Rannveig Rist segir að lögregla og önnur yfirvöld hafi brugðist þegar hún varð fyrir sýruárásinni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. desember 2017 21:00 Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi. VÍSIR/GVA Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, fékk sýru í andlitið morguninn eftir að skemmdarverk voru unnin á heimili hennar aðfaranótt 5. ágúst árið 2009. Sýrubruninn var það alvarlegur að hún hlaut sár í andlitið en um nóttina höfðu verið unnin skemmdarverk á heimili Rannveigar í Garðabæ. Málningu var skvett á íbúðarhúsið og þegar Rannveig opnaði framdyr fjölskyldubifreiðar um morguninn þann 5. ágúst skvettist sýra úr hurðarfalsinu framan í hana rétt neðan við hægra augað. Sjá einnig: Rannveig særð í andliti eftir sýruárás„Ég opnaði bílinn vegna þess að hann var allur út í einhverju, það var svona eins og lakkið væri að hluta til uppleyst, en það var allt þurrt svo við sáum ekki strax að þetta væri sýra. Ég opnaði bílinn og í hurðarfalsinu var greinilega vatn, þannig að það var vatnsblönduð sýra sem var í falsinu, það komu dropar í andlitið á mér og ég fékk sár af þeim. Ég var heppin að fá þá ekki í augun. En ég fékk sár í andlitið sem ég átti í dálítið lengi, þannig að þetta var býsna alvarleg árás,“ segir Rannveig í samtali við RÚV um árásina. Hún telur að lögregla og önnur yfirvöld hafi brugðist þegar hún varð fyrir sýruárásinni en Rio Tinto telji þetta alvarlegustu árás sem gerð hafi verið á starfsmann þess á Vesturlöndum frá upphafi. Börnin heima þegar árásin átti sér staðStefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi eftir atvikið árið 2009 að málið væri litið mjög alvarlegum augum og hafi verið tekið föstum tökum. Hann vildi hins vegar ekkert tjá sig frekar um rannsóknina. Á þessum tíma hafði lögreglan til rannsóknar á annan tug mála þar sem skemmdarverk höfðu verið unnin á heimilum fólks úr fjármála- og orkugeiranum. Rannveig kærði árásina en málið var látið niður falla. Hún kærði þann úrskurð en það var líka látið niður falla. Rannveig segir að fjölskyldan hafi verið í sumarfríi þegar skemmdarverkin og árásin áttu sér stað og voru börnin hennar tvö á heimilinu, það yngra átta ára. Rannveig segir að málið hafi fengið mjög á fjölskylduna en búið var að mála veggina um nóttina þar sem börnin sváfu og utan á húsið var málað: „Hér býr illvirki.“Almennur ótti í þjóðfélaginuHún furðar sig á því að enginn hafi mótmælt því að slíkar árásir hafi verið gerðar hér á landi en sýru var einnig beitt þegar skemmdarverk voru unnin á heimili Hjörleifs Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Það hafi svo verið stór samkoma á Íslandi nokkrum árum síðar þar sem var verið að mótmæla sýruárásum í fjarlægum löndum. „Mér finnst raunverulega bara almennt í þjóðfélaginu að það stóð enginn upp gegn þessu, þeim tókst þessum aðilum sem voru þarna að verki í þessum hömlulausu aðgerðum að hræða ansi marga. Þannig að lögreglan og alþingismenn og þeir sem hefðu átt að bregðast við og standa upp við svona þorðu því ekki af ótta við að lenda í svona sjálfir. Mér fannst vera almennur ótti í þjóðfélaginu og menn lögðu ekki í málið. Vegna þess að það er mjög skrýtið að svona árás skuli ekki vera tekin mjög föstum tökum og alvarlega." Rannveig segir við RÚV að hún fagni #MeToo umræðunni sem núna er í gangi og segir hana þarfa og tímabæra. „Ég held að það sé ágætt að menn átti sig á því að það er alveg kominn tími á að konur séu meðhöndlaðar með sama hætti og karlmenn. Ég ætla ekki að óska körlunum að þeir séu meðhöndlaðir með sama hætti og konur." MeToo Tengdar fréttir Rannveig Rist særð í andliti eftir sýruárás Sýru sem þykir of hættuleg til notkunar í iðnaði var beitt í skemmdarverkaárás á heimili Rannveigar Rist. Litlu mátti muna að Rannveig fengi sýruna í augun. 3. október 2009 06:15 #MeToo sögur lesnar upp á sunnudag: Rjúfa þögnina og stíga fram í sameiningu í krafti fjöldans Hópur íslenskra kvenna kemur saman á Nýja sviði Borgarleikhússins og víðar um landið á sunnudag og lesa frásagnir úr #MeToo herferðinni. 7. desember 2017 18:30 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, fékk sýru í andlitið morguninn eftir að skemmdarverk voru unnin á heimili hennar aðfaranótt 5. ágúst árið 2009. Sýrubruninn var það alvarlegur að hún hlaut sár í andlitið en um nóttina höfðu verið unnin skemmdarverk á heimili Rannveigar í Garðabæ. Málningu var skvett á íbúðarhúsið og þegar Rannveig opnaði framdyr fjölskyldubifreiðar um morguninn þann 5. ágúst skvettist sýra úr hurðarfalsinu framan í hana rétt neðan við hægra augað. Sjá einnig: Rannveig særð í andliti eftir sýruárás„Ég opnaði bílinn vegna þess að hann var allur út í einhverju, það var svona eins og lakkið væri að hluta til uppleyst, en það var allt þurrt svo við sáum ekki strax að þetta væri sýra. Ég opnaði bílinn og í hurðarfalsinu var greinilega vatn, þannig að það var vatnsblönduð sýra sem var í falsinu, það komu dropar í andlitið á mér og ég fékk sár af þeim. Ég var heppin að fá þá ekki í augun. En ég fékk sár í andlitið sem ég átti í dálítið lengi, þannig að þetta var býsna alvarleg árás,“ segir Rannveig í samtali við RÚV um árásina. Hún telur að lögregla og önnur yfirvöld hafi brugðist þegar hún varð fyrir sýruárásinni en Rio Tinto telji þetta alvarlegustu árás sem gerð hafi verið á starfsmann þess á Vesturlöndum frá upphafi. Börnin heima þegar árásin átti sér staðStefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi eftir atvikið árið 2009 að málið væri litið mjög alvarlegum augum og hafi verið tekið föstum tökum. Hann vildi hins vegar ekkert tjá sig frekar um rannsóknina. Á þessum tíma hafði lögreglan til rannsóknar á annan tug mála þar sem skemmdarverk höfðu verið unnin á heimilum fólks úr fjármála- og orkugeiranum. Rannveig kærði árásina en málið var látið niður falla. Hún kærði þann úrskurð en það var líka látið niður falla. Rannveig segir að fjölskyldan hafi verið í sumarfríi þegar skemmdarverkin og árásin áttu sér stað og voru börnin hennar tvö á heimilinu, það yngra átta ára. Rannveig segir að málið hafi fengið mjög á fjölskylduna en búið var að mála veggina um nóttina þar sem börnin sváfu og utan á húsið var málað: „Hér býr illvirki.“Almennur ótti í þjóðfélaginuHún furðar sig á því að enginn hafi mótmælt því að slíkar árásir hafi verið gerðar hér á landi en sýru var einnig beitt þegar skemmdarverk voru unnin á heimili Hjörleifs Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Það hafi svo verið stór samkoma á Íslandi nokkrum árum síðar þar sem var verið að mótmæla sýruárásum í fjarlægum löndum. „Mér finnst raunverulega bara almennt í þjóðfélaginu að það stóð enginn upp gegn þessu, þeim tókst þessum aðilum sem voru þarna að verki í þessum hömlulausu aðgerðum að hræða ansi marga. Þannig að lögreglan og alþingismenn og þeir sem hefðu átt að bregðast við og standa upp við svona þorðu því ekki af ótta við að lenda í svona sjálfir. Mér fannst vera almennur ótti í þjóðfélaginu og menn lögðu ekki í málið. Vegna þess að það er mjög skrýtið að svona árás skuli ekki vera tekin mjög föstum tökum og alvarlega." Rannveig segir við RÚV að hún fagni #MeToo umræðunni sem núna er í gangi og segir hana þarfa og tímabæra. „Ég held að það sé ágætt að menn átti sig á því að það er alveg kominn tími á að konur séu meðhöndlaðar með sama hætti og karlmenn. Ég ætla ekki að óska körlunum að þeir séu meðhöndlaðir með sama hætti og konur."
MeToo Tengdar fréttir Rannveig Rist særð í andliti eftir sýruárás Sýru sem þykir of hættuleg til notkunar í iðnaði var beitt í skemmdarverkaárás á heimili Rannveigar Rist. Litlu mátti muna að Rannveig fengi sýruna í augun. 3. október 2009 06:15 #MeToo sögur lesnar upp á sunnudag: Rjúfa þögnina og stíga fram í sameiningu í krafti fjöldans Hópur íslenskra kvenna kemur saman á Nýja sviði Borgarleikhússins og víðar um landið á sunnudag og lesa frásagnir úr #MeToo herferðinni. 7. desember 2017 18:30 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Rannveig Rist særð í andliti eftir sýruárás Sýru sem þykir of hættuleg til notkunar í iðnaði var beitt í skemmdarverkaárás á heimili Rannveigar Rist. Litlu mátti muna að Rannveig fengi sýruna í augun. 3. október 2009 06:15
#MeToo sögur lesnar upp á sunnudag: Rjúfa þögnina og stíga fram í sameiningu í krafti fjöldans Hópur íslenskra kvenna kemur saman á Nýja sviði Borgarleikhússins og víðar um landið á sunnudag og lesa frásagnir úr #MeToo herferðinni. 7. desember 2017 18:30