Ekkert mál að komast beint á leiki í HM Benedikt Bóas skrifar 2. desember 2017 07:00 Ísland er í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu og spilar í D-riðli á Heimsmeistaramótinu. Íslenska landsliðið í knattspyrnu lenti í D-riðli þegar dregið var í riðla Heimsmeistaramótsins í gær. Ísland leikur gegn Argentínu í Moskvu 16. júní á Otkrytiye-vellinum. Sex dögum síðar er spilað gegn Nígeríu í Volgograd og lokaleikurinn er gegn Króatíu í Rostov 26. júní. Þó að mótið sé haldið í hinu geysistóra Rússlandi þá verður lítið vandamál að komast á leikvelli frá Íslandi. Icelandair og Gaman Ferðir munu fljúga beint á alla leikstaði Íslands og segir Þór Bæring, annar eigandi Gaman Ferða, að verði áhuginn meiri verði fleiri flugvélum bætt við. Þór er einmitt staddur í Rússlandi og var viðstaddur dráttinn. Vinnan við skipulagninguna fór á fullt þegar ljóst var hvar íslenska landsliðið léki. „Við erum að setja upp pakka á hvern einasta leik. Þá verður gist í eina eða tvær nætur þar sem innifalið verður flug, gisting og ferðir til og frá flugvelli en fólk fær sína miða hjá FIFA. Við verðum með pakkaferðir á þessa þrjá leiki í riðlinum og ef eftirspurnin verður meiri þá munum við bjarga fleiri flugvélum á þessa staði. Það er bara þannig,“ segir Þór. Hjá Icelandair verður flogið frá Íslandi daginn fyrir leik og til baka daginn eftir leik. „Við fáum mikið af fyrirspurnum um HM og ljóst að fjöldi Íslendinga mun gera sér ferð á keppnina. Eflaust munu margir nýta sér áætlunarflug til borga í Evrópu og taka þaðan flug eða lest á áfangastað, en nú liggur fyrir að Icelandair mun fljúga beint á alla þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Þór segir að hann búist við töluverðum fjölda þó að það verði ekki jafn mikið og í Frakklandi þegar Evrópumótið fór fram. „Það eru margir að hringja og spyrja og margir mjög áhugasamir en ég hef ekki alveg trú á að það verði jafn mikið og á EM. Rússland er kannski ekki alveg jafn heillandi staður og Frakkland en samt verður þetta geggjað sýnist manni. Rússarnir munu gera þetta gríðarlega vel sýnist mér en þetta er lengra ferðalag og dýrari pakki og erfiðara að fara á eigin vegum. En þeir sem munu fara munu gera þetta eftirminnilegt.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu lenti í D-riðli þegar dregið var í riðla Heimsmeistaramótsins í gær. Ísland leikur gegn Argentínu í Moskvu 16. júní á Otkrytiye-vellinum. Sex dögum síðar er spilað gegn Nígeríu í Volgograd og lokaleikurinn er gegn Króatíu í Rostov 26. júní. Þó að mótið sé haldið í hinu geysistóra Rússlandi þá verður lítið vandamál að komast á leikvelli frá Íslandi. Icelandair og Gaman Ferðir munu fljúga beint á alla leikstaði Íslands og segir Þór Bæring, annar eigandi Gaman Ferða, að verði áhuginn meiri verði fleiri flugvélum bætt við. Þór er einmitt staddur í Rússlandi og var viðstaddur dráttinn. Vinnan við skipulagninguna fór á fullt þegar ljóst var hvar íslenska landsliðið léki. „Við erum að setja upp pakka á hvern einasta leik. Þá verður gist í eina eða tvær nætur þar sem innifalið verður flug, gisting og ferðir til og frá flugvelli en fólk fær sína miða hjá FIFA. Við verðum með pakkaferðir á þessa þrjá leiki í riðlinum og ef eftirspurnin verður meiri þá munum við bjarga fleiri flugvélum á þessa staði. Það er bara þannig,“ segir Þór. Hjá Icelandair verður flogið frá Íslandi daginn fyrir leik og til baka daginn eftir leik. „Við fáum mikið af fyrirspurnum um HM og ljóst að fjöldi Íslendinga mun gera sér ferð á keppnina. Eflaust munu margir nýta sér áætlunarflug til borga í Evrópu og taka þaðan flug eða lest á áfangastað, en nú liggur fyrir að Icelandair mun fljúga beint á alla þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Þór segir að hann búist við töluverðum fjölda þó að það verði ekki jafn mikið og í Frakklandi þegar Evrópumótið fór fram. „Það eru margir að hringja og spyrja og margir mjög áhugasamir en ég hef ekki alveg trú á að það verði jafn mikið og á EM. Rússland er kannski ekki alveg jafn heillandi staður og Frakkland en samt verður þetta geggjað sýnist manni. Rússarnir munu gera þetta gríðarlega vel sýnist mér en þetta er lengra ferðalag og dýrari pakki og erfiðara að fara á eigin vegum. En þeir sem munu fara munu gera þetta eftirminnilegt.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira