Ólafur Darri: „Ég hef sagt óviðeigandi hluti og tekið þátt í hegðan sem var ekki í lagi“ Þórdís Valsdóttir skrifar 2. desember 2017 09:45 Ólafur Darri biðst afsökunar á að hafa misbeitt valdi sínu, sagt óviðeigandi hluti og tekið þátt í óæskilegri hegðun gagnvart konum. Vísir/Anton Brink „Þegar ég lít tilbaka í dag þá verð ég að horfast í augu við að hafa misbeitt valdi mínu þegar ég var í yfirburðastöðu. Ég hef sagt óveigandi hluti og tekið þátt í hegðan sem var ekki í lagi. Og ég biðst afsökunar á því. Innilega.” Þetta skrifar leikarinn góðkunni Ólafur Darri Ólafsson í áhrifaríkum pistli á Facebook síðu sinni í gærkvöld. Ólafur ritar pistilinn í kjölfar gríðarlegrar umfjöllunar í samfélaginu um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi innan ýmissa stétta, þar á meðal leikarastéttinni. Þá hefur myllumerkið #metoo verið notað um uppljóstranir af kynferðislegri áreitni og ofbeldi um allan heim á undanförnum vikum „Ekki misskilja mig, ekki halda að ég þekki ekkert af þessum sögum frá fyrstu hendi. Sjálfur hef ég orðið fyrir bæði kynferðislegri áreitni og grófri valdbeitingu í leiklistinni. Ekki bara einu sinni heldur oft. Og ég hef líka orðið vitni að óeðlilegum samskiptum milli fólks í okkar bransa oftar en ég kæri mig um að muna. En það sem verst er, ég hef líka sýnt af mér þessa hegðun,“ segir Ólafur. Ólafur segist fyrst og fremst sekur um að hafa ekki gert neitt þegar hann varð vitni að andlegu ofbeldi eða kynferðislegri áreitni. „Í gegnum tíðina hef ég talið mér trú um að mín afstaða og viðbragðsleysi hafi verið skiljanlegt; ég hefði mögulega getað misst vinnuna, orðið óvinsæll, ekki virkað nógu framsækinn og hundrað aðrar lélegar afsakanir sem ég hef notað til réttlætingar.“548 konur deildu reynslusögum sínum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunun innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi í lokuðum Facebook-hóp.Tjaldið fellur Konur sem starfa eða hafa starfað innan sviðslista og kvikmyndagerðar á Íslandi hafa deilt reynslusögum sínum á lokuðum hóp á Facebook. Í vikunni deildu konurnar nafnlausu sögunum undir yfirskriftinni Tjaldið fellur.Sjá einnig: Tjaldið fellur. Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni„Það er búið að vera erfitt að lesa frásagnir af upplifun fjölda kvenna af sviðslistum á Íslandi. Þetta eru samstarfskonur okkar og vinkonur, systur okkar. Samt veit maður að eflaust er enn margt ósagt, þetta er líklega bara toppurinn á ísjakanum. Það er okkur lífsnauðsynlegt að heyra hvernig það er að vera kona í okkar vinnuumhverfi,” segir Ólafur Darri. Ólafur segir að frásagnir kvennanna neyði karlmenn til að taka afstöðu til hluta og hegðunar sem hafi viðgengst í sviðslista- og kvikmyndagerðabransanum jafnvel frá upphafi. Hann segir hegðunina oft og tíðum svo falda og rótgróna að auðvelt sé að verða samdauna.Hlutverk karlanna að hlusta „Karlmenn fara alltaf í vörn. Þetta sagði þerapisti eitt sinni við mig. Og eftir smá umhugsun fannst mér margt vera til í því. Allavega í mínu tilviki. Ég fer oft í vörn þegar ég upplifi mig ásakaðan um eitthvað. Fer í vörn og reyni að “vinna” deiluna með því að “Morfísa” þetta. Drepa allt með rökum,“ segir Ólafur. Ólafur segir að hlutverk karlmanna á þessum tímapunkti í byltingunni sé að hlusta. „Ekki að reyna að réttlæta, færa rök fyrir, eða gera lítið úr. Bara að hlusta. Ekki að hafa áhyggjur af því sem gerist næst, heldur bara að hlusta. Og reyna af öllum lífs og sálarkröftum að fara ekki í vörn, því þá er hætt við því að við heyrum ekki. Og það getur verið að einhverjir hafi aldrei orðið varir við neitt og það er bara hið besta mál. En við eigum allir að hlusta. Við eigum að reyna að skilja hvernig vandinn birtist konum og hvað þær vilja að gert sé til að vinda ofan af honum.” Hann segir einnig að karlmenn eigi að reyna að skilja hvernig vandinn birtist konum og hvað þær vilja að gert sé til að vinda ofan af honum. Ólafur Darri segir einnig að leikarastarfið sé furðulegt að mörgu leyti. „Það felur í sér nánd, andlega og líkamlega, sem fyrirfinnst í fáum öðrum störfum. Og það er ekki að fara að breytast. Ábyrgð okkar er að koma á aðstæðum sem greina það þegar þessi nánd fer að verða óeðlileg. Og ábyrgð okkar felst líka í því að gera þá sem misnota þessa nánd ábyrga.“ Hann endar einlægan og hreinskilinn pistil sinn á hvatningarorðum. „Við þurfum að gera þetta öll saman!“ MeToo Tengdar fréttir „Mig grunar að ég hafi sært fólk án þess að gera mér grein fyrir því“ Snæbjörn Ragnarsson í Skálmöld opnar sig í ljósi umræðu um kynferðislega áreitni og ofbeldi. 1. desember 2017 19:30 Íþróttakonur rjúfa þögnina: „Finnst okkur viðeigandi að dæmdir kynferðisafbrotamenn skuli spila fyrir íslenska landsliðið?“ Íslenskar íþróttakonur ræða nú saman um karlamenningu, áreitni og kynbundið ofbeldi innan íþrótta hér á landi en Hafdís Inga Hinriksdóttir segir að viðhorfið í íþróttaheiminum þurfi að breytast. 30. nóvember 2017 21:00 Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00 Skýrt markmið Listaháskólans að ofbeldi verði hvorki þaggað niður eða umborið Rektor Listaháskólans sendir frá sér yfirlýsingu vegna #metoo-byltingarinnar. 29. nóvember 2017 17:49 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
„Þegar ég lít tilbaka í dag þá verð ég að horfast í augu við að hafa misbeitt valdi mínu þegar ég var í yfirburðastöðu. Ég hef sagt óveigandi hluti og tekið þátt í hegðan sem var ekki í lagi. Og ég biðst afsökunar á því. Innilega.” Þetta skrifar leikarinn góðkunni Ólafur Darri Ólafsson í áhrifaríkum pistli á Facebook síðu sinni í gærkvöld. Ólafur ritar pistilinn í kjölfar gríðarlegrar umfjöllunar í samfélaginu um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi innan ýmissa stétta, þar á meðal leikarastéttinni. Þá hefur myllumerkið #metoo verið notað um uppljóstranir af kynferðislegri áreitni og ofbeldi um allan heim á undanförnum vikum „Ekki misskilja mig, ekki halda að ég þekki ekkert af þessum sögum frá fyrstu hendi. Sjálfur hef ég orðið fyrir bæði kynferðislegri áreitni og grófri valdbeitingu í leiklistinni. Ekki bara einu sinni heldur oft. Og ég hef líka orðið vitni að óeðlilegum samskiptum milli fólks í okkar bransa oftar en ég kæri mig um að muna. En það sem verst er, ég hef líka sýnt af mér þessa hegðun,“ segir Ólafur. Ólafur segist fyrst og fremst sekur um að hafa ekki gert neitt þegar hann varð vitni að andlegu ofbeldi eða kynferðislegri áreitni. „Í gegnum tíðina hef ég talið mér trú um að mín afstaða og viðbragðsleysi hafi verið skiljanlegt; ég hefði mögulega getað misst vinnuna, orðið óvinsæll, ekki virkað nógu framsækinn og hundrað aðrar lélegar afsakanir sem ég hef notað til réttlætingar.“548 konur deildu reynslusögum sínum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunun innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi í lokuðum Facebook-hóp.Tjaldið fellur Konur sem starfa eða hafa starfað innan sviðslista og kvikmyndagerðar á Íslandi hafa deilt reynslusögum sínum á lokuðum hóp á Facebook. Í vikunni deildu konurnar nafnlausu sögunum undir yfirskriftinni Tjaldið fellur.Sjá einnig: Tjaldið fellur. Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni„Það er búið að vera erfitt að lesa frásagnir af upplifun fjölda kvenna af sviðslistum á Íslandi. Þetta eru samstarfskonur okkar og vinkonur, systur okkar. Samt veit maður að eflaust er enn margt ósagt, þetta er líklega bara toppurinn á ísjakanum. Það er okkur lífsnauðsynlegt að heyra hvernig það er að vera kona í okkar vinnuumhverfi,” segir Ólafur Darri. Ólafur segir að frásagnir kvennanna neyði karlmenn til að taka afstöðu til hluta og hegðunar sem hafi viðgengst í sviðslista- og kvikmyndagerðabransanum jafnvel frá upphafi. Hann segir hegðunina oft og tíðum svo falda og rótgróna að auðvelt sé að verða samdauna.Hlutverk karlanna að hlusta „Karlmenn fara alltaf í vörn. Þetta sagði þerapisti eitt sinni við mig. Og eftir smá umhugsun fannst mér margt vera til í því. Allavega í mínu tilviki. Ég fer oft í vörn þegar ég upplifi mig ásakaðan um eitthvað. Fer í vörn og reyni að “vinna” deiluna með því að “Morfísa” þetta. Drepa allt með rökum,“ segir Ólafur. Ólafur segir að hlutverk karlmanna á þessum tímapunkti í byltingunni sé að hlusta. „Ekki að reyna að réttlæta, færa rök fyrir, eða gera lítið úr. Bara að hlusta. Ekki að hafa áhyggjur af því sem gerist næst, heldur bara að hlusta. Og reyna af öllum lífs og sálarkröftum að fara ekki í vörn, því þá er hætt við því að við heyrum ekki. Og það getur verið að einhverjir hafi aldrei orðið varir við neitt og það er bara hið besta mál. En við eigum allir að hlusta. Við eigum að reyna að skilja hvernig vandinn birtist konum og hvað þær vilja að gert sé til að vinda ofan af honum.” Hann segir einnig að karlmenn eigi að reyna að skilja hvernig vandinn birtist konum og hvað þær vilja að gert sé til að vinda ofan af honum. Ólafur Darri segir einnig að leikarastarfið sé furðulegt að mörgu leyti. „Það felur í sér nánd, andlega og líkamlega, sem fyrirfinnst í fáum öðrum störfum. Og það er ekki að fara að breytast. Ábyrgð okkar er að koma á aðstæðum sem greina það þegar þessi nánd fer að verða óeðlileg. Og ábyrgð okkar felst líka í því að gera þá sem misnota þessa nánd ábyrga.“ Hann endar einlægan og hreinskilinn pistil sinn á hvatningarorðum. „Við þurfum að gera þetta öll saman!“
MeToo Tengdar fréttir „Mig grunar að ég hafi sært fólk án þess að gera mér grein fyrir því“ Snæbjörn Ragnarsson í Skálmöld opnar sig í ljósi umræðu um kynferðislega áreitni og ofbeldi. 1. desember 2017 19:30 Íþróttakonur rjúfa þögnina: „Finnst okkur viðeigandi að dæmdir kynferðisafbrotamenn skuli spila fyrir íslenska landsliðið?“ Íslenskar íþróttakonur ræða nú saman um karlamenningu, áreitni og kynbundið ofbeldi innan íþrótta hér á landi en Hafdís Inga Hinriksdóttir segir að viðhorfið í íþróttaheiminum þurfi að breytast. 30. nóvember 2017 21:00 Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00 Skýrt markmið Listaháskólans að ofbeldi verði hvorki þaggað niður eða umborið Rektor Listaháskólans sendir frá sér yfirlýsingu vegna #metoo-byltingarinnar. 29. nóvember 2017 17:49 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
„Mig grunar að ég hafi sært fólk án þess að gera mér grein fyrir því“ Snæbjörn Ragnarsson í Skálmöld opnar sig í ljósi umræðu um kynferðislega áreitni og ofbeldi. 1. desember 2017 19:30
Íþróttakonur rjúfa þögnina: „Finnst okkur viðeigandi að dæmdir kynferðisafbrotamenn skuli spila fyrir íslenska landsliðið?“ Íslenskar íþróttakonur ræða nú saman um karlamenningu, áreitni og kynbundið ofbeldi innan íþrótta hér á landi en Hafdís Inga Hinriksdóttir segir að viðhorfið í íþróttaheiminum þurfi að breytast. 30. nóvember 2017 21:00
Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00
Skýrt markmið Listaháskólans að ofbeldi verði hvorki þaggað niður eða umborið Rektor Listaháskólans sendir frá sér yfirlýsingu vegna #metoo-byltingarinnar. 29. nóvember 2017 17:49
Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent