Aron Einar: Hver myndi ekki vilja upplifa þetta? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. desember 2017 16:36 Aron Einar og félagar fengu ekki léttasta riðilinn. vísir/hanna Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var í hálfgerðu spennufalli þegar hann ræddi við Vísi eftir dráttinn í riðla á HM 2018.Íslenska liðið lenti í afar erfiðum riðli, með Argentínu, Króatíu og Nígeríu. „Þetta er ekkert auðveldasti riðilinn,“ sagði Aron Einar. „Það hefur alltaf verið draumur að mæta þessum alvöru þjóðum sem við höfum aldrei fengið tækifæri til að spila við. Þetta verður upplifun en við höfum engu að tapa. Þetta verður gífurlega erfitt, frábær lið og það verður erfitt að komast upp úr riðlinum.“ Það er óhætt að segja að Ísland hafi lent í sannkölluðum dauðariðli. „Við þekkjum Króatíu vel og vitum hvað þeir geta. Við höfum ekki náð frábærum úrslitum á móti þeim, þótt síðasti leikur hafi verið mjög góður. Þetta verður úrslitaleikur, sá síðasti í riðlinum,“ sagði Aron Einar. „Svo er þetta Argentína með Messi og ég veit ekki hverja í framlínunni. Nígería er ekki best skipulagða liðið en með sterka einstaklinga. Við þurfum að hafa mikið fyrir að vinna þá. Þetta er dauðariðill en við höfum trú á okkur og ætlum upp úr riðlinum.“ Aron Einar leiðir íslenska liðið út á Otkrytiye Arena í Moskvu 16. júní á næsta ári og heilsar sjálfum Lionel Messi fyrir leik. „Hver myndi ekki vilja upplifa það? Þetta verður veisla, að byrja á móti Argentínu. Þetta er virkilega spennandi,“ sagði Aron Einar. En hefði hann vilja fá viðráðanlegri andstæðinga, allavega á pappírnum? „Já, hverju átti maður að óska eftir? Það eru líka góð lið í 4. styrkleikaflokki þótt Nígería sé eitt af þeim bestu,“ sagði Aron Einar sem horfði á HM-dráttinn í sófanum heima í Cardiff. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Argentína ein af átta þjóðum á HM sem við getum mætt í fyrsta sinn Ísland verður næsta sumar í fyrsta sinn á stærsta sviði fótboltans þegar liðið keppir á heimsmeistaramótinu í Rússlandi en þar gætu strákarnir okkar spilað við þjóðir í fyrsta sinn í sögu íslenska landsliðsins. Leikur á móti Lionel Messi og félögum yrði sögulegur. 1. desember 2017 06:30 Fjölmiðlar í Argentínu: Lítið land, mikill leyndardómur Argentínumenn eru áhugasamir um okkar menn sem verða fyrsti andstæðingur þeirra á HM í Rússlandi. 1. desember 2017 16:22 Leikir Íslands spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don Leikir Íslands á HM í Rússlandi verða spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don. Þetta varð ljóst eftir að Ísland var dregið úr pottinum í Moskvu rétt í þessu. 1. desember 2017 15:44 Sala á HM-pakkaferðum hefst „eins fljótt og hægt er“ eftir dráttinn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir stefna í að pakkaferðirnar fari í sölu í kvöld. Það sé planið. 1. desember 2017 09:45 Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30 Twitter-samfélagið um HM-dráttinn: Passa leikmann númer 10 Ísland verður með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. 1. desember 2017 16:05 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var í hálfgerðu spennufalli þegar hann ræddi við Vísi eftir dráttinn í riðla á HM 2018.Íslenska liðið lenti í afar erfiðum riðli, með Argentínu, Króatíu og Nígeríu. „Þetta er ekkert auðveldasti riðilinn,“ sagði Aron Einar. „Það hefur alltaf verið draumur að mæta þessum alvöru þjóðum sem við höfum aldrei fengið tækifæri til að spila við. Þetta verður upplifun en við höfum engu að tapa. Þetta verður gífurlega erfitt, frábær lið og það verður erfitt að komast upp úr riðlinum.“ Það er óhætt að segja að Ísland hafi lent í sannkölluðum dauðariðli. „Við þekkjum Króatíu vel og vitum hvað þeir geta. Við höfum ekki náð frábærum úrslitum á móti þeim, þótt síðasti leikur hafi verið mjög góður. Þetta verður úrslitaleikur, sá síðasti í riðlinum,“ sagði Aron Einar. „Svo er þetta Argentína með Messi og ég veit ekki hverja í framlínunni. Nígería er ekki best skipulagða liðið en með sterka einstaklinga. Við þurfum að hafa mikið fyrir að vinna þá. Þetta er dauðariðill en við höfum trú á okkur og ætlum upp úr riðlinum.“ Aron Einar leiðir íslenska liðið út á Otkrytiye Arena í Moskvu 16. júní á næsta ári og heilsar sjálfum Lionel Messi fyrir leik. „Hver myndi ekki vilja upplifa það? Þetta verður veisla, að byrja á móti Argentínu. Þetta er virkilega spennandi,“ sagði Aron Einar. En hefði hann vilja fá viðráðanlegri andstæðinga, allavega á pappírnum? „Já, hverju átti maður að óska eftir? Það eru líka góð lið í 4. styrkleikaflokki þótt Nígería sé eitt af þeim bestu,“ sagði Aron Einar sem horfði á HM-dráttinn í sófanum heima í Cardiff.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Argentína ein af átta þjóðum á HM sem við getum mætt í fyrsta sinn Ísland verður næsta sumar í fyrsta sinn á stærsta sviði fótboltans þegar liðið keppir á heimsmeistaramótinu í Rússlandi en þar gætu strákarnir okkar spilað við þjóðir í fyrsta sinn í sögu íslenska landsliðsins. Leikur á móti Lionel Messi og félögum yrði sögulegur. 1. desember 2017 06:30 Fjölmiðlar í Argentínu: Lítið land, mikill leyndardómur Argentínumenn eru áhugasamir um okkar menn sem verða fyrsti andstæðingur þeirra á HM í Rússlandi. 1. desember 2017 16:22 Leikir Íslands spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don Leikir Íslands á HM í Rússlandi verða spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don. Þetta varð ljóst eftir að Ísland var dregið úr pottinum í Moskvu rétt í þessu. 1. desember 2017 15:44 Sala á HM-pakkaferðum hefst „eins fljótt og hægt er“ eftir dráttinn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir stefna í að pakkaferðirnar fari í sölu í kvöld. Það sé planið. 1. desember 2017 09:45 Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30 Twitter-samfélagið um HM-dráttinn: Passa leikmann númer 10 Ísland verður með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. 1. desember 2017 16:05 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Sjá meira
Argentína ein af átta þjóðum á HM sem við getum mætt í fyrsta sinn Ísland verður næsta sumar í fyrsta sinn á stærsta sviði fótboltans þegar liðið keppir á heimsmeistaramótinu í Rússlandi en þar gætu strákarnir okkar spilað við þjóðir í fyrsta sinn í sögu íslenska landsliðsins. Leikur á móti Lionel Messi og félögum yrði sögulegur. 1. desember 2017 06:30
Fjölmiðlar í Argentínu: Lítið land, mikill leyndardómur Argentínumenn eru áhugasamir um okkar menn sem verða fyrsti andstæðingur þeirra á HM í Rússlandi. 1. desember 2017 16:22
Leikir Íslands spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don Leikir Íslands á HM í Rússlandi verða spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don. Þetta varð ljóst eftir að Ísland var dregið úr pottinum í Moskvu rétt í þessu. 1. desember 2017 15:44
Sala á HM-pakkaferðum hefst „eins fljótt og hægt er“ eftir dráttinn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir stefna í að pakkaferðirnar fari í sölu í kvöld. Það sé planið. 1. desember 2017 09:45
Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30
Twitter-samfélagið um HM-dráttinn: Passa leikmann númer 10 Ísland verður með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. 1. desember 2017 16:05