Endurhæfing Kolbeins gengur vonum framar | Gæti spilað í febrúar Ríkharð Óskar Guðnason skrifar 5. desember 2017 11:30 Kolbeinn hefur ekki spilað með Nantes í meira en eitt og hálft ár. vísir/getty Kolbeinn Sigþórsson stefnir að því að spila sinn fyrsta leik með Nantes í Frakklandi í febrúar. Kolbeinn hefur ekki spilað síðan á EM í Frakklandi í fyrrasumar. Kolbeinn hefur verið að glíma við afar erfið meiðsli í hné og hefur endurhæfing ekki borið tilætlaðan árangur hingað til. Sjá einnig: Langt í frá týndur en mjög áhyggjufullur yfir ferlinum Hann er nú staddur í Katar við Persaflóann þar sem hann mun vera í endurhæfingu í desember. Að sögn Andra Sigþórssonar, umboðsmanns og bróður hans, er Kolbeinn kominn á 65-70 prósent hraða og loksins byrjaður að æfa með bolta. Kolbeinn er næstmarkahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi með 22 mörk og vantar þrjú mörk upp á að jafna met Eiðs Smára Guðjohnsen. Hann er 27 ára og hefur spilað 44 landsleiki. Nantes er í fimmta sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig. Kolbeinn skoraði þrjú mörk í 26 leikjum á sínu fyrsta tímabili með Nantes en hefur ekki spilað með liðinu síðan í apríl 2016. Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi í byrjun nóvember að Kolbeinn væri byrjaður að hlaupa án þess að finna fyrir verkjum eða bólgum. Sjá einnig: Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum „Kolbeinn er að fara af stað. Spennandi að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sín löngu meiðsli. Auðvitað möguleiki fyrir hann eins og aðra að komast í hópinn ef hann kemst af stað,“ sagði Heimir þá. Kolbeinn var lykilmaður í íslenska landsliðinu þegar hann var heill og var í byrjunarliði Íslands á öllum leikjum þess á EM í Frakklandi. Hann skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi í 2-1 sigri í 16-liða úrslitum keppninnar. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið í langan tíma frá vegna meiðsla. 3. nóvember 2017 13:50 Hnéaðgerð Kolbeins Sigþórs tókst vel: Er mjög bjartsýnn Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er loksins á batavegi eftir að hafa glímt við erfið hnémeiðsli í tæpt ár. Kolbeinn fór í dögunum í sína aðra aðgerð á innan við ári og hún heppnaðist vel. 13. júlí 2017 11:00 Langt í frá týndur en mjög áhyggjufullur yfir ferlinum Kolbeinn Sigþórsson, maðurinn sem skaut enska landsliðið af EM í Frakklandi, hefur ekki spilað fótbolta síðan í byrjun júlí. Erfið og óútskýrð hnémeiðsli hafa nú sett stórt spurningarmerki við feril hans. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson stefnir að því að spila sinn fyrsta leik með Nantes í Frakklandi í febrúar. Kolbeinn hefur ekki spilað síðan á EM í Frakklandi í fyrrasumar. Kolbeinn hefur verið að glíma við afar erfið meiðsli í hné og hefur endurhæfing ekki borið tilætlaðan árangur hingað til. Sjá einnig: Langt í frá týndur en mjög áhyggjufullur yfir ferlinum Hann er nú staddur í Katar við Persaflóann þar sem hann mun vera í endurhæfingu í desember. Að sögn Andra Sigþórssonar, umboðsmanns og bróður hans, er Kolbeinn kominn á 65-70 prósent hraða og loksins byrjaður að æfa með bolta. Kolbeinn er næstmarkahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi með 22 mörk og vantar þrjú mörk upp á að jafna met Eiðs Smára Guðjohnsen. Hann er 27 ára og hefur spilað 44 landsleiki. Nantes er í fimmta sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig. Kolbeinn skoraði þrjú mörk í 26 leikjum á sínu fyrsta tímabili með Nantes en hefur ekki spilað með liðinu síðan í apríl 2016. Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi í byrjun nóvember að Kolbeinn væri byrjaður að hlaupa án þess að finna fyrir verkjum eða bólgum. Sjá einnig: Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum „Kolbeinn er að fara af stað. Spennandi að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sín löngu meiðsli. Auðvitað möguleiki fyrir hann eins og aðra að komast í hópinn ef hann kemst af stað,“ sagði Heimir þá. Kolbeinn var lykilmaður í íslenska landsliðinu þegar hann var heill og var í byrjunarliði Íslands á öllum leikjum þess á EM í Frakklandi. Hann skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi í 2-1 sigri í 16-liða úrslitum keppninnar.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið í langan tíma frá vegna meiðsla. 3. nóvember 2017 13:50 Hnéaðgerð Kolbeins Sigþórs tókst vel: Er mjög bjartsýnn Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er loksins á batavegi eftir að hafa glímt við erfið hnémeiðsli í tæpt ár. Kolbeinn fór í dögunum í sína aðra aðgerð á innan við ári og hún heppnaðist vel. 13. júlí 2017 11:00 Langt í frá týndur en mjög áhyggjufullur yfir ferlinum Kolbeinn Sigþórsson, maðurinn sem skaut enska landsliðið af EM í Frakklandi, hefur ekki spilað fótbolta síðan í byrjun júlí. Erfið og óútskýrð hnémeiðsli hafa nú sett stórt spurningarmerki við feril hans. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira
Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið í langan tíma frá vegna meiðsla. 3. nóvember 2017 13:50
Hnéaðgerð Kolbeins Sigþórs tókst vel: Er mjög bjartsýnn Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er loksins á batavegi eftir að hafa glímt við erfið hnémeiðsli í tæpt ár. Kolbeinn fór í dögunum í sína aðra aðgerð á innan við ári og hún heppnaðist vel. 13. júlí 2017 11:00
Langt í frá týndur en mjög áhyggjufullur yfir ferlinum Kolbeinn Sigþórsson, maðurinn sem skaut enska landsliðið af EM í Frakklandi, hefur ekki spilað fótbolta síðan í byrjun júlí. Erfið og óútskýrð hnémeiðsli hafa nú sett stórt spurningarmerki við feril hans. 14. janúar 2017 07:00