Ísland í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2017 15:47 Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins fagnar hér á Laugardalsvelli þegar Ísland tryggði sér farmiðann til Rússlands. vísir/ernir Ísland verður í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. Þetta kom í ljós nú rétt í þessu en verið er að draga í riðla í Moskvu, höfuðborg Rússlands. Fyrsti leikur Íslands verður við Argentínu laugardaginn 16. júní í Moskvu. Eins og eflaust flestir vita leikur einn besti knattspyrnumaður heims, Lionel Messi, með Argentínu og því munu strákarnir okkar mæta Messi í Moskvu daginn fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní. Þeir mæta svo Nígeríu í Volgograd föstudaginn 22. júní og þriðjudaginn 26. júní mætum við okkar fornu fjendum Króötum í Rostov-on-Don.Það má með sanni segja að riðillinn sé dauðariðill en Argentína er eitt besta knattspyrnulið heims. Ísland hefur aldrei mætt Argentínu á knattspyrnuvellinum. Þá hefur Króatía reynst okkur erfiður mótherji en einhverjir muna eflaust eftir því að Króatar komu í veg fyrir að Íslendingar kæmust á HM 2014 þegar strákarnir töpuðu fyrir þeim í umspilinu 2013. Við vorum síðan með þeim í riðli í undankeppninni fyrir HM í Rússlandi þar sem við töpuðum fyrir þeim 2-0 úti í Króatíu en sigruðum þá svo 1-0 heima í sumar. Nígería er síðan þrefaldur Afríkumeistari en liðið vann þann titil árið 2013. Ísland hefur leikið einn lið við Nígeríu. Það var í vináttulandsleik í ágúst 1981 og unnum við leikinn 3-0.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:34.
Ísland verður í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. Þetta kom í ljós nú rétt í þessu en verið er að draga í riðla í Moskvu, höfuðborg Rússlands. Fyrsti leikur Íslands verður við Argentínu laugardaginn 16. júní í Moskvu. Eins og eflaust flestir vita leikur einn besti knattspyrnumaður heims, Lionel Messi, með Argentínu og því munu strákarnir okkar mæta Messi í Moskvu daginn fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní. Þeir mæta svo Nígeríu í Volgograd föstudaginn 22. júní og þriðjudaginn 26. júní mætum við okkar fornu fjendum Króötum í Rostov-on-Don.Það má með sanni segja að riðillinn sé dauðariðill en Argentína er eitt besta knattspyrnulið heims. Ísland hefur aldrei mætt Argentínu á knattspyrnuvellinum. Þá hefur Króatía reynst okkur erfiður mótherji en einhverjir muna eflaust eftir því að Króatar komu í veg fyrir að Íslendingar kæmust á HM 2014 þegar strákarnir töpuðu fyrir þeim í umspilinu 2013. Við vorum síðan með þeim í riðli í undankeppninni fyrir HM í Rússlandi þar sem við töpuðum fyrir þeim 2-0 úti í Króatíu en sigruðum þá svo 1-0 heima í sumar. Nígería er síðan þrefaldur Afríkumeistari en liðið vann þann titil árið 2013. Ísland hefur leikið einn lið við Nígeríu. Það var í vináttulandsleik í ágúst 1981 og unnum við leikinn 3-0.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:34.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Sjá meira