Starfsmenn Vodafone eftir kaupin verða um 550 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2017 13:45 Björn Víglundsson, Stefán Sigurðsson og Ingibjörg Pálmadóttir á starfsmannafundi 365 í morgun. Vísir/Vilhelm Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, og Ingibjörg Pálmadóttir, forstjóri 365, ræddu við starfsmenn 365 í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Skaftahlíð í morgun. Tilefnið var kaup Vodafone á stórum hluta 365 sem gengið var frá í gærkvöldi en um tíu milljarða króna viðskipti er að ræða.Allur hluti 365 færist yfir til Vodafone að frátöldu Fréttablaðinu og Glamour. Stöð 2, Bylgjan, X-ið, FM957, Vísir auk tilheyrandi auglýsinga- og áskriftardeilda færast yfir til Vodafone. Starf ritstjóra fréttahlutans sem fer undir hatt Vodafone, þ.e. Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, verður auglýst á næstunni. Mun Capacent sjá um ferlið. Þangað til verður Kristín Þorsteinsdóttir áfram aðalritstjóri allra miðla fram að ráðningu nýs ritstjóra. Eftir það verður hún útgefandi og ritstjóri Fréttablaðsins. Fréttablaðið mun á nýju ári setja í loftið nýjan vef, frettabladid.is. Efni úr Fréttablaðinu mun þó halda áfram að birtast á Vísi en samningur er þess efnis til tveggja ára. Sunna Karen Sigurþórsdóttir verður aðstoðarritstjóri á nýjum vef Fréttablaðsins. Björn Víglundsson verður framkvæmdastjóri nýs sviðs hjá Vodafone sem heitir Miðlar. Hann ræddi sömuleiðis við starfsfólk í höfuðstöðvum 365 í morgun. Fundur með starfsmönnum Vodafone fór fram í hádeginu. Starfsmenn hjá Vodafone eftir kaupin á stórum hluta 365 verður samanlagt um 550 manns eftir því sem fram kom í máli Stefáns í morgun. Starfsfólk mun ekki finna fyrir breytingum fyrr en á nýju ári. Stefnt er að því að öll starfsemi Vodafone verði á Suðurlandsbraut 8 innan tíðar.Eins og fram kemur í fréttinni er Vísir frá og með deginum í dag í eigu Vodafone. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tíu milljarða viðskipti Vodafone tekur í dag við rekstri útvarps- og sjónvarpssviðs 365 ásamt visir.is og fjarskiptasviði 365. 1. desember 2017 07:00 Allir fyrirvarar kaupsamnings Vodafone og 365 uppfylltir Afhending eigna og reksturs fer fram á morgun. Björn Víglundsson ráðinn framkvæmdastjóri nýs sviðs Miðla hjá Vodafone. 30. nóvember 2017 21:24 Samkeppniseftirlitið heimilar kaup Vodafone á tilteknum eignum og rekstri 365 Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað kaup Fjarskipta hf. (Vodafone) á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla hf. (365). 9. október 2017 15:59 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, og Ingibjörg Pálmadóttir, forstjóri 365, ræddu við starfsmenn 365 í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Skaftahlíð í morgun. Tilefnið var kaup Vodafone á stórum hluta 365 sem gengið var frá í gærkvöldi en um tíu milljarða króna viðskipti er að ræða.Allur hluti 365 færist yfir til Vodafone að frátöldu Fréttablaðinu og Glamour. Stöð 2, Bylgjan, X-ið, FM957, Vísir auk tilheyrandi auglýsinga- og áskriftardeilda færast yfir til Vodafone. Starf ritstjóra fréttahlutans sem fer undir hatt Vodafone, þ.e. Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, verður auglýst á næstunni. Mun Capacent sjá um ferlið. Þangað til verður Kristín Þorsteinsdóttir áfram aðalritstjóri allra miðla fram að ráðningu nýs ritstjóra. Eftir það verður hún útgefandi og ritstjóri Fréttablaðsins. Fréttablaðið mun á nýju ári setja í loftið nýjan vef, frettabladid.is. Efni úr Fréttablaðinu mun þó halda áfram að birtast á Vísi en samningur er þess efnis til tveggja ára. Sunna Karen Sigurþórsdóttir verður aðstoðarritstjóri á nýjum vef Fréttablaðsins. Björn Víglundsson verður framkvæmdastjóri nýs sviðs hjá Vodafone sem heitir Miðlar. Hann ræddi sömuleiðis við starfsfólk í höfuðstöðvum 365 í morgun. Fundur með starfsmönnum Vodafone fór fram í hádeginu. Starfsmenn hjá Vodafone eftir kaupin á stórum hluta 365 verður samanlagt um 550 manns eftir því sem fram kom í máli Stefáns í morgun. Starfsfólk mun ekki finna fyrir breytingum fyrr en á nýju ári. Stefnt er að því að öll starfsemi Vodafone verði á Suðurlandsbraut 8 innan tíðar.Eins og fram kemur í fréttinni er Vísir frá og með deginum í dag í eigu Vodafone.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tíu milljarða viðskipti Vodafone tekur í dag við rekstri útvarps- og sjónvarpssviðs 365 ásamt visir.is og fjarskiptasviði 365. 1. desember 2017 07:00 Allir fyrirvarar kaupsamnings Vodafone og 365 uppfylltir Afhending eigna og reksturs fer fram á morgun. Björn Víglundsson ráðinn framkvæmdastjóri nýs sviðs Miðla hjá Vodafone. 30. nóvember 2017 21:24 Samkeppniseftirlitið heimilar kaup Vodafone á tilteknum eignum og rekstri 365 Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað kaup Fjarskipta hf. (Vodafone) á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla hf. (365). 9. október 2017 15:59 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Tíu milljarða viðskipti Vodafone tekur í dag við rekstri útvarps- og sjónvarpssviðs 365 ásamt visir.is og fjarskiptasviði 365. 1. desember 2017 07:00
Allir fyrirvarar kaupsamnings Vodafone og 365 uppfylltir Afhending eigna og reksturs fer fram á morgun. Björn Víglundsson ráðinn framkvæmdastjóri nýs sviðs Miðla hjá Vodafone. 30. nóvember 2017 21:24
Samkeppniseftirlitið heimilar kaup Vodafone á tilteknum eignum og rekstri 365 Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað kaup Fjarskipta hf. (Vodafone) á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla hf. (365). 9. október 2017 15:59