Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2017 20:30 Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi fyrir utan Hvíta húsið í dag. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, Michael Flynn, ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt í kjölfar forsetakosninganna í fyrra. Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Trump í upphafi forsetatíðar hans, játaði í gær sök um að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni, FBI, um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, lagði fram ákæru gegn honum. Trump tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni í dag. Hann sagðist þar hafa þurft að reka Flynn „vegna þess að hann laug að varaforsetanum og FBI.“ Þá sagðist forsetinn ekki hafa haft „neitt að fela“ á því tímabili þegar ríkisstjórn hans tók við stjórnartaumunum eftir kosningar.I had to fire General Flynn because he lied to the Vice President and the FBI. He has pled guilty to those lies. It is a shame because his actions during the transition were lawful. There was nothing to hide!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 2, 2017 Ef rétt reynist virðist Trump viðurkenna að hann hafi verið meðvitaður um brot Flynn þegar hann bað Comey að hætta rannsókn og þegar hann svo rak Flynn vegna rannsóknarinnar Flynn hefur nú samþykkt að vinna með yfirvöldum í rannsókninni á afskiptum Rússa af kosningunum og mögulegu samráði þeirra við framboð Trump. Vegna samningsins á Flynn yfir höfði sér mildari dóm en hann hefði annars fengið. Þetta hefur enn fremur kynt undir vangaveltum þess efnis að fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafinn búi yfir upplýsingum sem gætu leitt til ákæra á hendur fleirum innan ríkisstjórnar Trumps, að því er fram kemur í frétt BBC.Flynn gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að ljúga að FBI. Talið er að Mueller hafi upplýsingar um fleiri brot og því hafi Flynn kosið að gera samning um samstarf við rannsakendur.Vísir/AFPÍ ákærunni gegn Flynn kemur fram að „mjög háttsettur“ innanbúðarmaður í teymi Trumps eftir kosningar hafi fyrirskipað að hann setti sig í samband við rússneska embættismenn. Trump hefur ítrekað þvertekið fyrir meint tengsl starfsfólks síns við Rússa. „Alls ekkert samráð,“ sagði Trump við fréttamenn þegar hann var á leið úr Hvíta húsinu í dag.Forsetinn hefur lýst ásökunum um samráð við Rússa sem „nornaveiðum“. Sagðist hann meðal annars hafa rekið James Comey úr starfi forstjóra FBI vegna rannsóknarinnar á því. Á meðal þess sem Mueller rannsakar nú er hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með brottrekstrinum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump Heimildir ABC-frétta herma að Flynn sé tilbúinn að bera vitni um að Trump hafi persónulega beðið hann um að koma á samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra. 1. desember 2017 16:42 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51 Flynn lýsir sig reiðubúinn að aðstoða Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. 1. desember 2017 23:30 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, Michael Flynn, ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt í kjölfar forsetakosninganna í fyrra. Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Trump í upphafi forsetatíðar hans, játaði í gær sök um að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni, FBI, um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, lagði fram ákæru gegn honum. Trump tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni í dag. Hann sagðist þar hafa þurft að reka Flynn „vegna þess að hann laug að varaforsetanum og FBI.“ Þá sagðist forsetinn ekki hafa haft „neitt að fela“ á því tímabili þegar ríkisstjórn hans tók við stjórnartaumunum eftir kosningar.I had to fire General Flynn because he lied to the Vice President and the FBI. He has pled guilty to those lies. It is a shame because his actions during the transition were lawful. There was nothing to hide!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 2, 2017 Ef rétt reynist virðist Trump viðurkenna að hann hafi verið meðvitaður um brot Flynn þegar hann bað Comey að hætta rannsókn og þegar hann svo rak Flynn vegna rannsóknarinnar Flynn hefur nú samþykkt að vinna með yfirvöldum í rannsókninni á afskiptum Rússa af kosningunum og mögulegu samráði þeirra við framboð Trump. Vegna samningsins á Flynn yfir höfði sér mildari dóm en hann hefði annars fengið. Þetta hefur enn fremur kynt undir vangaveltum þess efnis að fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafinn búi yfir upplýsingum sem gætu leitt til ákæra á hendur fleirum innan ríkisstjórnar Trumps, að því er fram kemur í frétt BBC.Flynn gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að ljúga að FBI. Talið er að Mueller hafi upplýsingar um fleiri brot og því hafi Flynn kosið að gera samning um samstarf við rannsakendur.Vísir/AFPÍ ákærunni gegn Flynn kemur fram að „mjög háttsettur“ innanbúðarmaður í teymi Trumps eftir kosningar hafi fyrirskipað að hann setti sig í samband við rússneska embættismenn. Trump hefur ítrekað þvertekið fyrir meint tengsl starfsfólks síns við Rússa. „Alls ekkert samráð,“ sagði Trump við fréttamenn þegar hann var á leið úr Hvíta húsinu í dag.Forsetinn hefur lýst ásökunum um samráð við Rússa sem „nornaveiðum“. Sagðist hann meðal annars hafa rekið James Comey úr starfi forstjóra FBI vegna rannsóknarinnar á því. Á meðal þess sem Mueller rannsakar nú er hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með brottrekstrinum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump Heimildir ABC-frétta herma að Flynn sé tilbúinn að bera vitni um að Trump hafi persónulega beðið hann um að koma á samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra. 1. desember 2017 16:42 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51 Flynn lýsir sig reiðubúinn að aðstoða Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. 1. desember 2017 23:30 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Flynn sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump Heimildir ABC-frétta herma að Flynn sé tilbúinn að bera vitni um að Trump hafi persónulega beðið hann um að koma á samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra. 1. desember 2017 16:42
Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41
Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51
Flynn lýsir sig reiðubúinn að aðstoða Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. 1. desember 2017 23:30