Þingmaður talaði um „þessar vælandi kjellingar í Stígamótum“ í tíma í lagadeild Ingvar Þór Björnsson skrifar 7. desember 2017 21:50 Konurnar segja í yfirlýsingunni að engu verði breytt nema við byrjum að viðurkenna vandann. Þannig sé hægt að vinna sig út úr þessari meinsemd. Vísir/Gva Konur sem starfa eða hafa starfað innan réttarvörslukerfisins sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kvöld undir yfirskriftinni „Þögnin rofin“ og fylgdi yfirlýsingunni 45 reynslusögur. Ein kona segir að eitt atvik hafi setið í sér úr réttarfari í lagadeildinni. „Eitt atvik situr í mér úr tíma í réttarfari í lagadeildinni þegar tiltekinn nafntogaður lögmaður sem nú situr á þingi var fenginn til að fabúlera við okkur um lögmannsstarfið og hafði frammi mörg niðrandi orð um „þessar vælandi kjellingar í Stígamótum“ og fleira sem tengdist „veseninu“ varðandi öll þessu kynferðisbrotamál.“ Segir hún að þegar hann mætti gagnrýni þá hafi hún fengið það svar að það væri augljóst hvaða „klúbbi“ hún tilheyrði. „Og svo uppskar hann hlátur óharðnaðra samnemenda minna, fyrst og fremst karlkyns sem sáu ekki sólina fyrir þessum snjalla og „orðheppna“ lögmanni.“ Önnur saga er um sama mann en þá kom hann í tíma til að deila reynslusögum og talaði meðal annars um mansal og „hvað það væri nú tilgangslaust femínistaröfl að vera að taka það eitthvað sérstaklega fyrir.“ Segir í frásögninni að þetta hafi verið um það leyti sem fyrsta mansalsfórnarlambið var í fréttum. „Það fauk svo í mig að ég tjáði mig eitthvað, bara til að það kæmi fram eitthvað um mansal, annað en þessi fullkomnlega illa upplýsta skoðun frá honum.“ Allar frásagnirnar má lesa hér.Eins og kom fram á Vísi í dag verða #MeToo sögur lesnar upp á viðburðum á þremur stöðum á landinu á sunnudag. Ætla konur innan réttarvörslukerfisins að taka þátt í þeim viðburði. MeToo Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Konur sem starfa eða hafa starfað innan réttarvörslukerfisins sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kvöld undir yfirskriftinni „Þögnin rofin“ og fylgdi yfirlýsingunni 45 reynslusögur. Ein kona segir að eitt atvik hafi setið í sér úr réttarfari í lagadeildinni. „Eitt atvik situr í mér úr tíma í réttarfari í lagadeildinni þegar tiltekinn nafntogaður lögmaður sem nú situr á þingi var fenginn til að fabúlera við okkur um lögmannsstarfið og hafði frammi mörg niðrandi orð um „þessar vælandi kjellingar í Stígamótum“ og fleira sem tengdist „veseninu“ varðandi öll þessu kynferðisbrotamál.“ Segir hún að þegar hann mætti gagnrýni þá hafi hún fengið það svar að það væri augljóst hvaða „klúbbi“ hún tilheyrði. „Og svo uppskar hann hlátur óharðnaðra samnemenda minna, fyrst og fremst karlkyns sem sáu ekki sólina fyrir þessum snjalla og „orðheppna“ lögmanni.“ Önnur saga er um sama mann en þá kom hann í tíma til að deila reynslusögum og talaði meðal annars um mansal og „hvað það væri nú tilgangslaust femínistaröfl að vera að taka það eitthvað sérstaklega fyrir.“ Segir í frásögninni að þetta hafi verið um það leyti sem fyrsta mansalsfórnarlambið var í fréttum. „Það fauk svo í mig að ég tjáði mig eitthvað, bara til að það kæmi fram eitthvað um mansal, annað en þessi fullkomnlega illa upplýsta skoðun frá honum.“ Allar frásagnirnar má lesa hér.Eins og kom fram á Vísi í dag verða #MeToo sögur lesnar upp á viðburðum á þremur stöðum á landinu á sunnudag. Ætla konur innan réttarvörslukerfisins að taka þátt í þeim viðburði.
MeToo Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira