Handbolti

Stórsigur Skjern í Meistaradeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tandri Már í leik með íslenska landsliðinu.
Tandri Már í leik með íslenska landsliðinu. vísir/anton
Tandri Már Konráðsson skoraði tvö mörk í stórsigri Skjern á Gorenje Velenje í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag.

Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og voru komnir með fjögurra marka forystu þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður.

Danska liðið auk forystu sína jafnt og þétt og var yfir í hálfleik 18-9. Áfram héldu þeir í síðari hálfleik og urðu lokatölur í leiknum 35-20.

Skjern er á toppi C-riðils með 16 stig, auk forystu sína á Gorenje í fjögur stig með sigrinum.

Elverum lá á heimavelli gegn Ademar Leon og náði Þráinn Orri Jónsson ekki að koma sér á blað fyrir Elverum.

Jafnt var með liðunum í byrjun leiks, og út allan fyrri hálfeikinn, staðan var 13-13 í hálfleik.

Gestirnir voru skrefinu á undan í byrjun seinni hálfleiksins. Þrjú mörk í röð um miðjan hálfleikinn komum þeim í ágæta forystu sem heimamenn náðu ekki að vinna niður, lokaniðurstaðan 25-30

Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 3. og 4. sæti C-riðils, Ademar Leon jafnar með sigrinum Gorenje að stigum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×