Rómantískt að fá Argentínu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2017 06:00 Goðsögnin steinrunnin Diego Maradona lætur sér fátt um finna þegar Cafu, fyrirliði heimsmeistaraliðs Brasilíu frá HM 2002, dregur nafn Íslands úr pottinum, fyrsta andstæðings Argentínu á HM í sumar. Vísir/Getty Argentína, Króatía, Nígería. Þessar stóru fótboltaþjóðir verða mótherjar Íslands í D-riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. Það er því óhætt að segja íslenska liðið fær því alvöru eldskírn á stærsta sviði fótboltans næsta sumar. „Ég er bara jákvæður. Við vissum að þetta yrði alltaf erfitt, sama hvaða lið kæmu upp úr pottinum. Það er ákveðin rómantík að fá Argentínu í fyrsta leik í lokakeppni HM. Það er líka gaman að fá Afríkuþjóð en hundleiðinlegt að fá Króatíu. Við erum komnir með þokkalegan leiða á þeim,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson í samtali við Fréttablaðið eftir dráttinn í Kreml í gær. „Við erum bara glaðir með þennan drátt og hlökkum til,“ bætti Heimir við. Ísland hefur aldrei mætt Argentínu áður. Það verður því stór stund fyrir strákana okkar að mæta snillingum eins og Lionel Messi sem er á leið á sitt fjórða heimsmeistaramót. Heimir er hvergi banginn enda hefur íslenska liðið mætt hinum ýmsu stórstjörnum á síðustu árum. „Við höfum gert það síðustu ár. Við höfum spilað á móti [Cristiano] Ronaldo, Zlatan [Ibrahimovic] og [Arjen] Robben. Okkur hefur gengið ágætlega á móti bestu leikmönnum í heimi. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Heimir. Eyjamaðurinn segir að Ísland hafi verið heppið með riðil út frá staðsetningu. Íslenska liðið verður með aðsetur við Svartahafið á meðan á HM stendur. „Ég veit að Íslendingar eru örugglega byrjaðir að bóka flug í hrönnum. Það er bara gaman. Það er líka skemmtilegt að það er enginn tímamismunur á milli leikvanga og stutt á milli þeirra. Þetta er góður riðill að því leyti til,“ sagði Heimir en Ísland spilar leiki sína í riðlakeppninni í Moskvu, Volgograd og Rostov. Heimir Hallgrímsson var að sjálfsögðu viðstaddur dráttinn í Kreml ásamt fulltrúum KSÍ. En hvernig var upplifunin? „Þetta er svolítið stórt, eins og gefur að skilja. Rússarnir vanda sig vel og það er ótrúlega mikil ásókn og mikið um fjölmiðla,“ sagði Heimir. „Þetta er miklu stærra en nokkurn tímann í kringum EM. Það er bara eðlilegt. Hér er allur heimurinn að fylgjast með og allar stærstu stjörnurnar í kringum okkur. Það er gaman að vera þátttakendur í þessu og mikill heiður fyrir okkur og íslenskan fótbolta.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Argentína, Króatía, Nígería. Þessar stóru fótboltaþjóðir verða mótherjar Íslands í D-riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. Það er því óhætt að segja íslenska liðið fær því alvöru eldskírn á stærsta sviði fótboltans næsta sumar. „Ég er bara jákvæður. Við vissum að þetta yrði alltaf erfitt, sama hvaða lið kæmu upp úr pottinum. Það er ákveðin rómantík að fá Argentínu í fyrsta leik í lokakeppni HM. Það er líka gaman að fá Afríkuþjóð en hundleiðinlegt að fá Króatíu. Við erum komnir með þokkalegan leiða á þeim,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson í samtali við Fréttablaðið eftir dráttinn í Kreml í gær. „Við erum bara glaðir með þennan drátt og hlökkum til,“ bætti Heimir við. Ísland hefur aldrei mætt Argentínu áður. Það verður því stór stund fyrir strákana okkar að mæta snillingum eins og Lionel Messi sem er á leið á sitt fjórða heimsmeistaramót. Heimir er hvergi banginn enda hefur íslenska liðið mætt hinum ýmsu stórstjörnum á síðustu árum. „Við höfum gert það síðustu ár. Við höfum spilað á móti [Cristiano] Ronaldo, Zlatan [Ibrahimovic] og [Arjen] Robben. Okkur hefur gengið ágætlega á móti bestu leikmönnum í heimi. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Heimir. Eyjamaðurinn segir að Ísland hafi verið heppið með riðil út frá staðsetningu. Íslenska liðið verður með aðsetur við Svartahafið á meðan á HM stendur. „Ég veit að Íslendingar eru örugglega byrjaðir að bóka flug í hrönnum. Það er bara gaman. Það er líka skemmtilegt að það er enginn tímamismunur á milli leikvanga og stutt á milli þeirra. Þetta er góður riðill að því leyti til,“ sagði Heimir en Ísland spilar leiki sína í riðlakeppninni í Moskvu, Volgograd og Rostov. Heimir Hallgrímsson var að sjálfsögðu viðstaddur dráttinn í Kreml ásamt fulltrúum KSÍ. En hvernig var upplifunin? „Þetta er svolítið stórt, eins og gefur að skilja. Rússarnir vanda sig vel og það er ótrúlega mikil ásókn og mikið um fjölmiðla,“ sagði Heimir. „Þetta er miklu stærra en nokkurn tímann í kringum EM. Það er bara eðlilegt. Hér er allur heimurinn að fylgjast með og allar stærstu stjörnurnar í kringum okkur. Það er gaman að vera þátttakendur í þessu og mikill heiður fyrir okkur og íslenskan fótbolta.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira