Brattir Bjarkar ætla að klára andstæðinga sína í annarri lotu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. desember 2017 19:45 Fimm íslenskir bardagakappar munu berjast á bardagakvöldi í London um næstu helgi hjá Fightstar-bardagasambandinu. Þar á meðal mun Bjarki Þór Pálsson verja Evrópumeistaratitil sinn hjá sambandinu. Andstæðingur Bjarka Þórs að þessu sinni er Steve O‘Keefe en sá er reyndur og hefur meðal annars barist við Conor McGregor en hann þurfti að sætta sig við tap gegn Íranum eins og flestir. „Hann virkar mjög góður. Er með svart belti í jörðinni sem og í tækvondó. Bara öllum bardagaíþróttum sem hægt er að vera með svart belti í held ég,“ segir Bjarki Þór. „Hann hefur farið gegn þeim bestu úti eins og Conor en reyndar tapað fyrir þeim. Ég býst við ótrúlega góðum bardaga. Ég spái því að ég hengi hann í annarri lotu. Ég ætla aðeins að marinera hann fyrst eins og Bubbi sagði.“Hann verður frá 4-2 eftir laugardaginn Bjarki Ómarsson er að fara að keppa sinn fyrsta atvinnumannabardaga en það hafa margir beðið eftir því að hann stígi stóra skrefið á sínum ferli og nú er loksins komið að því. „Ég er ekkert að horfa á þetta öðruvísi en þegar ég var að keppa sem áhugamaður. Ég ætla alla leið og þessi bardagi er ekkert öðruvísi en hinir,“ segir Bjarki en hann fær andstæðing sem er reynslumeiri en hann. „Hann er búinn með fimm bardaga og er 4-1. Hann verður aftur á móti 4-2 næsta laugardag. Það er bara svoleiðis. Ég held að þetta verði önnur lota. Ég prufa mig aðeins í fyrstu lotu og svo klára ég hann í annarri.“ Bjarkarnir nota ekki skírnarnafnið sitt á erlendri grundu og eru ekkert að lenda í því að fólk ruglist á þeim. „Þegar við erum úti þá er ég Thor en hann er Bjarki The Kid,“ segir Bjarki Þór en hefur hann ekkert rætt það við viðskiptajöfurinn Björgólf Thor sem notar líka Thor erlendis? „Jú, við vorum eitthvað að ræða þetta um daginn,“ segir Bjarki Þór og hlær. Viðtalið við þá félaga má sjá hér að ofan. MMA Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
Fimm íslenskir bardagakappar munu berjast á bardagakvöldi í London um næstu helgi hjá Fightstar-bardagasambandinu. Þar á meðal mun Bjarki Þór Pálsson verja Evrópumeistaratitil sinn hjá sambandinu. Andstæðingur Bjarka Þórs að þessu sinni er Steve O‘Keefe en sá er reyndur og hefur meðal annars barist við Conor McGregor en hann þurfti að sætta sig við tap gegn Íranum eins og flestir. „Hann virkar mjög góður. Er með svart belti í jörðinni sem og í tækvondó. Bara öllum bardagaíþróttum sem hægt er að vera með svart belti í held ég,“ segir Bjarki Þór. „Hann hefur farið gegn þeim bestu úti eins og Conor en reyndar tapað fyrir þeim. Ég býst við ótrúlega góðum bardaga. Ég spái því að ég hengi hann í annarri lotu. Ég ætla aðeins að marinera hann fyrst eins og Bubbi sagði.“Hann verður frá 4-2 eftir laugardaginn Bjarki Ómarsson er að fara að keppa sinn fyrsta atvinnumannabardaga en það hafa margir beðið eftir því að hann stígi stóra skrefið á sínum ferli og nú er loksins komið að því. „Ég er ekkert að horfa á þetta öðruvísi en þegar ég var að keppa sem áhugamaður. Ég ætla alla leið og þessi bardagi er ekkert öðruvísi en hinir,“ segir Bjarki en hann fær andstæðing sem er reynslumeiri en hann. „Hann er búinn með fimm bardaga og er 4-1. Hann verður aftur á móti 4-2 næsta laugardag. Það er bara svoleiðis. Ég held að þetta verði önnur lota. Ég prufa mig aðeins í fyrstu lotu og svo klára ég hann í annarri.“ Bjarkarnir nota ekki skírnarnafnið sitt á erlendri grundu og eru ekkert að lenda í því að fólk ruglist á þeim. „Þegar við erum úti þá er ég Thor en hann er Bjarki The Kid,“ segir Bjarki Þór en hefur hann ekkert rætt það við viðskiptajöfurinn Björgólf Thor sem notar líka Thor erlendis? „Jú, við vorum eitthvað að ræða þetta um daginn,“ segir Bjarki Þór og hlær. Viðtalið við þá félaga má sjá hér að ofan.
MMA Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira