„Þetta á að vera mega Írafársupplifun“ Guðný Hrönn skrifar 8. desember 2017 06:30 Miðasala á þessa einu tónleika hefst 12. desember klukkan 12.00 og Birgitta segir mikla spennu í loftinu. MYND/GASSI „Eftir mikla pressu undanfarin ár á að koma aftur saman tókum við þá ákvörðun að nú væri tíminn kominn. Við í Írafári höfum ekki spilað saman í 12 ár og eigum líka 20 ára afmæli sem hljómsveit. Þannig að ef einhvern tímann er tilefni, þá er það núna,“ segir Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir, söngkona Írafárs, um endurkomu hljómsveitarinnar. Birgitta segist hafa orðið vör við að fólk sé spennt fyrir endurkomunni en sveitin ætlar að halda eina tónleika í Hörpu í júní. „Ég finn fyrir mikilli ánægju og ég vona að fólk sé jafn spennt og við erum. Við erum alveg ótrúlega spennt og erum byrjuð að hittast og æfa. Þannig að ef einhver á eftir að skemmta sér þá erum það við,“ segir Birgitta og hlær. Spurð út í hvernig æfingar gangi eftir 12 ára hlé segir Birgitta þær ganga furðuvel.„Við höfum ekki spilað saman í mörg ár þannig að við erum aðeins að rifja upp. En það er ótrúlegt hvað þetta kemur fljótt. Við spiluðum þessi lög náttúrlega svo ótrúlega oft í svo mörg ár.“Er þetta kannski smá eins og að læra að hjóla, eitthvað sem gleymist aldrei? „Þetta er kannski smá eins og að vera búinn að læra á skíði en hafa ekki skíðað í 12 ár. Maður er aðeins ryðgaður í fyrstu þremur ferðunum en svo er þetta bara komið!“Írafár hefur gefið út þrjár plötur.Aðspurð hvort þau hafi ekki saknað þess að spila saman og koma fram í þessu 12 ára hléi segir Birgitta: „Jú, algjörlega. En þetta hlé var alveg kærkomið á sínum tíma því við vorum búin að spila og vinna yfir okkur.“Hvað er svo fram undan hjá Írafári, fyrir utan tónleikana? „Við erum búin að vera að semja og dunda okkur í stúdíói. Og ef allt gengur að óskum þá vonandi getum við komið með einn síngúl fyrir tónleika,“ segir Birgitta sem lofar góðu partíi á tónleikunum sem haldnir verða í Eldborg 2. júní. Við ætlum að tjalda öllu til og gera þetta eins flott og við mögulega getum. Við tökum þetta alla leið og þetta á að vera mega Írafársupplifun.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
„Eftir mikla pressu undanfarin ár á að koma aftur saman tókum við þá ákvörðun að nú væri tíminn kominn. Við í Írafári höfum ekki spilað saman í 12 ár og eigum líka 20 ára afmæli sem hljómsveit. Þannig að ef einhvern tímann er tilefni, þá er það núna,“ segir Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir, söngkona Írafárs, um endurkomu hljómsveitarinnar. Birgitta segist hafa orðið vör við að fólk sé spennt fyrir endurkomunni en sveitin ætlar að halda eina tónleika í Hörpu í júní. „Ég finn fyrir mikilli ánægju og ég vona að fólk sé jafn spennt og við erum. Við erum alveg ótrúlega spennt og erum byrjuð að hittast og æfa. Þannig að ef einhver á eftir að skemmta sér þá erum það við,“ segir Birgitta og hlær. Spurð út í hvernig æfingar gangi eftir 12 ára hlé segir Birgitta þær ganga furðuvel.„Við höfum ekki spilað saman í mörg ár þannig að við erum aðeins að rifja upp. En það er ótrúlegt hvað þetta kemur fljótt. Við spiluðum þessi lög náttúrlega svo ótrúlega oft í svo mörg ár.“Er þetta kannski smá eins og að læra að hjóla, eitthvað sem gleymist aldrei? „Þetta er kannski smá eins og að vera búinn að læra á skíði en hafa ekki skíðað í 12 ár. Maður er aðeins ryðgaður í fyrstu þremur ferðunum en svo er þetta bara komið!“Írafár hefur gefið út þrjár plötur.Aðspurð hvort þau hafi ekki saknað þess að spila saman og koma fram í þessu 12 ára hléi segir Birgitta: „Jú, algjörlega. En þetta hlé var alveg kærkomið á sínum tíma því við vorum búin að spila og vinna yfir okkur.“Hvað er svo fram undan hjá Írafári, fyrir utan tónleikana? „Við erum búin að vera að semja og dunda okkur í stúdíói. Og ef allt gengur að óskum þá vonandi getum við komið með einn síngúl fyrir tónleika,“ segir Birgitta sem lofar góðu partíi á tónleikunum sem haldnir verða í Eldborg 2. júní. Við ætlum að tjalda öllu til og gera þetta eins flott og við mögulega getum. Við tökum þetta alla leið og þetta á að vera mega Írafársupplifun.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira