Brasilískur draumur og þýsk martröð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2017 09:00 Ísland - Brasilía á HM? Já, takk. Vísir/Getty Augu knattspyrnuheimsins verða á Moskvu í dag en þá verður dregið í riðla fyrir HM í Rússlandi sem fer þar fram næsta sumar. Eins og hvert mannsbarn veit, að minnsta kosti hér á landi, verður Ísland á meðal þátttökuþjóða í fyrsta sinn.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita fyrir HM-dráttinnSjá einnig: Argentína ein af átta þjóðum á HM sem við getum mætt í fyrsta sinn Spennan hér á landi er því mikil, eins og víða annars staðar. Til gamans hefur íþróttadeild Vísis stillt upp tveimur riðlum - draumariðlinum og martraðariðlinum en þá má einnig sjá fyrir neðan hvaða riðill er óskaniðurstaða lesenda Vísis, samkvæmt niðurstöðu könnunar sem gerð var í gær.Lesendur Vísis Rússland Perú Ísland Sádi-Arabía Þetta er líklega sá riðill sem hvað auðveldast væri að komast upp úr og í 16 liða úrslitin, enda Rússar langlægst skrifaða liðið úr fyrsta styrkleikaflokki. Raunar er Rússland neðst af öllum HM-þjóðunum á styrkleikalista FIFA en vegna stöðu liðsins sem gestgjafi fær það sæti í fyrsta styrkleikaflokki líkt og venjan er. Perú er sterkt lið úr Suður-Ameríku en það er langt síðan að liðið komst á HM síðast og sjálfsagt telja margir lesenda Vísis að Ísland eigi hvað mestan möguleika að leggja það að velli af þeim liðum sem eru í öðrum styrkleikaflokki. Sádí-Arabía er svo neðsta liðið úr fjórða flokknum og því eðlilegt val lesenda.Draumariðill Brasilía England Ísland Panama Sameinar það besta úr báðum heimum – að mæta skemmtilegum liðum og eiga möguleika á sæti í 16 liða úrslitunum. Hvern hefur ekki dreymt um að spila við Brasilíu á HM? Um það þarf vart að fjölyrða hversu stór stund það yrði. Englendinga höfum við unnið áður og er vel hægt að endurtaka þann leik. Það eru svo endalausir möguleikar á orðagríni með Panama-skjölin fyrir þann leik.Martraðariðill Þýskaland Kólumbía Ísland Nígería Þetta er erfiður riðill, svo vægt sé til orða tekið. Þjóðverjar eru ríkjandi heimsmeistarar og virðast einfaldlega ósigrandi á stórmóti. Þá eru Kólumbíumenn ávallt sterkir. Nígería er svo líklega sterkasta liðið sem hægt væri að fá úr fjórða styrkleikaflokki. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Argentína ein af átta þjóðum á HM sem við getum mætt í fyrsta sinn Ísland verður næsta sumar í fyrsta sinn á stærsta sviði fótboltans þegar liðið keppir á heimsmeistaramótinu í Rússlandi en þar gætu strákarnir okkar spilað við þjóðir í fyrsta sinn í sögu íslenska landsliðsins. Leikur á móti Lionel Messi og félögum yrði sögulegur. 1. desember 2017 06:30 Allt sem þú þarft að vita fyrir HM-dráttinn Í dag verður dregið í riðla fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Ísland er á meðal þátttökuþjóða í fyrsta sinn og blandar því geði við risa knattspyrnuheimsins í fyrsta sinn. 1. desember 2017 06:00 Ísland lukkuþjóð Brassa á HM Brasilía er ein af þjóðunum sem geta endað í riðli með Íslandi á HM í Rússlandi 2018 en dregið verður í riðla í Kreml á morgun. Brassarnir ættu að vonast eftir því að mæta íslenska landsliðinu næsta sumar. 30. nóvember 2017 06:00 Heimir: Alveg sama hvaða lið við fáum Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, á sér enga óskamótherja þegar dregið verður í riðla á HM 2018 á morgun. 30. nóvember 2017 19:44 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Augu knattspyrnuheimsins verða á Moskvu í dag en þá verður dregið í riðla fyrir HM í Rússlandi sem fer þar fram næsta sumar. Eins og hvert mannsbarn veit, að minnsta kosti hér á landi, verður Ísland á meðal þátttökuþjóða í fyrsta sinn.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita fyrir HM-dráttinnSjá einnig: Argentína ein af átta þjóðum á HM sem við getum mætt í fyrsta sinn Spennan hér á landi er því mikil, eins og víða annars staðar. Til gamans hefur íþróttadeild Vísis stillt upp tveimur riðlum - draumariðlinum og martraðariðlinum en þá má einnig sjá fyrir neðan hvaða riðill er óskaniðurstaða lesenda Vísis, samkvæmt niðurstöðu könnunar sem gerð var í gær.Lesendur Vísis Rússland Perú Ísland Sádi-Arabía Þetta er líklega sá riðill sem hvað auðveldast væri að komast upp úr og í 16 liða úrslitin, enda Rússar langlægst skrifaða liðið úr fyrsta styrkleikaflokki. Raunar er Rússland neðst af öllum HM-þjóðunum á styrkleikalista FIFA en vegna stöðu liðsins sem gestgjafi fær það sæti í fyrsta styrkleikaflokki líkt og venjan er. Perú er sterkt lið úr Suður-Ameríku en það er langt síðan að liðið komst á HM síðast og sjálfsagt telja margir lesenda Vísis að Ísland eigi hvað mestan möguleika að leggja það að velli af þeim liðum sem eru í öðrum styrkleikaflokki. Sádí-Arabía er svo neðsta liðið úr fjórða flokknum og því eðlilegt val lesenda.Draumariðill Brasilía England Ísland Panama Sameinar það besta úr báðum heimum – að mæta skemmtilegum liðum og eiga möguleika á sæti í 16 liða úrslitunum. Hvern hefur ekki dreymt um að spila við Brasilíu á HM? Um það þarf vart að fjölyrða hversu stór stund það yrði. Englendinga höfum við unnið áður og er vel hægt að endurtaka þann leik. Það eru svo endalausir möguleikar á orðagríni með Panama-skjölin fyrir þann leik.Martraðariðill Þýskaland Kólumbía Ísland Nígería Þetta er erfiður riðill, svo vægt sé til orða tekið. Þjóðverjar eru ríkjandi heimsmeistarar og virðast einfaldlega ósigrandi á stórmóti. Þá eru Kólumbíumenn ávallt sterkir. Nígería er svo líklega sterkasta liðið sem hægt væri að fá úr fjórða styrkleikaflokki.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Argentína ein af átta þjóðum á HM sem við getum mætt í fyrsta sinn Ísland verður næsta sumar í fyrsta sinn á stærsta sviði fótboltans þegar liðið keppir á heimsmeistaramótinu í Rússlandi en þar gætu strákarnir okkar spilað við þjóðir í fyrsta sinn í sögu íslenska landsliðsins. Leikur á móti Lionel Messi og félögum yrði sögulegur. 1. desember 2017 06:30 Allt sem þú þarft að vita fyrir HM-dráttinn Í dag verður dregið í riðla fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Ísland er á meðal þátttökuþjóða í fyrsta sinn og blandar því geði við risa knattspyrnuheimsins í fyrsta sinn. 1. desember 2017 06:00 Ísland lukkuþjóð Brassa á HM Brasilía er ein af þjóðunum sem geta endað í riðli með Íslandi á HM í Rússlandi 2018 en dregið verður í riðla í Kreml á morgun. Brassarnir ættu að vonast eftir því að mæta íslenska landsliðinu næsta sumar. 30. nóvember 2017 06:00 Heimir: Alveg sama hvaða lið við fáum Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, á sér enga óskamótherja þegar dregið verður í riðla á HM 2018 á morgun. 30. nóvember 2017 19:44 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Argentína ein af átta þjóðum á HM sem við getum mætt í fyrsta sinn Ísland verður næsta sumar í fyrsta sinn á stærsta sviði fótboltans þegar liðið keppir á heimsmeistaramótinu í Rússlandi en þar gætu strákarnir okkar spilað við þjóðir í fyrsta sinn í sögu íslenska landsliðsins. Leikur á móti Lionel Messi og félögum yrði sögulegur. 1. desember 2017 06:30
Allt sem þú þarft að vita fyrir HM-dráttinn Í dag verður dregið í riðla fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Ísland er á meðal þátttökuþjóða í fyrsta sinn og blandar því geði við risa knattspyrnuheimsins í fyrsta sinn. 1. desember 2017 06:00
Ísland lukkuþjóð Brassa á HM Brasilía er ein af þjóðunum sem geta endað í riðli með Íslandi á HM í Rússlandi 2018 en dregið verður í riðla í Kreml á morgun. Brassarnir ættu að vonast eftir því að mæta íslenska landsliðinu næsta sumar. 30. nóvember 2017 06:00
Heimir: Alveg sama hvaða lið við fáum Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, á sér enga óskamótherja þegar dregið verður í riðla á HM 2018 á morgun. 30. nóvember 2017 19:44