Getur ekki horft í augun á ferðamönnum vegna Ingólfsbrunns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2017 16:00 Ingólfsbrunnur í Aðalstræti í Reykjavík hefur ekki mikið aðdráttarafl þessa dagana. Birgir Jónsson Birgir Jónsson, trommari í Dimmu og verslunarrekandi í Aðalstræti, segir vandræðalegt að horfa upp á hundruð erlendra ferðamanna á degi hverjum virða fyrir sér Ingólfsbrunn. Tæpt ár er síðan plexíglerið í brunninum brotnaði og ekkert hefur borið á viðgerð. „Maður er bara kominn í borgaralega óhlýðni,“ segir Birgir á léttum nótum en hann vakti máls á ástandi brunnsins á Facebook í morgun. „Þetta er búið að vera svona lungan af árinu, líklega tæpt ár.“Ekkert gerist Ingólfsbrunnur var eitt aðalvatnsból Reykjavíkur á árum áður og kenndur við Ingólf Arnarson sem talinn er hafa búið í bæ þar sem nú er Aðalstræti. Brunnurinn er einn af reglulegum stoppum sumra leiðsögumanna í miðbænum en þar hefur verið lítið að sjá undanfarið ár. Glerið hefur verið matt, lítið hægt að sjá í gegnum það og nú er það brotið. „Þetta er svo bjánalegt. Það er verið að reyna að selja Reykjavík sem fallega borg og hingað koma fleiri hundruð ferðamenn á hverjum degi. Maður getur ekki horft í augun á þessu fólki.“ Erlendir ferðamenn að virða brunninn fyrir sér í morgunsárið.Birgir Jónsson Hann segir eina rúðuna í brunninum brotna en hinar svo skítugar að þær teljist væntanlega ónýtar, enda sjáist ekkert í gegnum þær. Endurtekið hafi verið haft samband við Reykjavíkurborg þar sem vel er tekið í erindið, en ekkert gerist. „Ég efast samt ekkert um að verkefnalistinn sé langur,“ segir Birgir sem rekur verslunina Madison Ilmhús við hlið brunnsins.Fýkur um allt Birgir telur glerið hafa brotnað af ókunnum ástæðum snemma á árinu. Við því hafi verið brugðist með því að loka fyrir brotna glerið með timbri og setja upp keilur í kring. „Svo fýkur þetta og maður er að elta þetta út um allt,“ segir Birgir langþreyttur á ástandinu. Í þræði Birgis á Facebook segir tónlistarmaðurinn Valur Heiðar Sævarsson, oft kenndur við Buttercup, að hann fari reglulega þarna framhjá með ferðamenn. Hann sé hins vegar hættur að benda þeim á brunninn Fréttastofa hefur sent Reykjavíkurborg fyrirspurn vegna málsins. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira
Birgir Jónsson, trommari í Dimmu og verslunarrekandi í Aðalstræti, segir vandræðalegt að horfa upp á hundruð erlendra ferðamanna á degi hverjum virða fyrir sér Ingólfsbrunn. Tæpt ár er síðan plexíglerið í brunninum brotnaði og ekkert hefur borið á viðgerð. „Maður er bara kominn í borgaralega óhlýðni,“ segir Birgir á léttum nótum en hann vakti máls á ástandi brunnsins á Facebook í morgun. „Þetta er búið að vera svona lungan af árinu, líklega tæpt ár.“Ekkert gerist Ingólfsbrunnur var eitt aðalvatnsból Reykjavíkur á árum áður og kenndur við Ingólf Arnarson sem talinn er hafa búið í bæ þar sem nú er Aðalstræti. Brunnurinn er einn af reglulegum stoppum sumra leiðsögumanna í miðbænum en þar hefur verið lítið að sjá undanfarið ár. Glerið hefur verið matt, lítið hægt að sjá í gegnum það og nú er það brotið. „Þetta er svo bjánalegt. Það er verið að reyna að selja Reykjavík sem fallega borg og hingað koma fleiri hundruð ferðamenn á hverjum degi. Maður getur ekki horft í augun á þessu fólki.“ Erlendir ferðamenn að virða brunninn fyrir sér í morgunsárið.Birgir Jónsson Hann segir eina rúðuna í brunninum brotna en hinar svo skítugar að þær teljist væntanlega ónýtar, enda sjáist ekkert í gegnum þær. Endurtekið hafi verið haft samband við Reykjavíkurborg þar sem vel er tekið í erindið, en ekkert gerist. „Ég efast samt ekkert um að verkefnalistinn sé langur,“ segir Birgir sem rekur verslunina Madison Ilmhús við hlið brunnsins.Fýkur um allt Birgir telur glerið hafa brotnað af ókunnum ástæðum snemma á árinu. Við því hafi verið brugðist með því að loka fyrir brotna glerið með timbri og setja upp keilur í kring. „Svo fýkur þetta og maður er að elta þetta út um allt,“ segir Birgir langþreyttur á ástandinu. Í þræði Birgis á Facebook segir tónlistarmaðurinn Valur Heiðar Sævarsson, oft kenndur við Buttercup, að hann fari reglulega þarna framhjá með ferðamenn. Hann sé hins vegar hættur að benda þeim á brunninn Fréttastofa hefur sent Reykjavíkurborg fyrirspurn vegna málsins.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira