Heimir við erlenda fjölmiðla: „Eftir HM sækjum við um skilnað frá Króatíu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. desember 2017 20:30 Heimir Hallgrímsson er landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/EPA „Við erum nánast eins og hjón,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu við erlenda fjölmiðla eftir að í ljós kom að enn og aftur hafi Ísland dregist gegn Króatíu. Dregið var í riðla fyrir HM í knattspyrnu í Rússlandi í dag. Ísland hefur á undanförnum árum ítrekað att kappi við landslið Króatíu, fyrst í umspilsleikjum um að komast á HM sem haldið var í Brasílíu árið 2014 og nú síðast í undankeppninni fyrir það mót sem haldið verður á næsta ári í Rússlandi. Heimir sló á létta strengi við erlenda fjölmiðla og líkti sem fyrr segir sambandi Íslands og Króatíu við hjónaband. Heimir virðist þó eitthvað vera orðinn þreyttur á ráðahaginum. „Eftir HM sækjum við um skilnað frá Króatíu,“ sagði Heimir við erlenda fjölmiðla sem ræddu við hann eftir dráttinn. Heimir virðist hafa verið ánægður með þessa líkingu og notaði hana víðar, meðal annars í samtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag. „Ísland og Króatía eru eins og hjón sem eru alltaf að skilja en enda svo alltaf saman aftur,“ sagði hann þar í léttum dúr en viðtal Hjartar við Heimi má heyra hér fyrir neðan. Heimir virðist þó vera nokkuð sáttur við dráttinn og segir mikla rómantík fólgna í því að eiga opnunarleik gegn Argentínu. „Maður fær ekki betri móttökur,“ sagði Heimir. „Það er margar rómantískar hugsanir í höfðum okkar núna eftir að í ljós kom að Argentína er fyrsti mótherjinn.“ Í umfjöllun Washington Post um íslenska landsliðið er fjallað um árangur liðsins á EM í fótbolta, síðasta sumar. Er minnst á að víkingaklappið hafi sigrað hug og hjörtu knattspyrnuaðdáenda víða um heim og Heimir er viss um að íslenskir stuðningsmenn muni setja sinn svip á Rússland næsta sumar. „Okkar stuðningsmenn verða stjörnurnar á þessu móti,“ sagði Heimir en umfjöllun Washington Post má lesa hér. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Um 1.400 kílómetra ferðalag á milli leikstaða Íslands á HM Drjúgur spölur. 1. desember 2017 16:24 Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30 Ísland í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu Ísland verður í D-riðli með Argentínu og Króatíu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. 1. desember 2017 15:47 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
„Við erum nánast eins og hjón,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu við erlenda fjölmiðla eftir að í ljós kom að enn og aftur hafi Ísland dregist gegn Króatíu. Dregið var í riðla fyrir HM í knattspyrnu í Rússlandi í dag. Ísland hefur á undanförnum árum ítrekað att kappi við landslið Króatíu, fyrst í umspilsleikjum um að komast á HM sem haldið var í Brasílíu árið 2014 og nú síðast í undankeppninni fyrir það mót sem haldið verður á næsta ári í Rússlandi. Heimir sló á létta strengi við erlenda fjölmiðla og líkti sem fyrr segir sambandi Íslands og Króatíu við hjónaband. Heimir virðist þó eitthvað vera orðinn þreyttur á ráðahaginum. „Eftir HM sækjum við um skilnað frá Króatíu,“ sagði Heimir við erlenda fjölmiðla sem ræddu við hann eftir dráttinn. Heimir virðist hafa verið ánægður með þessa líkingu og notaði hana víðar, meðal annars í samtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag. „Ísland og Króatía eru eins og hjón sem eru alltaf að skilja en enda svo alltaf saman aftur,“ sagði hann þar í léttum dúr en viðtal Hjartar við Heimi má heyra hér fyrir neðan. Heimir virðist þó vera nokkuð sáttur við dráttinn og segir mikla rómantík fólgna í því að eiga opnunarleik gegn Argentínu. „Maður fær ekki betri móttökur,“ sagði Heimir. „Það er margar rómantískar hugsanir í höfðum okkar núna eftir að í ljós kom að Argentína er fyrsti mótherjinn.“ Í umfjöllun Washington Post um íslenska landsliðið er fjallað um árangur liðsins á EM í fótbolta, síðasta sumar. Er minnst á að víkingaklappið hafi sigrað hug og hjörtu knattspyrnuaðdáenda víða um heim og Heimir er viss um að íslenskir stuðningsmenn muni setja sinn svip á Rússland næsta sumar. „Okkar stuðningsmenn verða stjörnurnar á þessu móti,“ sagði Heimir en umfjöllun Washington Post má lesa hér.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Um 1.400 kílómetra ferðalag á milli leikstaða Íslands á HM Drjúgur spölur. 1. desember 2017 16:24 Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30 Ísland í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu Ísland verður í D-riðli með Argentínu og Króatíu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. 1. desember 2017 15:47 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30
Ísland í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu Ísland verður í D-riðli með Argentínu og Króatíu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. 1. desember 2017 15:47
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti