Fótbolti

Bein útsending: Hitað upp fyrir HM-dráttinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports er með stóra beina sjónvarpsútsendingu vegna HM í knattspyrnu en dregið er í riðla fyrir lokakeppnina í dag.

Útsendingin hefst klukkan 14.00 og verður hægt að nálgast hér fyrir neðan. Henry Birgir Gunnarsson og Tómas Þór Þórðarson stjórna útsendingunni sem stendur yfir fram yfir dráttinn, sem lýkur um klukkan 16.00.

Kolbeinn Tumi Daðason verður svo á flakki ásamt myndatökumanni og kemur reglulega inn í útsendinguna með góða gesti. Þá verður einnig gestkvæmt í myndveri en von er á Álfrúnu Pálsdóttur, ritstjóra Glamour, Hirti Hjartarsyni, skipstjóra Akraborgarinnar, og Guðmundi Benediktssyni, íþróttafréttamanni Stöðvar 2 Sports.

Þá verður íþróttafréttamaðurinn Hörður Magnússon með þeim Tómasi og Henry á meðan drættinum stendur og munu þeir gefa viðbrögð sín um leið og lið verða dregin úr pottinum í Kremlín í Moskvu.

Bein útsending verður sett í loftið um klukkan 14.00 en beina textalýsingu má einnig lesa neðst í fréttinni.

Uppfært. Útsendingunni er lokið. Upptakan verður aðgengileg innan skamms.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira
×