Lögreglan og embætti tollstjóra hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 16. 18. desember 2017 14:14 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannafundur lögreglu Lögreglan og embætti tollstjóra hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 16. 18. desember 2017 14:14
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent