Sala á HM-pakkaferðum hefst „eins fljótt og hægt er“ eftir dráttinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2017 09:45 Íslendingar urðu fastagestir við Rauðu Mylluna í París en þar hituðu upp, fögnuðu og grétu í kringum leikina við Austurríki og Frakkland á EM 2016. Vísir/Vilhelm Icelandair stefnir á að setja í sölu ferðir á alla þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni eins fljótt og hægt er eftir að ljóst er í hvaða riðli Ísland lendir á HM í Rússlandi. Dregið verður í riðla í Moskvu í dag klukkan 15 að íslenskum tíma, klukkan 18 að staðartíma. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir stefna í að pakkaferðirnar fari í sölu í kvöld. Það sé planið. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.vísir/anton brink „Við verðum aðeins að sjá hvernig þetta kemur út,“ segir Guðjón. Á hann við í hvaða borgum Íslands spilar og á hvaða dögum. Það mun allt liggja fyrir þegar klukkan slær fjögur í dag.Sjá einnig:Allt sem þú þarft að vita fyrir dráttinn „Það sem við erum búnir að ákveða er að við fljúgum eina ferð að minnsta kosti á alla leikstaðina. Ferðirnar fara í sölu eins fljótt og hægt er eftir dráttinn.“ Um er að ræða tveggja sólarhringaferðir þar sem flogið verður út daginn fyrir leik og heim daginn eftir. Guðjón segir flugtímann til Rússlands ólíkan eftir því hvaða borgir um ræðir, enda Rússland risastórt land. Flugtíminn sé á bilinu fjórir til sex tímar, ekki ósvipað flugum til austurstrandar Bandaríkjanna. Heimsmeistarastyttan sem hefur verið keppt um síðan 1974. Ítalinn Silvio Gazzaniga hannaði hana.vísir/getty Hann vill ekkert gefa upp um verðið fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Flug, hótel og flutningur eru innifalin í verðinu en stuðningsmenn verða sjálfir að útvega sér miða á leikina í gegnum miðasölu FIFA. Um er að ræða 183 sæta vélar Icelandair og því ljóst að verði ein ferð farin á hvern leik, eins og staðan er núna, verða aldrei fleiri en 549 miðar í boði fyrir stuðningsmenn Íslands. Líkt og í Frakklandi 2016 mun fjöldi Íslendinga ferðast til Rússlands á eigin vegum, t.d. með flugi frá Íslandi til meginlands Evrópu og þaðan áfram til Rússlands. Mikill áhugi virðist vera á keppninni meðal landsmanna enda í fyrsta skipti sem landsliðið kemst í lokakeppni HM. Miðasala er þegar hafin en hún fer fram í nokkrum þrepum. Næsta þrep miðasölunnar hefst þann 5. desember en öll löglega sala miða fer fram á heimasíðu FIFA. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Icelandair stefnir á að setja í sölu ferðir á alla þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni eins fljótt og hægt er eftir að ljóst er í hvaða riðli Ísland lendir á HM í Rússlandi. Dregið verður í riðla í Moskvu í dag klukkan 15 að íslenskum tíma, klukkan 18 að staðartíma. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir stefna í að pakkaferðirnar fari í sölu í kvöld. Það sé planið. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.vísir/anton brink „Við verðum aðeins að sjá hvernig þetta kemur út,“ segir Guðjón. Á hann við í hvaða borgum Íslands spilar og á hvaða dögum. Það mun allt liggja fyrir þegar klukkan slær fjögur í dag.Sjá einnig:Allt sem þú þarft að vita fyrir dráttinn „Það sem við erum búnir að ákveða er að við fljúgum eina ferð að minnsta kosti á alla leikstaðina. Ferðirnar fara í sölu eins fljótt og hægt er eftir dráttinn.“ Um er að ræða tveggja sólarhringaferðir þar sem flogið verður út daginn fyrir leik og heim daginn eftir. Guðjón segir flugtímann til Rússlands ólíkan eftir því hvaða borgir um ræðir, enda Rússland risastórt land. Flugtíminn sé á bilinu fjórir til sex tímar, ekki ósvipað flugum til austurstrandar Bandaríkjanna. Heimsmeistarastyttan sem hefur verið keppt um síðan 1974. Ítalinn Silvio Gazzaniga hannaði hana.vísir/getty Hann vill ekkert gefa upp um verðið fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Flug, hótel og flutningur eru innifalin í verðinu en stuðningsmenn verða sjálfir að útvega sér miða á leikina í gegnum miðasölu FIFA. Um er að ræða 183 sæta vélar Icelandair og því ljóst að verði ein ferð farin á hvern leik, eins og staðan er núna, verða aldrei fleiri en 549 miðar í boði fyrir stuðningsmenn Íslands. Líkt og í Frakklandi 2016 mun fjöldi Íslendinga ferðast til Rússlands á eigin vegum, t.d. með flugi frá Íslandi til meginlands Evrópu og þaðan áfram til Rússlands. Mikill áhugi virðist vera á keppninni meðal landsmanna enda í fyrsta skipti sem landsliðið kemst í lokakeppni HM. Miðasala er þegar hafin en hún fer fram í nokkrum þrepum. Næsta þrep miðasölunnar hefst þann 5. desember en öll löglega sala miða fer fram á heimasíðu FIFA.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira