Fjöldi áhyggjufullra farþega hefur sett sig í samband við Samgöngustofu Birgir Olgeirsson skrifar 18. desember 2017 19:32 Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. Vísir/Eyþór „Fólk hefur auðvitað verið að spyrjast fyrir og hefur haft áhyggjur af því að peningarnir sem liggja í flugmiðunum þeirra séu tapaðir,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, um þá sem hafa sett sig í samband við stofnunina vegna verkfalls flugvirkja Icelandair. Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. Þórhildur segir töluverðan fjölda fyrirspurna hafa borist Samgöngustofu frá áhyggjufullum farþegum. Hún segir ágætt að geta sagt þessum farþegum frá því að þeir eiga rétt á að fá annað far með Icelandair, far með öðrum flugfélagi á áfangastaðinn eða andvirði flugmiðans endurgreitt. Um sé að ræða samkomulag á milli farþegans og flugrekandans hvaða möguleiki verður fyrir valinu en þessi réttindi flugfarþega eru tryggð í Evrópureglugerð. „Þetta á að vera valkvætt fyrir farþegann ef fluginu hans er aflýst vegna verkfalls eða vegna atburða sem eru ekki álitnir ófyrirsjáanlegir en það gildir öðru máli ef tafir eða aflýsingar verða vegna ófyrirséðra atburða. Svo á farþeginn rétt á ákveðinni þjónustu til viðbótar ef hann er kominn út á flugvöll,“ segir Þórhildur en þar á meðal eru máltíðir, hótelgisting og símtöl í boði flugfélagsins. Farþegar geta átt rétt á skaðabótum í vissum tilvikum þegar tafir verða eða flugi er aflýst en það fer eftir því hvers eðlis töfin er. Ef um verkfall þriðja aðila er að ræða sem flugrekandinn getur ekki haft stjórn á þá falla skaðabæturnar niður. Ef um er að ræða verkfall starfsfólks flugrekandans sjálfs, eins og tilviki verkfalls flugvirkja Icelandair, þá flokkast það almennt ekki undir óviðráðanlegar aðstæður. Þó getur verkfall starfsmanna flugrekandans verið undanskilið skaðabótaskyldu ef það var boðað með góðum fyrirvara. Þórhildur bendir einnig á að flugfélaginu ber skylda til að veita farþegum skriflegar upplýsingar um réttindi sín. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði við Vísi um liðna helgi að komið yrði til móts við farþega og að stefna Icelandair væri að gera allt sem hægt er til aðstoða farþega.Hægt er að fræðast nánar um réttindi flugfarþega á vef Samgöngustofu hér. Fréttir af flugi Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Hlutabréf í Icelandair lækka flugið Verkfallið hófst klukkan 6 í gærmorgun og hefur valdið mikilli röskun á flugi Icelandair. Lækkun dagsins það sem af er nemur 3,26 prósentum. 18. desember 2017 10:55 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45 Verkfall flugvirkja: Deiluaðilar funda síðdegis Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins klukkan fjögur í dag. 18. desember 2017 13:45 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Sjá meira
„Fólk hefur auðvitað verið að spyrjast fyrir og hefur haft áhyggjur af því að peningarnir sem liggja í flugmiðunum þeirra séu tapaðir,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, um þá sem hafa sett sig í samband við stofnunina vegna verkfalls flugvirkja Icelandair. Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. Þórhildur segir töluverðan fjölda fyrirspurna hafa borist Samgöngustofu frá áhyggjufullum farþegum. Hún segir ágætt að geta sagt þessum farþegum frá því að þeir eiga rétt á að fá annað far með Icelandair, far með öðrum flugfélagi á áfangastaðinn eða andvirði flugmiðans endurgreitt. Um sé að ræða samkomulag á milli farþegans og flugrekandans hvaða möguleiki verður fyrir valinu en þessi réttindi flugfarþega eru tryggð í Evrópureglugerð. „Þetta á að vera valkvætt fyrir farþegann ef fluginu hans er aflýst vegna verkfalls eða vegna atburða sem eru ekki álitnir ófyrirsjáanlegir en það gildir öðru máli ef tafir eða aflýsingar verða vegna ófyrirséðra atburða. Svo á farþeginn rétt á ákveðinni þjónustu til viðbótar ef hann er kominn út á flugvöll,“ segir Þórhildur en þar á meðal eru máltíðir, hótelgisting og símtöl í boði flugfélagsins. Farþegar geta átt rétt á skaðabótum í vissum tilvikum þegar tafir verða eða flugi er aflýst en það fer eftir því hvers eðlis töfin er. Ef um verkfall þriðja aðila er að ræða sem flugrekandinn getur ekki haft stjórn á þá falla skaðabæturnar niður. Ef um er að ræða verkfall starfsfólks flugrekandans sjálfs, eins og tilviki verkfalls flugvirkja Icelandair, þá flokkast það almennt ekki undir óviðráðanlegar aðstæður. Þó getur verkfall starfsmanna flugrekandans verið undanskilið skaðabótaskyldu ef það var boðað með góðum fyrirvara. Þórhildur bendir einnig á að flugfélaginu ber skylda til að veita farþegum skriflegar upplýsingar um réttindi sín. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði við Vísi um liðna helgi að komið yrði til móts við farþega og að stefna Icelandair væri að gera allt sem hægt er til aðstoða farþega.Hægt er að fræðast nánar um réttindi flugfarþega á vef Samgöngustofu hér.
Fréttir af flugi Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Hlutabréf í Icelandair lækka flugið Verkfallið hófst klukkan 6 í gærmorgun og hefur valdið mikilli röskun á flugi Icelandair. Lækkun dagsins það sem af er nemur 3,26 prósentum. 18. desember 2017 10:55 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45 Verkfall flugvirkja: Deiluaðilar funda síðdegis Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins klukkan fjögur í dag. 18. desember 2017 13:45 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Sjá meira
Hlutabréf í Icelandair lækka flugið Verkfallið hófst klukkan 6 í gærmorgun og hefur valdið mikilli röskun á flugi Icelandair. Lækkun dagsins það sem af er nemur 3,26 prósentum. 18. desember 2017 10:55
Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03
Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45
Verkfall flugvirkja: Deiluaðilar funda síðdegis Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins klukkan fjögur í dag. 18. desember 2017 13:45