Fótbolti

Smá misskilingur | Halda að Gylfi sé að koma til Indónesíu í janúar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á leiðinni til Asíu í byrjun næsta árs þar sem liðið mun spila tvo vináttulandsleiki við 23 ára landslið Indónesíu.

Goal Indonesia‏ fótboltafréttavefurinn í Indónesíu er hinsvegar á villigötum þegar hann auglýsir leikina við íslenska landsliðið sem munu fara fram 11. og 14. janúar 2018.

Gylfi Þór Sigurðsson er frægasti leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta og kannski ekkert skrýtið að mynd af honum sem á auglýsingunni.



Vandamálið við það er að Gylfi er ekkert á leiðinni til  Indónesíu í janúar því hann verður þá upptekinn með liði Everton í ensku úrvalsdeildinni. Það má heldur ekki gleyma leik á móti Liverpool á Anfield í ensku bikarkeppninni.

Leikdagarnir í janúarmánuði eru ekki alþjóðlegir landsleikjadagar og því munu margir íslenskir landsliðsmenn ekki taka þátt í þeim. Íslenska knattspyrnusambandið má ekki kalla á þá.

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, mun velja hópinn sinn úr leikmönnum á Íslandi og á Norðurlöndum. Hann ætlar eflaust að nota leikina til að auka breiddina í landsliðsmannamengi íslenska liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×