Markaveisla hjá Liverpool og fyrsta tap Manchester City | Úrslitin í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2017 22:00 Það var gaman hjá leikmönnum Liverpool í kvöld. Vísir/Getty Liverpool komst í kvöld í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar en þar hefur liðið ekki verið undanfarin níu ár. Manchester City tapaði fyrsta leiknum sínum á tímabilinu þegar liðið lá 2-1 á móti Shakhtar Donetsk í Úkraínu en það breytti því þó ekki að lærisveinar Pep Guardiola unnu sinn riðil. Tottenham vann líka sinn riðil en hálfgert varalið átti ekki í miklum vandræðum með Apoel frá Kýpur á Wembley í kvöld. Shakhtar Donetsk tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum á kostnað Napoli sem þarf að fara í Evrópudeildina. Napoli klúðraði sínum málum með því að tapa á móti Feyenoord þannig að Úkraínumennirnir hefðu alltaf farið áfram þótt þeir hefðu ekki unnið Manchester City. Liverpool skoraði sjö mörk í stórsigri á Spartak Moskvu á Anfield en þrjú markanna komu á fyrstu nítján mínútum leiksins. Sevilla fylgir Liverpool í sextán liða úrslitin. Liverpool, Manchester City, Besiktas og Tottenham fara í sextán liða úrslitin sem sigurvegarar sinna riðla en Sevilla, Shakhtar Donetsk, Porto og Real Madrid fylgja þeim úr öðru sætinu. Spartak Moskva, Napoli, Leipzig og Dortmund fara öll í Evrópudeildina. Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit og alla markaskorara úr leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni en þetta voru síðustu leikirnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili.Úrslitin úr leikjum Meistaradeildarinnar í kvöld:E-riðill:Maribor - Sevilla 1-1 1-0 Marcos Tavares (10.), 1-1 Ganso (75.)Liverpool - Spartak Moskva 7-0 1-0 Philippe Coutinho, víti (4.), 2-0 Philippe Coutinho (12.), 3-0 Roberto Firmino (19.), 4-0 Sadio Mané (47.), 5-0 Philippe Coutinho (50.), 6-0 Sadio Mané (76.), 7-0 Mohamed Salah (86.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Liverpool og Sevilla.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Spartak Moskva.F-riðill:Feyenoord - Napoli 2-1 0-1 Piotr Zielinski (2.), 1-1 Nicolai Jörgensen (33.), 2-1 Jerry St. Juste (90.).Shakhtar Donetsk - Manchester City 2-1 1-0 Bernard (26.), 2-0 Ismaily (32.), 2-1 Sergio Agüero, víti (90.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Manchester City og Shakhtar Donetsk.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Napoli.G-riðill:Leipzig - Besiktas 1-2 0-1 Álvaro Negredo (10.), 1-1 Naby Keita (87.), 1-2 Anderson Talisca (90.)Porto - Monaco 5-2 1-0 Vincent Aboubakar (9.), 2-0 Vincent Aboubakar (33.), 3-0 Yacine Brahimi (45.), 3-1 Kamil Glik (61.), 4-1 Alex Telles (65.), 4-2 Radamel Falcao (78.), 5-2 Tiquinho Soares (88.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Besiktas og Porto.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Leipzig.H-riðill:Real Madrid - Dortmund 3-2 1-0 Borja Mayoral (8.), 2-0 Cristiano Ronaldo (12.), 2-1 Pierre-Emerick Aubameyang (43.), 2-2 Pierre-Emerick Aubameyang (49.), 3-2 Lucas Vázquez (81.)Tottenham - APOEL 3-0 1-0 Fernando Llorente (20.), 2-0 Heung-min Son (38.), 3-0 Georges N'Koudou (80.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Tottenham og Real Madrid.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Dortmund Meistaradeild Evrópu Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira
Liverpool komst í kvöld í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar en þar hefur liðið ekki verið undanfarin níu ár. Manchester City tapaði fyrsta leiknum sínum á tímabilinu þegar liðið lá 2-1 á móti Shakhtar Donetsk í Úkraínu en það breytti því þó ekki að lærisveinar Pep Guardiola unnu sinn riðil. Tottenham vann líka sinn riðil en hálfgert varalið átti ekki í miklum vandræðum með Apoel frá Kýpur á Wembley í kvöld. Shakhtar Donetsk tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum á kostnað Napoli sem þarf að fara í Evrópudeildina. Napoli klúðraði sínum málum með því að tapa á móti Feyenoord þannig að Úkraínumennirnir hefðu alltaf farið áfram þótt þeir hefðu ekki unnið Manchester City. Liverpool skoraði sjö mörk í stórsigri á Spartak Moskvu á Anfield en þrjú markanna komu á fyrstu nítján mínútum leiksins. Sevilla fylgir Liverpool í sextán liða úrslitin. Liverpool, Manchester City, Besiktas og Tottenham fara í sextán liða úrslitin sem sigurvegarar sinna riðla en Sevilla, Shakhtar Donetsk, Porto og Real Madrid fylgja þeim úr öðru sætinu. Spartak Moskva, Napoli, Leipzig og Dortmund fara öll í Evrópudeildina. Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit og alla markaskorara úr leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni en þetta voru síðustu leikirnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili.Úrslitin úr leikjum Meistaradeildarinnar í kvöld:E-riðill:Maribor - Sevilla 1-1 1-0 Marcos Tavares (10.), 1-1 Ganso (75.)Liverpool - Spartak Moskva 7-0 1-0 Philippe Coutinho, víti (4.), 2-0 Philippe Coutinho (12.), 3-0 Roberto Firmino (19.), 4-0 Sadio Mané (47.), 5-0 Philippe Coutinho (50.), 6-0 Sadio Mané (76.), 7-0 Mohamed Salah (86.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Liverpool og Sevilla.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Spartak Moskva.F-riðill:Feyenoord - Napoli 2-1 0-1 Piotr Zielinski (2.), 1-1 Nicolai Jörgensen (33.), 2-1 Jerry St. Juste (90.).Shakhtar Donetsk - Manchester City 2-1 1-0 Bernard (26.), 2-0 Ismaily (32.), 2-1 Sergio Agüero, víti (90.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Manchester City og Shakhtar Donetsk.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Napoli.G-riðill:Leipzig - Besiktas 1-2 0-1 Álvaro Negredo (10.), 1-1 Naby Keita (87.), 1-2 Anderson Talisca (90.)Porto - Monaco 5-2 1-0 Vincent Aboubakar (9.), 2-0 Vincent Aboubakar (33.), 3-0 Yacine Brahimi (45.), 3-1 Kamil Glik (61.), 4-1 Alex Telles (65.), 4-2 Radamel Falcao (78.), 5-2 Tiquinho Soares (88.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Besiktas og Porto.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Leipzig.H-riðill:Real Madrid - Dortmund 3-2 1-0 Borja Mayoral (8.), 2-0 Cristiano Ronaldo (12.), 2-1 Pierre-Emerick Aubameyang (43.), 2-2 Pierre-Emerick Aubameyang (49.), 3-2 Lucas Vázquez (81.)Tottenham - APOEL 3-0 1-0 Fernando Llorente (20.), 2-0 Heung-min Son (38.), 3-0 Georges N'Koudou (80.)Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Tottenham og Real Madrid.Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Dortmund
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira